Á fimmtudaginn mun Hallfríður J. Ragnheiðardóttir, íslenskufræðingur og draumaþerapist, talar um drauma í Opna húsinu kl. 13.30.
Hallfríður er með M.A. próf í íslenskum bókmenntum. Í lokaritgerð sinni rýndi hún í þjóðsögur og ævintýri út frá sálarfræði Carls Jung og gerðist í kjölfarið meðlimur í C.G. Jung Foundation í New York þar sem hún sótti fjölda námskeiða í sálarfræði, goðsögum og túlkun ævintýra og drauma. Á síðasta ári kom út hjá Chiron Publications bók hennar “Quest for the Mead of Poetry” þar sem hún fjallaði um táknmál tíða í íslenskum þjóðsögum og ævintýrum. Áhugi Hallfríðar á draumum leiddi til þess að árið 2007 ákvað hún að verða sér úti um réttindi sem draumaþerapisti og útskrifaðist tveimur árum síðar frá Institude for Dream Studies (IDS) í Charleston í Suður-Karólínu. Hlökkum til að fræðast á fimmtudaginn og njóta veitinga og samveru.
Laufey Böðvarsdóttir, 19/2 2018
Laufey Böðvarsdóttir, 18/2 2018
Laufey Böðvarsdóttir, 18/2 2018
Laufey Böðvarsdóttir, 11/2 2018
Laufey Böðvarsdóttir, 30/1 2018
Fimmtudaginn 1. febrúar er okkur í Opna húsinu boðið á Grund við Hringbraut. Hittumst þar í hátíðarsalnum kl. 13.30. Guðrún Gísladóttir forstjóri Grundar tekur á móti okkur og segir frá. Séra Sveinn Valgeirsson flytur hugvekju. Hlökkum til að eiga góða stund á Grund!
Laufey Böðvarsdóttir, 30/1 2018