10.september kl. 20.00 Kyrrðarstund í Dómkirkjunni á alþjóðadegi sjálfsvígsforvarna. Hrönn Harðardóttir geðhjúkrunarfræðingur leiðir stundina. Sr. Bjarni Karlsson flytur hugvekju, Bubbi Morthens syngur nokkur lög og Sara Óskarsdóttir, aðstandandi, segir frá reynslu sinni af því að missa móður sína í sjálfsvígi. Kveikt verður á kertum í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Ólafur Elíasson flytur hugljúfa tóna í upphafi og lok kyrrðarstundar. Verið velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 10/9 2019