Dómkirkjan

 

Jólin laða hugi og hjörtu unga sem gamalla að ljósinu sem á móti kemur. Í Dómkirkjunni eru þrjár guðsþjónustur á morgun aðfangadag jóla. Dönsk messa kl. 15:00, séra Þórhallur Heimisson prédikar. Aftansöngur kl. 18:00, Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og séra Hjálmar Jónsson þjónar. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar Miðnæturguðsþjónusta kl. 23:30 Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar og Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Guðný Einarsdóttir er organisti. Minnum á bílastæðin við Alþingi. Guðþjónustur þar sem sálin fær næringu af boðskapnum um ljósið sem skín í myrkrinu og blessar líf og heim. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól!

15202586_10154634493285396_2407382866264742161_n

Laufey Böðvarsdóttir, 24/12 2017 kl. 1.54

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS