Dómkirkjan

 

10.september kl. 20.00 Kyrrðarstund í Dómkirkjunni á alþjóðadegi sjálfsvígsforvarna. Hrönn Harðardóttir geðhjúkrunarfræðingur leiðir stundina. Sr. Bjarni Karlsson flytur hugvekju, Bubbi Morthens syngur nokkur lög og Sara Óskarsdóttir, aðstandandi, segir frá reynslu sinni af því að missa móður sína í sjálfsvígi. Kveikt verður á kertum í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Ólafur Elíasson flytur hugljúfa tóna í upphafi og lok kyrrðarstundar. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 10/9 2019

Sumri hallar og vetrarstarfið er að hefjast þessa dagana. Í næstu viku er fermingarfræðslunámskeið 9. – 12. sept. kl. 16:00-18:00, haldið í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a. Messur alla sunnudaga klukkan 11.00 – Prestar séra Sveinn Valgeirsson og séra Elínborg Sturludóttir. Barnastarf á kirkjuloftinu á sama tíma. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Æðruleysismessur kl. 20.00 þriðja sunnudag í mánuði. Séra Díana Ósk Óskarsdóttir, séra Fritz Már Berndsen, séra Elínborg Sturludóttir og séra Sveinn Valgeirsson. Kristján Hrannar Pálsson leikur á flygilinn. Mánudagur; annan mánudag í mánuði er fundur hjá kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar. Prjónakvöld fyrsta prjónakvöld vetrarins verður 23. september kl. 19.00 léttur kvöldverður, kaffi og með því. Þriðjudagar: Bæna-og kyrrðarstund kl.12.10 og léttur hágisverður. Þriðjudagar kl. 20.30 Píanóleikarinn Ólafur Elíasson leikur prelúdíur og fúgur úr Das Wohltemperirte Klavíer eftir J.S.Bach Miðvikudagar kl.18.00-19.00. Pílagrímagöngur í umsjón séra Elínborgar Sturludóttur. Hefst með stuttri helgistund í kirkjunni. Hefjast miðvikudaginn 25. september. Miðvikudagar kl. 19.30 : æfing Dómkórsins í Reykjavík. Fimmtudagar kl.13.00-14.30 Opið hús í safnaðarheimilinu, samvera, fræðsla og gott með kaffinu. Fyrsta opna húsið verður 19. september. Fimmtudagar kl.16.45-17.00 Tíðasöngur í umsjón séra Sveins Valgeirssonar. Tíðasöngurinn hefst 3. október. Fimmtudagar kl.18: Kórtónleikar/Orgeltónleikar – Hálftíma tónleikar Kammerkórs Dómkirkjunnar annan hvern þriðjudag og orgeltónleikar Kára Þormar dómorganista hina þriðjudaga á móti. Aðgangseyrir kr.1500. Hlökkum til að eiga ánægjulegar stundir með ykkur í vetur!

Laufey Böðvarsdóttir, 8/9 2019

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 8. september kl. 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og dómorganistinn Kári Þormar. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 7/9 2019

Fimmtudagstónleikar í Dómkirkjunni frá klukkan 18 – 18.30 í allan vetur. Þar skiptast á Kári Þormar, dómorganisti og Kammerkór Dómkirkjunnar,Á fyrstu tónleikunum í vetur þann 5. September flytur Kári Þormar verk eftir Bach, Buxtehude, Hildigunni Rúnarsdóttur, Muffat og Vierne. Aðgangseyrir er krónur 1500.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/9 2019

Messa kl. 11.00 sunnudaginn 8. september. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kári Þormar og Dómkórinn. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 4/9 2019

Vínarbarrokk

Laufey Böðvarsdóttir, 4/9 2019

Fermingarfræðslan hefst með Barna-og fjölskylduguðsþjónustu 1. sept. kl. 11.00. Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á dögurð í safnaðarheimilinu og haldinn fundur með foreldrum fermingarbarna og prestum safnaðarins. Lögð er áhersla á það að miðla börnunum arfleifð kristinnar trúar, menningarlegum rótum kristinnar lífssýnar og hvernig kristin gildi hafa mótað menningu og samfélag. Í fræðslunni fá þau einnig að kynnast sóknarkirkjunni sinni og samfélaginu þar og taka þátt í helgihaldi til að rækta trúna. Lögð er rík áhersla á að styðja þau í því að læra að beita lífsgildum kristindómsins á hversdagslegar aðstæður mannlegs lífs. Áætluð dagskrá fyrir fræðslu fram að áramótum verður eins og hér segir: 9. – 12. sept. kl. 16:00-18:00 Fermingarfræðslunámskeið 27.-29. sept. Ferð í Vatnaskóg 30. sept. kl. 16:00 Fræðsla í safnaðarheimili. 29. okt. kl. 16:00 Fræðsla og söfnun fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. 27. nóv. kl. 16:00 Fræðsla Sérstakar fermingarbarnamessur með samfélagi á eftir. 6. okt kl. 11: 00 – Umhverfismessa. 10. nóv. kl. 11:00 Kristniboð og hjálparstarf. 1. des. kl.11:00 Ömmu – og afamessa. Fermt verður á pálmasunnudag, 5. apríl skírdag, 9. apríl hvítasunnudag, 31. maí Ef þið viljið fá ítarlegri upplýsingar má senda tölvupóst á: sveinn@domkirkjan.is eða elinborg@domkirkjan.is eða hringja í síma 5209709 Með góðri kveðju Elínborg Sturludóttir Sveinn Valgeirsson

Laufey Böðvarsdóttir, 25/8 2019

Sálmasöngur á föstudaginn kl. 17.00 með Guðbjörgu Hilmarsdóttur og Kára Þormar. Hlökkum til að sjá ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 22/8 2019

Séra Elínborg Sturludóttir prédikar við messu sunnudaginn 25. ágúst kl. 11.00. Félagar úr Dómkórnum syngja og Kári Þormar leikur á orgelið. Minnum á bílastæðin við Alþingi. Velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 22/8 2019

GUÐRÚN ÁRNÝ, DÓMKIRKJAN Guðrún Árný verður á sínum stað á Menningarnótt. Syngur og leikur á píanó hughljúf dægurlög fyrir gesti og gangandi. Allir ættu að fá lag við sitt hæfi. Tónleikarnir eru ekki langir, frá kl: 19.00 – 19:50. Notaleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík. Fólk getur litið inn í eitt lag eða setið allan tíman, allt eftir því hvað hentar.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/8 2019

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS