Dómkirkjan

 

Í Safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a, á horni Vonarstrætis og Lækjargötu er opið hús á fimmtdögum klukkan 13.00. Þangað fáum við góða gesti, njótum skemmtilegs félagsskapar og gæðum okkur á kræsingum, sem Ásta okkar bakar. Dagskráin næstu fimmtudaga er sem hér segir: 16. janúar Dómkirkjuprestar, kaffihúsastemning og vinafundur við Tjörnina! 23. janúar Vestfirsku sjávarþorpin. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson segir frá. 30. janúar Stella K. Víðisdóttir framkvæmdastjóri hjá Eir hjúkrunarheimili og fyrrum sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir frá lífi sínu og starfi. 6. febrúar Þórdís Guðrún Athúrsdóttir „Hvað er í kommóðunni hennar mömmu“ 13. febrúar Tónlistarþríeykið, Hólmfríður messósópran, Victoría sellóleikari og Julian píanóleikari. Verið velkomin og takið með ykkur gesti!

Laufey Böðvarsdóttir, 13/1 2020 kl. 18.30

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS