Dómkirkjan

 

Hér eru þrjár öflugar kirkjunefndarkonur sem áttu stórafmæli á árinu!

Laufey Böðvarsdóttir, 16/10 2019

Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar hélt sinn fyrsta fund á þessu hausti í gær. Þá fengu nokkrar félagskonur sem áttu stórafmæli í sumar blómvönd. Ein af þeim var Margaret Scheving Thorsteinsson sem fagnaði 95. ára afmælinu fyrr í sumar. K.K.D. var stofnuð 1930 til þess að standa að prýði Dómkirkjunnar og vinna að líknarmálum.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/10 2019

Hægt er að leigja sal í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a t.d. fyrir skírnar- og fermingarveislur, fundi eða námskeið. Salurinn tekur um 50-60 manns í sæti. Fallegur salur á á góðum stað við Tjörnina. Allar nánari upplýsingar í síma 520-9700, einnig má senda fyrirspurnir á domkirkjan@domkirkjan.is

Laufey Böðvarsdóttir, 15/10 2019

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 20. október kl.11.00. Prestur séra Elínborg Sturludóttir, organisti Kári Þormar og Dómkórinn. Æðruleysismessa kl.20.00-21.00. Yndisstund fyllt ró og kyrrð. Guð gefi okkur æðruleysi, leiði okkur í vilja sinn og styðji okkur í að hlúa að hvert öður ásamt því að sinna okkur sjálfum vel. Æðruleysismessurnar eru miðaðar að tólf spora fólki en auðvitað er allt fólk velkomið. Tökum með okkur gesti, svo fleiri fái tækifæri til að taka þátt. Við hlökkum til að sjá ykkur .

Laufey Böðvarsdóttir, 15/10 2019

Í dag 14.október kl.18.00 er fyrsti fundur vetrarins hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar. Á morgun er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Léttur hádegisverður og gott samfélag. Á miðvikudaginn er örpílagrímaganga kl. 18.00 með séra Elínborgu Sturludóttur. Hefst með stuttri helgistund í Dómkirkjunni.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/10 2019

Örpílagrímagangan fellur niður í dag 9. október.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/10 2019

Þrjú góð á góðum degi, presturinn og meðhjálparar dagsins! Hittumst á þriðjudaginn í bænastundinni í hádeginu. Minni líka á að gestur okkar í Opna húsinu á fimmtudaginn verður Hjálmar okkar Jónsson. Opna hús kl.13.00 á fimmtudag. Tíðasöngur á fimmtudag kl.17.45 og tónleikar kl.18.00 með Kammerkórnum og Kára. Sálmastundin ljúfa á föstudaginn kl.17.00. Á sunnudaginn er messa og barnastarf kl.11.00. Prestur séra Sveinn Valgeirsson. Tökum þátt í góðu og gefandi safnaðarstarfi!

Laufey Böðvarsdóttir, 6/10 2019

Umhverfismessa og sunnudagaskóli 6. október klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar og Dómkórinn. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu. Kirkjukaffi í safnaðarheimilinu! Ritningarlestrar, bænir og sálmar dagsins taka mið af náttúrunni og sköpun jarðar og prédikunin verður helguð umhverfismálum. Nú hefur Þjóðkirkjan markað sér skýra umhverfisstefnu og gert aðgerðaáætlun um það hvernig hún getur unnið að því að snúa við þeirri öfugþróun sem átt hefur sér stað á undanförnum áratugum í umhverfismálum. Kirkjuþing hvetur söfnuði landsins til að stíga skref í átt að sjálfbærari rekstri með því að taka þátt í umhverfisstarfi kirkjunnar. Nú hafa allnokkrir söfnuðir fengið viðurkenningu á því að vera „græn kirkja“ og það skref ætlar Dómkirkjusöfnuðurinn líka að taka. Kirkjan er í sterkri stöðu til að haft áhrif á viðhorf og lífsstíl fólks í gegnum safnaðarstarf sitt, prédikun og helgihald. Dómkirkjusöfnuðurinn vill leggjast á sveif með sköpuninni og ætlar ekki að láta sitt eftir liggja til að stíga skref í átt að sjáflbærari lífsháttum.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/10 2019

Kæru vinir, hlökkum til að sjá ykkur í Opna húsinu 3. okt kl. 13.00. Ásta okkar með sitt veisluborð og prestarnir fara með ljóð dagsins. Gestur okkar að þessu sinni er Jón Torfason, en hann ætlar að segja okkur frá fallegu ástarbréfi sem ritað var 1815. Alltaf gaman þegar ástin kemur við sögu. Hittumst heil í safnaðarheimilinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/10 2019

Orgeltónleikar Kára Þormar falla niður í dag, fimmtudag.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/10 2019

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS