Dómkirkjan

 

Það var yndislegt að hlusta að þá Gunnar Kvaran og Hauk Guðlaugsson í kvöld. Gunnar Vigfússon ljósmyndarinn góði kom og tók myndir af þessum frábæru listamönnum. Sunnudaginn 21. janúar kl. 16 verða þeir í Dómkirkjunni með stund í tali og tónum. Takið daginn frá!

IMG_0806+ (1)

Laufey Böðvarsdóttir, 28/12 2017

Gamlársdagur 31. desember Aftansöngur kl. 18:00 sr. Sveinn Valgeirsson prédikar.Dómkórinn og Kári Þormar. Nýársdagur 1. janúar 2018 Hátíðarmessa kl. 11:00, Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og sr. Sveinn Valgeirsson þjónar. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Minnum á bílastæðin við Alþingi.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/12 2017

Jóladagur 25. desember Messa kl. 11:00 Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar, séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Dagbjört Andrésdóttir syngur einsöng. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Annar í jólum 26. desember Messa kl. 11:00 sr. Sveinn Valgeirsson prédikar, kór Menntaskólans í Reykjavík., organisti Kári Þormar.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/12 2017

Gleðileg jól kæru vinir, hér er endurminning séra Bjarna Jónssonar dómkirkjuprests frá jólum.

​Nokkru eftir að búðunum var lokað barst ómurinn frá kirkjuklukkunum. Hringt var til helgra jóla. ,, Það er byrjað að hringja” sagði fólkið. Gengið var til kirkju. Mér heyrist klukkur dómkirkjunnar segja: Gleðileg jól, gleðileg jól. – Kveikt var á kertaljósunum í kirkjunni og beið þyrpingin fyrir utan kirkjuna, meðan verið var að kveikja …. Dyrnar opnuðust. Kirkjan troðfylltist. Hvílík dýrðarbirta af hinum titrandi ljósum. Nú var það áreiðnalegt að jólin voru komin. Nú hljómuðu jólasálmarnir ,, Heim um ból, helg eru jól” ,, Í Betlehem er barn oss fætt”.. og þá sást oft brosið mæta tárinu, er sungið var: ,, Hvert fátækt hreysi höll nú er, þvi guð er sjálfur gestur hér”.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/12 2017

Jólin laða hugi og hjörtu unga sem gamalla að ljósinu sem á móti kemur. Í Dómkirkjunni eru þrjár guðsþjónustur á morgun aðfangadag jóla. Dönsk messa kl. 15:00, séra Þórhallur Heimisson prédikar. Aftansöngur kl. 18:00, Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og séra Hjálmar Jónsson þjónar. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar Miðnæturguðsþjónusta kl. 23:30 Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar og Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Guðný Einarsdóttir er organisti. Minnum á bílastæðin við Alþingi. Guðþjónustur þar sem sálin fær næringu af boðskapnum um ljósið sem skín í myrkrinu og blessar líf og heim. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól!

15202586_10154634493285396_2407382866264742161_n

Laufey Böðvarsdóttir, 24/12 2017

Föstudagurinn 22. desember Mozart við kertaljós í Dómkirkjunni kl.21.00. Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu og fjögur ár og verðu þetta því í tuttugasta og fimmta skiptið sem þessi tónleikaröð er haldin og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason, klarinettuleikari, Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari. Á efnisskránni er tvær af perlum Mozarts hinn gullfallegi kvintett fyrir klarinettu og strengi og glitrandi kvartett fyrir flautu og strengi. Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða,” Í dag er glatt í döprum hjörtum”, sem er úr Töfraflautunni eftir Mozart. Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast þeir allir klukkan 21.00. Aðgangseyrir er kr. 2800, og kr. 2000 fyrir nemendur og eldri borgara.. Frítt er inn fyrir börn.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/12 2017

Jólatónleikar Dómkórsins verða haldnir í Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 21. desember kl. 22. Flutt verða hefðbundin jólalög í bland við ný, erlend sem innlend. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. The Cahtedral Choir gives it´s annual Christmas concert tuesday 21st December at 10 p.m. Free entrance.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/12 2017

Kæru vinir, hlökkum til að sjá ykkur í Dómkirkjunni í hádeginu í dag, þriðjudag. Síðasta kyrrðar-og bænastundin á þessu ári. Jólamatur og góð samvera í safnaðarheimilinu!

Laufey Böðvarsdóttir, 19/12 2017

Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 17. desember. Aurora Erika Luciano leikur á básúnu, Kári Þormar organisti og Dómkórinn. Síðasti sunnudagaskólinn á þessu ári á kirkjuloftinu. Ólafur Jón og Sigurður Jón sjá um fræðandi og skemmtilegt barnastarf. Minnum á bílastæðin við Alþingi. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/12 2017

Upptaka á jólamessu biskups í Sjónvarpinu fer fram í Dómkirkjunni miðvikudaginn 13. desember nk. kl. 18. Jólamessunni er sjónvarpað á aðfangadagskvöld kl. 22. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormars, fermingarbörn úr Dómkirkjunni taka þátt í upptökunni. Prúðbúnir gestir eru velkomnir í Dómkirkjuna til að vera viðstaddir upptökuna. Mæting kl. 17:45.

Sunnudagurinn 17. desember.

Messa kl. 11:00  Sveinn Valgeirsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.

Kolaportsmessa kl. 14 í kaffiporti, séra Sveinn Valgeirsson, Ragnheiður Sverrisdóttir og Hjalti Jón Sverrisson pr

Æðruleysismessa kl. 20. Séra Fritz Már Berndsen og Díana Ósk Óskarsdóttir, séra Anna Sigríður leiða stundina, Kristján Hrannar Pálsson leikur á flygilinn.

Þriðjudaginn 19. desember  kl. 20.30 -21.00.

Bach tónleikar Ólafs Elíassonar, frítt inn.

 

Fimmtudaginn 21. desember Jólatónleikar Dómkórsins kl. 22
Flutt verða hefðbundin jólalög í bland við ný, erlend sem innlend.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.

Föstudagurinn 22. desember Mozart við kertaljós í Dómkirkjunni kl.21.00. Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika. Aðgangseyrir er kr. 2800, og kr. 2000 fyrir nemendur og eldri borgara.. Frítt er inn fyrir börn.

Aðfangadagur 24. desember

Dönsk messa kl. 15:00,  séra Þórhallur Heimisson prédikar.

 

Aftansöngur kl. 18:00,  Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og séra Hjálmar Jónsson þjónar. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar

Miðnæturguðsþjónusta kl. 23:30  sr. Karl  Sigurbjörnsson biskup og Hamrahlíðarkórinn stjórnandi Þorgerður Ingólfsdóttir. Kári Þormar dómorganisti.

 

Jóladagur 25. desember

Messa kl. 11:00  Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar, séra Sveinn Valgeirsson þjónar.

Annar í jólum 26. desember

Messa kl. 11:00 sr. Sveinn Valgeirsson prédikar,  Dómkórinn og organisti Kári Þormar.

 

Gamlársdagur 31. desember

Aftansöngur kl. 18:00   sr. Sveinn Valgeirsson prédikar.

 

Nýársdagur 1. janúar 2018

Hátíðarmessa kl. 11:00, Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir, sr. Sveinn Valgeirsson þjónar. Dómkórinn  og organisti er Kári Þormar.

 

 

Dómkirkjan óskar sóknarbörnum sínum og landsmönnum öllum gleðiríkra jóla og Guðs blessunar á nýju ári, með þakklæti fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Sjá nánar á fésbókinni eða domkirkjan.is.

 

Hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/12 2017

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...