Dómkirkjan

 

Séra Sveinn Valgeirsson skipaður sóknarprestur Dómkirkjunnar, hjartans hamingjuóskir kæri Sveinn og megi Guðs blessun fylgja þér og störfum þínum. Séra Sveinn prédikar við messu á sunnudaginn kl. 11. Dómkórinn syngur og organisti er er Kári Þormar. Bílastæði við Alþingishúsið, verið velkomin og fagnið nýjum sóknarpresti.

IMG_3002

Laufey Böðvarsdóttir, 30/6 2017

Tónleikar 2. júlí kl. 20:00

Newamsterdamsingers

Kórinn New Amstedam Singers frá New York, BNA, syngur í kirkjunni kl. 20. Stjórnandi er Clara Longstreth. Aðgangur ókeypis.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/6 2017

Hamingjuóskir til ykkar!

útskrift 2017

Brautskráning úr starfsþjálfun þjóðkirkjunnar fer fram einu sinni á ári. Á þessu námssári hafa tíu prestssefni og fimm djáknaefni lokið henni, þar af einn hjá Hvítasunnukirkjunni. Allir nemendur við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands sem hyggjast á starf í kirkjunni ber skylda til að taka starfsþjálfun en í henni felst m.a. persónuleikapróf, kyrrðardagar og þjálfun í söfnuði. Eftir að þjálfun lýkur og nemandi hefur brautskráðst frá HÍ öðlast hann embættisgengi.

Á myndinni má sjá þau, sem af þessu tilefni, tóku þátt í útskriftarathöfn í Dómkirkjunni 27. júní sl. ásamt frú Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi Íslands.

Þau sem luku starfsþjálfuninni 2016-2017 eru eftirfarandi:

Mag.theol. Aldís Rut Gísladóttir, mag. theol. Henning Emil Magnússon, mag.theol. Jarþrúður Árnadóttir, mag. theol. Jónína Ólafsdóttir, mag. theol. Kristján Arason, mag. theol. Sigfús Jónasson, mag. theol. Sindri Geir Óskarsson, mag. theol. Sóley Herborg Skúladóttir, mag. theol. Stefanía Steinsdóttir og mag. theol. Þuríður Björg W. Árnadóttir. Og djáknakandídatarnir Dagbjört Eiríksdóttir (Hvítasunnukirkjunni), Daníel Ágúst Gautason, Valdís Ólöf Jónsdóttir, Jóhanna María Eyjólfsdóttir, Rósa Ólöf Ólafíudóttir.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/6 2017

Messa 2. júlí kl. 11

Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kári Þormar leikur á orgelið og dómkórinn syngur. Bílastæði aftan við alþingishúsið. Kórinn New Amstedam Singers frá New York, BNA, syngur í kirkjunni kl. 20. Stjórnandi er Clara Longstreth. Aðgangur ókeypis.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/6 2017

Tónleikar 26. júní kl. 20:00

18987325_1801236973226639_797784355_o

ChildrenSong of New Jersey er bandarískur æskulýðskór á tónleikaferðalagi sem mun halda tónleika í Dómkirkju Reykjavíkur mánudaginn 26. júní kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis. Kórinn tók nýlega þátt í hinni alþjóðlegu Alta Pusteria kórahátíð á Ítalíu. Þar fluttu kórar efnisskrá sína daglega fyrir gesti og gangandi vítt og breitt um suður Týról.

Æskulýðskórinn mun syngja lög frá miðöldum og endurreisnartímanum. Þar að auki syngja þau gospellagið “City Called Heaven” og vinsæla dægurlagið “Over the Rainbow” við ukulele-undirleik.

Markmið kórsins er að gefa ungum söngvurum tækifæri á raddþjálfun og sviðsframkomu sem þeir annars hefðu ekki tækifæri til vegna fjárhagstöðu eða námsvals.


In english:

ChildrenSong of New Jersey, a community youth chorus traveling on tour from New Jersey will present a concert at Dómkirkjan í Reykjavík on Monday 26 June at 20:00. Admission is free. ChildrenSong recently participated in the Alta Pusteria International Choir Festival in Italy.  Participating choirs performed throughout the South Tyrol valley presenting concerts daily for local audiences.

The youth choir will sing a cappella songs from the Medieval and Renaissance eras. They will also sing a gospel song, “City Called Heaven” and a contemporary song, “Over the Rainbow” which will be performed with ukulele.

The choir’s mission is to provide vocal study and performance experiences to young singers who may not have access due to financial hardship or circumstances of their schooling.

19021622_1801234999893503_656626201_n

Laufey Böðvarsdóttir, 21/6 2017

Messa 25. júní kl. 11:00

Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kári Þormar leikur á orgelið og dómkórinn syngur. Næg bílastæði aftan við þinghúsið. Allir velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/6 2017

Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar við messu sunnudaginn 18. júní kl. 11. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Verið hjartanlega velkomin og við minnum á bílastæðin við Alþingi.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/6 2017

Bach-tónleikar falla niður 13. og 20. júní og 11. júlí.

Bach tónleikar Ólafs Elíassonar eru á þriðjudagskvöldum kl. 20.30. Þeir falla þó niður eftirfarandi þriðjudaga: 13. og 20 júní sem og 11. júlí.  Unfortunately our series of three Bach concerts series scheduled for the following Tuesdays: 13th June, 20th June and 11th July have been cancelled. We apologise for any inconvenience caused.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/6 2017

Gleðilegan sjómannadag, hér er linkur frá messunni í morgun:http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/gudsthjonusta-i-domkirkjunni/20170611

http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/gudsthjonusta-i-domkirkjunni/20170611

Laufey Böðvarsdóttir, 11/6 2017

Sjómannadagsmessa kl. 11 á morgun, sunnudag.

Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir þjónar ásamt séra Hjálmari Jónssyni sem prédikar. Douglas Brotchie er organisti og Dómkórinn syngur. Sjómenn frá Landhelgisgæslunni lesa ritningarlestrana. Viðar Gunnarsson syngur einsöng og systurnar Ingibjörg Ragnheiður Linnet og Herdís Ágústa Linnet spila á trompet. Minnum á bílastæðin við Alþingi. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/6 2017

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...