Séra Elínborg Sturludóttir sýndi okkur fallegt handverk sem hún hefur unnið og sagði skemmtilegar sögur tengdar því. Bestu þakkir Elínborg og þið sem komuð á fyrsta prjónakvöld vetrarins. Lífleg vika framundan, bænastund og bach tónleikar í dag, þriðjudag. Fermingarfræðsla og örpílagrímaganga á morgun miðvikudag. Á fimmtudag er bingó í Opna húsinu kl. 13.00, Jóna Matthildur verður bingóstjóri. Tíðasöngur í kirkjunni kl. 16.45-17.00. Á sunnudaginn er kirkjudagurinn og þá prédikar séra Sveinn og sr. Elínborg þjónar. Dómkórinn og Kári Þormar. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu. Verið velkomin í gott og skemmtilega safnaðarstarf í Dómkirkjunni.
Laufey Böðvarsdóttir, 23/10 2018