Dómkirkjan

 

Fjölskyldumessa sunnudaginn 4. mars kl. 11. Séra Sveinn Valgeirsson og sr. Ólafur Jón og Sigurður Jón leiða stundina. Stúlknakór Reykjavíkur og Aurora, söngur sögur og gleði. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/2 2018

Við urðum margs vísari eftir að hlusta á áhugavert erindi Hallfríðar um drauma. Þökkum Hallfríði kærlega fyrir þetta skemmtilega innlegg og komuna. Á sunnudaginn er messa kl. 11 þar sem sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu. Kl. 14 er guðþjónusta í Kolaportinu kl. 14. Á mánudaginn er prjónakvöld kl. 19 í safnaðarheimilinu. Súpa, kaffi og eitthvað sætt með kaffinu. Hlökkum til að sjá ykkur!

IMG_5842 IMG_5844 IMG_5851

Laufey Böðvarsdóttir, 23/2 2018

„Skugginn í draumum okkar“

Á fimmtudaginn mun Hallfríður J. Ragnheiðardóttir, íslenskufræðingur og draumaþerapist, talar um drauma í Opna húsinu kl. 13.30.
Hallfríður er með M.A. próf í íslenskum bókmenntum. Í lokaritgerð sinni rýndi hún í þjóðsögur og ævintýri út frá sálarfræði Carls Jung og gerðist í kjölfarið meðlimur í C.G. Jung Foundation í New York þar sem hún sótti fjölda námskeiða í sálarfræði, goðsögum og túlkun ævintýra og drauma. Á síðasta ári kom út hjá Chiron Publications bók hennar “Quest for the Mead of Poetry” þar sem hún fjallaði um táknmál tíða í íslenskum þjóðsögum og ævintýrum. Áhugi Hallfríðar á draumum leiddi til þess að árið 2007 ákvað hún að verða sér úti um réttindi sem draumaþerapisti og útskrifaðist tveimur árum síðar frá Institude for Dream Studies (IDS) í Charleston í Suður-Karólínu. Hlökkum til að fræðast á fimmtudaginn og njóta veitinga og samveru.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/2 2018

Æðruleysismessa kl.20 sunnudaginn 18. febrúar

Laufey Böðvarsdóttir, 18/2 2018

Sunnudagaskóli og messa kl. 11 sunnudaginn 18. febrúar. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/2 2018

Messunni í dag 11.02.18 er aflýst. Von er á mjög slæmu veðri í borginni og fólk hvatt til að halda sig heima.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/2 2018

Það er vel við hæfi, nú þegar allra veðra er von að fá Harald Ólafsson veðurfræðing til okkar í Opna húsið í dag. Við byrjum kl. 13.30 með kaffi og meðlæti. Næsta fimmtudag verður bingó sem Ástbjörn stjórnar. 15.febrúar Bingó Ástbjörn Egilsson, bingóstjóri. 22. feb. Hallfríður J. Ragnheiðardóttir, draumaþerapisti. 1. mars Guðmundur Brynjólfsson, djákni 8. mars Ögmundur Jónasson, fyrrv. alþingismaður 15. mars Gunnar Kvaran, sellóleikari 22. mars Bjarni Harðarson, rithöfundur Skírdagur 5. apríl Sigurbjörn Þorkelsson, rithöfundur 12. apríl Jón B. Guðlaugsson. Páll Ólafsson í gleði og sorg. Sumardagurinn fyrsti 26. apríl Berglind Ásgeirsdóttir , iðjuþjálfi 3. maí Vorferðin 10. maí Messa kl. 11 og messukaffi. Prjónakvöld 26. febrúar kl. 19. Súpa og kaffi. Sjá nánar www.facebook.com/domkirkjan og domkirkjan.is Verið velkomin í safnaðarheimilið, Lækjargötu 14a.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/2 2018

Kveðja frá séra Ólafi Jóni: Kæru vinir! Ég býð ykkur öllum til messu í Dómkirkjunni kl. 11 á sunnudaginn kemur. Þar fæ ég að prédika og þjóna fyrir altari. Verið velkomin í helgidóminn. Þið fáið þar að stíga inn í aðra veröld og annan tíma …og heyra mig reyna að tóna :P Ég legg út frá textanum af skírn Jesú, sem varð líka Thorvaldsen að innblæstri við gerð skírnarfontsins sem prýðir kirkjuna. Næg gjaldfrjáls bílastæði aftan við Alþingishúsið og sunnudagaskóli á kirkjuloftinu í umsjá Sigurður Jón Sveinsson og Áslaug Dóra Einarsdóttir.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/2 2018

Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur er gestur okkar í Opna húsinu á fimmtudaginn. Hlökkum til að sjá ykkur 13.30 í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a!

Laufey Böðvarsdóttir, 6/2 2018

Séra Sveinn Valgeirsson prédikar sunnudaginn 4. febrúar kl. 11. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/1 2018

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

- 13.00- 14.30 Opna húsið í safnaðarheimilinu, samvera, fræðsla og gott með kaffinu. Yfir vetrarmánuðina.
Tíðasöngur kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...