Dómkirkjan

 

Hlökkum til að sjá sem flesta í Opna húsinu í dag, kl. 13.30. Unnur Halldórsdóttir kemur ekki í dag eins og auglýst var, en Karl biskup, les ljóð og segir sögur. Ásta er í óða önn að útbúa veitingar á veisluborðið. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/3 2017

Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 26. mars kl.11. Fræðandi og skemmtilegur sunnudagaskóli á kirkjuloftinu hjá Ólafi Jóni og Sigga Jóni. Dómkórinn og Kári Þormar er organisti. Minnum á bílastæðin, gengt Þórshamri.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/3 2017

Á laugardaginn, 25. mars, sem er Boðunardagur Maríu, er boðið til Kyrrðardags í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Dagskráin hefst kl. 9 og lýkur fyrir kl. 16. Kyrrðardagur, retreat, er dagur hvíldar, friðar og endurnæringar. Safnaðarheimilið býður upp á góða aðstöðu til að lesa, hugleiða, slaka á í næði. Í Baðstofunni er útbúin kapella, bænastaður og þar mun Karl Sigurbjörnsson biskup leiða íhuganir um Maríu guðsmóður og fræða um notkun bænabandsins í trúarlífi. Að lokinni íhugun og fararblessun í Dómkirkjunni um kl. 15 verður þögnin rofin og boðið upp á kaffi í Safnaðarheimilinu. Gjald kr. 5000, fyrir mat og kaffi og bænabandið. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig í síma 520-9700, eða með tölvupósti á domkirkjan@domkirkjan.is.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/3 2017

Sjáumst í hádeginu í dag í Dómkirkjunni. Bæna-og kyrrðarstund, léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar í kvöld kl. 20.30-21.00. Það er ljúft samfélagið í Dómkirkjunni.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/3 2017

Æðruleysismessa kl. 20 í kvöld, 19. mars.
Æðruleysismessur snúast um að dvelja hér og nú, að vera í nærveru hvers annars, við fætur Æðri máttar. Þar sem messurnar eru í anda tólf sporanna kemur félagi og deilir reynslu sinni.
Díana Ósk leiðir stundina og fer með okkur í sameiginlega bæn, Ástvaldur verður við pianóið, Bjarni Ara tekur lagið og Sr. Fritz Már fer með hugleiðingu.
Stundin er búin kl. 21:00 en við bjóðum upp á fyrirbæn fyrir þau sem það vilja eftir stundina.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/3 2017

Fermingarstúlkurnar Freyja og Ilmur lesa ritningarlestrana í messunni á morgun kl. 11. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og sunnudagskóli á kirkjuloftinu. Dómkórinn og Kári Þormar. Minni á æðruleysismessuna kl. 20, séra Fritz og Díana leiða þessa fallegu stund. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/3 2017

Opið hús á fimmtudögum kl.13.30 í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Þar er ríkulegt kaffiborð og fræðandi fyrirlestrar og skemmtilegt samfélag. Fimmtudaginn 16. mars mun Elísabet Brekkan segja okkur kjaftasögur af kóngafólki. 23. mars Unnur Halldórsdóttir, skemmtisögur og vísur 30. mars Helgi Skúli Kjartansson 6. apríl Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélagsins 27. apríl Karl biskup um Geir Vídalín 4. maí Þorvaldur Friðriksson Jón Indíafari 11. maí vorferð

Laufey Böðvarsdóttir, 15/3 2017

Samtal um trú í kvöld, 15. mars kl. 18 í safnaðarheimilinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/3 2017

Æðruleysismessa sunnudaginn 19. mars kl. 20, verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/3 2017

Jóhannesarpassían 1. og 2. apríl

Jóhannesarpassían eftir J.S. Bach er ómissandi þáttur í aðdraganda páskanna.

Dómkórinn ásamt kammersveit og einsöngvurum mun flytja þetta magnaða verk í tvígang í Langholtskirkju dagana 1. og 2. apríl næstkomandi.

Einsöngvarar verða Kristinn Sigmundsson bassi í hlutverki Jesú, Þorbjörn Rúnarsson tenór í hlutverki guðspjallamannsins, Fjölnir Ólafsson baritón í hlutverki Pílatusar, Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Hildigunnur Einarsdóttir alt. Stjórnandi er Kári Þormar.

Jóhannesarpassían sem er eitt af viðameiri verkum sem varðveist hafa eftir Jóhann Sebastían Bach, túlkar á áhrifaríkan hátt frásögn Jóhannesarguðspjallsins af handtöku og krossfestingu Jesú Krists. Í verkinu er texti guðspjallsins fluttur með sönglesi og mögnuðum kórköflum þar sem kórinn túlkar meðal annars ofsa og reiði múgsins eins og Jóhannes lýsir því. Inn á milli hljóma fagrar aríur og sálmar þar sem hin hryggilega atburðarás frásagnarinnar er hugleidd.

Þetta er í fyrsta skipti sem Dómkórinn flytur Jóhannesarpassíuna en áður hefur kórinn staðið fyrir flutningi á ýmsum stórum kórverkum svo sem Sálumessu Mozarts og Messíasi eftir Händel.

Aðgangseyrir er 4.900 kr. Miðar eru seldir á midi.is

Laufey Böðvarsdóttir, 15/3 2017

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...