Dómkirkjan

 

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 8. september kl. 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og dómorganistinn Kári Þormar. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 7/9 2019

Fimmtudagstónleikar í Dómkirkjunni frá klukkan 18 – 18.30 í allan vetur. Þar skiptast á Kári Þormar, dómorganisti og Kammerkór Dómkirkjunnar,Á fyrstu tónleikunum í vetur þann 5. September flytur Kári Þormar verk eftir Bach, Buxtehude, Hildigunni Rúnarsdóttur, Muffat og Vierne. Aðgangseyrir er krónur 1500.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/9 2019

Messa kl. 11.00 sunnudaginn 8. september. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kári Þormar og Dómkórinn. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 4/9 2019

Vínarbarrokk

Laufey Böðvarsdóttir, 4/9 2019

Fermingarfræðslan hefst með Barna-og fjölskylduguðsþjónustu 1. sept. kl. 11.00. Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á dögurð í safnaðarheimilinu og haldinn fundur með foreldrum fermingarbarna og prestum safnaðarins. Lögð er áhersla á það að miðla börnunum arfleifð kristinnar trúar, menningarlegum rótum kristinnar lífssýnar og hvernig kristin gildi hafa mótað menningu og samfélag. Í fræðslunni fá þau einnig að kynnast sóknarkirkjunni sinni og samfélaginu þar og taka þátt í helgihaldi til að rækta trúna. Lögð er rík áhersla á að styðja þau í því að læra að beita lífsgildum kristindómsins á hversdagslegar aðstæður mannlegs lífs. Áætluð dagskrá fyrir fræðslu fram að áramótum verður eins og hér segir: 9. – 12. sept. kl. 16:00-18:00 Fermingarfræðslunámskeið 27.-29. sept. Ferð í Vatnaskóg 30. sept. kl. 16:00 Fræðsla í safnaðarheimili. 29. okt. kl. 16:00 Fræðsla og söfnun fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. 27. nóv. kl. 16:00 Fræðsla Sérstakar fermingarbarnamessur með samfélagi á eftir. 6. okt kl. 11: 00 – Umhverfismessa. 10. nóv. kl. 11:00 Kristniboð og hjálparstarf. 1. des. kl.11:00 Ömmu – og afamessa. Fermt verður á pálmasunnudag, 5. apríl skírdag, 9. apríl hvítasunnudag, 31. maí Ef þið viljið fá ítarlegri upplýsingar má senda tölvupóst á: sveinn@domkirkjan.is eða elinborg@domkirkjan.is eða hringja í síma 5209709 Með góðri kveðju Elínborg Sturludóttir Sveinn Valgeirsson

Laufey Böðvarsdóttir, 25/8 2019

Sálmasöngur á föstudaginn kl. 17.00 með Guðbjörgu Hilmarsdóttur og Kára Þormar. Hlökkum til að sjá ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 22/8 2019

Séra Elínborg Sturludóttir prédikar við messu sunnudaginn 25. ágúst kl. 11.00. Félagar úr Dómkórnum syngja og Kári Þormar leikur á orgelið. Minnum á bílastæðin við Alþingi. Velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 22/8 2019

GUÐRÚN ÁRNÝ, DÓMKIRKJAN Guðrún Árný verður á sínum stað á Menningarnótt. Syngur og leikur á píanó hughljúf dægurlög fyrir gesti og gangandi. Allir ættu að fá lag við sitt hæfi. Tónleikarnir eru ekki langir, frá kl: 19.00 – 19:50. Notaleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík. Fólk getur litið inn í eitt lag eða setið allan tíman, allt eftir því hvað hentar.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/8 2019

GLAÐLEGIR SÖNGVAR UM DAUÐANN Þjóðlagahljómsveitin Kólga (www.kolga.band) og Haukur Ingi Jónasson guðfræðingur – í samvinnu við Dómkirkjuna í Reykjavík – bjóða upp á dagskrá á Menningarnótt 2019 undir yfirskriftinni – Glaðlegir söngvar um dauðann. Dagskráin fer fram í Dómkirkjunni laugardaginn 24. ágúst kl. 17. Þar verður blandað saman tónlist af efnisskrá sveitarinnar um þetta viðfangsefni og vangaveltum guðfræðingsins um dauðann á milli laga. Tónlistin er blanda af þekktum og minna þekktum lögum við íslenska texta. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/8 2019

Sálmastundin verður 17.30 á morgun, ekki klukkan 17.00 eins og venjulega

Laufey Böðvarsdóttir, 15/8 2019

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS