Dómkirkjan

 

Sálmastundin verður 17.30 á morgun, ekki klukkan 17.00 eins og venjulega

Laufey Böðvarsdóttir, 15/8 2019

Sunnudaginn 18. ágúst messa kl.11.00 séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar dómorganisti, Dómkórinn. Minnum á bílastæðin við Alþingi.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/8 2019

Bach tónleikar kl. 20.30 öll þriðjudagskvöld í Dómkirkjunni!

J.S. BACH ON THE PIANO. EVERY TUESDAY NIGHT AT: 20:30 – 21:00

The Icelandic pianist Olaf Eliasson, one of Iceland´s leading interpreter of the music of Johann Sebastian Bach, gives performances of Bach´s music every week at the “Dómkirkjan”, Central church of Iceland. Olaf currently plays a selection of Bach´s preludes and fugues from the Well-Tempered Clavier on the Church´s piano in these weekly series. Olaf Elíasson studied with the famous pianist Vlado Perlemuter in Paris and later Post Graduate studies at the Royal Academy of Music in London. He has performed in many well known venues around the world such as Wigmore Hall in London, Carnegie Hall in New York and Kennedy Center in Washington.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/8 2019

Olafur-Eliasson-Domkirkjan-2015 HQ (1)

Laufey Böðvarsdóttir, 11/8 2019

Í haust hefst fermingarfræðsla í Dómkirkjunni, ætluð börnum sem vilja fermast vorið 2020. Lögð er áhersla á það að miðla börnunum arfleifð kristinnar trúar, menningarlegum rótum kristinnar lífssýnar og hvernig kristin gildi hafa mótað menningu og samfélag. Í fræðslunni fá þau einnig að kynnast sóknarkirkjunni sinni og samfélaginu þar og taka þátt í helgihaldi til að rækta trúna. Lögð er rík áhersla á að styðja þau í því að læra að beita lífsgildum kristindómsins á hversdagslegar aðstæður mannlegs lífs. Fræðslan hefst með Barna-og fjölskylduguðsþjónustu 1. sept. kl. 11.00. Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á dögurð í safnaðarheimilinu og haldinn fundur með foreldrum fermingarbarna og prestum safnaðarins. Áætluð dagskrá fyrir fræðslu fram að áramótum verður eins og hér segir: 9. – 12. sept. kl. 16:00-18:00 Fermingarfræðslunámskeið 27.-29. sept. Ferð í Vatnaskóg 30. sept. kl. 16:00 Fræðsla í safnaðarheimili. 29. okt. kl. 16:00 Fræðsla og söfnun fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. 27. nóv. kl. 16:00 Fræðsla Sérstakar fermingarbarnamessur með samfélagi á eftir. 6. okt kl. 11: 00 – Umhverfismessa. 10. nóv. kl. 11:00 Kristniboð og hjálparstarf. 1. des. kl.11:00 Ömmu – og afamessa. Fermt verður á pálmasunnudag, 5. apríl skírdag, 9. apríl hvítasunnudag, 31. maí Ef þið viljið fá ítarlegri upplýsingar má senda tölvupóst á: sveinn@domkirkjan.is eða elinborg@domkirkjan.is eða hringja í síma 5209709 Með góðri kveðju Elínborg Sturludóttir Sveinn Valgeirsson

Laufey Böðvarsdóttir, 11/8 2019

Velkomin til messu sunnudaginn 11. ágúst kl.11.00. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Dómkórnum syngja og Kári Þormar dómorganisti. Minnum á bílastæðin við Aþingi. 

Laufey Böðvarsdóttir, 10/8 2019

Kæru vinir, velkomin til messu sunnudaginn 4. ágúst kl.11.00. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Dómkórnum syngja og Kári Þormar dómorganisti. Minnum á bílastæðin við Aþingi. Athugið að sálmastundin fellur niður á föstudaginn.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/7 2019

Messa sunnudag kl. 11.00 sr. Sveinn Valgeirsson

Laufey Böðvarsdóttir, 26/7 2019

Kæru vinir, á morgun þriðjudag verður bæna-og kyrrðarstundin í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Sjáumst þar í hádeginu, góður hádegisverður hjá Ólöfu okkar. Minni líka á Bach tónleika Ólafs Elíassonar kl. 20.20 öll þriðjudagskvöld í Dómkirkjunni.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/7 2019

Kæru vinir, komið fagnandi til messu á sunnudaginn kl. 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/7 2019

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS