Dómkirkjan

 

Gleðileg jól kæru vinir, hér er endurminning séra Bjarna Jónssonar dómkirkjuprests frá jólum.

​Nokkru eftir að búðunum var lokað barst ómurinn frá kirkjuklukkunum. Hringt var til helgra jóla. ,, Það er byrjað að hringja” sagði fólkið. Gengið var til kirkju. Mér heyrist klukkur dómkirkjunnar segja: Gleðileg jól, gleðileg jól. – Kveikt var á kertaljósunum í kirkjunni og beið þyrpingin fyrir utan kirkjuna, meðan verið var að kveikja …. Dyrnar opnuðust. Kirkjan troðfylltist. Hvílík dýrðarbirta af hinum titrandi ljósum. Nú var það áreiðnalegt að jólin voru komin. Nú hljómuðu jólasálmarnir ,, Heim um ból, helg eru jól” ,, Í Betlehem er barn oss fætt”.. og þá sást oft brosið mæta tárinu, er sungið var: ,, Hvert fátækt hreysi höll nú er, þvi guð er sjálfur gestur hér”.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/12 2017 kl. 2.08

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS