Dómkirkjan

 

Fimm umsækjendur um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli

Fimm umsóknir eru um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Umsækjendur eru (í starfrófsröð):
Cand. theol. Bryndís Svavarsdóttir,
sr. Elínborg Sturludóttir,
sr. Eva Björk Valdimarsdóttir,
Mag. theol. Jónína Ólafsdóttir,
sr. Vigfús Bjarni Albertsson.

Umsóknarfrestur um embættið rann út 14. ágúst sl. Biskup Íslands skipar í embættið frá 1. október nk. til fimm ára. Umsóknir fara nú til umfjöllunar matsnefndar um hæfni til prestsembættis og að fenginni niðurstöðu hennar fjallar kjörnefnd prestakallsins um umsóknir þeirra sem matsnefnd telur hæfasta. Kjörnefnd kýs að því búnu milli umsækjendanna.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 18/8 2017

Á þessum fallega sumardegi verður skólasetning Menntaskólans í Reykjavík í Dómkirkjunni kl. 14. Yngvi Pétursson rektor og séra Hjálmar Jónsson munu taka fagnandi á móti glöðum ungmennum. Kór Menntaskólans í Reykjavík syngur. Við í Dómkirkjunni þökkum Yngva fyrir einstaklega gott samstarf á liðnum árum og óskum honum velfarnaðar.

IMG_2627

Laufey Böðvarsdóttir, 17/8 2017

Tónleikar á Menningarnótt í Dómkirkjunni kl. 19. og kl. 20. Hjartanlega velkomin

Á Menningarnótt eru tónleikar kl. 19 í Dómkirkjunni, þá mun Guðrún Árný Karlsdóttir syngja og leika á píanó sin uppáhalds lög. Aðgangur ókeypis

Álfheiður Erla Guðmundsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari leiða áheyrendur í gegnum ljúfa tóna á tónleikum á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst kl. 20:00 í Dómkirkjunni í Reykjavík. Á efnisskránni verða íslensk og þýsk sönglög en einnig ýmsar aríur og samsöngvar óperubókmenntanna. Auk Álfheiðar og Evu koma meðal annars fram Eyrún Unnarsdóttir sópran og Fjölnir Ólafsson baritón. Aðgangur er ókeypis.

Verið hjartanlega velkomin á kvöldtóna í Dómkirkjunni!

Laufey Böðvarsdóttir, 16/8 2017

Messa 20. ágúst kl. 11

Hr. Karl Sigurbjörnsson prédikar og þjónar fyrir altari. Ritningarlestra les Oddur Björnsson. Félagar úr Dómkórnum leiða söng og Kári Þormar leikur á orgelið. Næg bílastæði aftan við Alþingishúsið. Allir velkomnir!

Laufey Böðvarsdóttir, 16/8 2017

Sunnudaginn 20. ágúst sem er tíundi sunnudagur eftir Þrenningarhátíð er messa kl. 11. Karl Sigurbjörnsson, biskup mun prédika og þjóna fyrir altari. Kári leikur á orgelið og félagar úr Dómkórnum syngja. Næg bílastæði við Alþingishúsið, verið velkomin.

IMG_3313

Laufey Böðvarsdóttir, 15/8 2017

Á þessum góða þriðjudegi er gott að njóta kyrrðar-og bænastundar í hádeginu í Dómkirkjunni. Góð máltíð hjá henni Ástu okkar í safnaðarheimilinu. Í kvöld eru Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.30. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/8 2017

Messa 13. ágúst kl. 11

Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup mun prédika og þjóna fyrir altari. Félagar úr Dómkórnum syngja og Kári Þormar leikur á orgelið. Næg bílastæði fyrir aftan alþingishúsið. Allir velkomnir!

 

Laufey Böðvarsdóttir, 12/8 2017

Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari á morgun, sunnudag kl.11. Komdu fagnandi!

20708331_10209635328179334_5028611936423884937_n

Laufey Böðvarsdóttir, 12/8 2017

Fyrir okkur sem förum ekki út úr bænum um verslunarmannahelgina, er gott að koma til messu í Dómkirkjuna á sunnudaginn. Séra Ólafur Jón Magnússon prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 6. ágúst kl. 11. Lára Bryndís Eggertsdóttir er organisti og Anna Sigríður Helgadóttir syngur. Minnum á bílastæðin við Alþingi. Verið velkomin.

IMG_0460 IMG_3315 (1)

Laufey Böðvarsdóttir, 3/8 2017

Opið hús í Safnaðarheimilinu hefst þann 21. september. Þar verður sem fyrr fjölbreytt dagskrá, fræðandi og skemmtileg samvera. Byrjað er með veislukaffi kl. 13.30 og í framhaldi af því fyrirlestur til fræðslu og skemmtunar, og svo samræður á eftir. Að venju mun efnt til haustferðar opna hússins og verður hún fimmtudaginn 28. september

Laufey Böðvarsdóttir, 2/8 2017

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS