Dómkirkjan

 

Kæru vinir. Í samræmi við reglugerð sóttvarnaryfirvalda um takmörkun á samkomum, sem tók gildi 25. mars 2021 og gildir til og með 15. apríl 2021, liggur allt helgihald í Dómkirkjunni niðri á meðan. Á páskadag verður hátíðamessu klukkan 11.00 útvarpað.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/3 2021

Vegna sóttvarnareglna verðu við að hætta við tónleikana sem áttu að vera í dag, 25. mars.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/3 2021

Bæna-og kyrrðarstund á morgun, þriðjudag klukkan 12.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/3 2021

Gleðidagur í Dómkirkjunni í gær! Þá var séra Jón Ásgeir Sigurvinsson settur inn í embætti héraðsprests Reykjavíkurprófastsdæmis vestra. Séra Jón Ásgeir prédikaði í messunni og séra Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur þjónaði fyrir altari. Gaman að þau hjónin þjónunuðu saman við þessa hátíðlegu stund. Hér eru þau hjónin með prófastinum séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur. Megi Guðs blessun fylgja séra Jóni Ásgeiri í lífi og starfi.

163571866_10159240523965396_2753776012829817415_n

Laufey Böðvarsdóttir, 22/3 2021

Hálftíma orgeltónleikar í Dómkirkjunni 18. mars kl. 18.30. Kári Þormar leikur verk eftir Bach, Böhm og Gigout Aðgangur er ókeypis

Laufey Böðvarsdóttir, 18/3 2021

Æðruleysismessa á sunnudaginn 21.mars kl. 20:00-21:00. Yndisleg stund, þar sem við munum taka okkur frá amstri dagsins, setjast niður í ró og njóta kyrrðarinnar og tónlistarinnar. Við munum biðja saman og hugleiða saman og hlusta á góðan félaga deila með okkur reynslu, styrk og von ❤ Takið kvöldið frá og látið fólk vita af stundinni svo það fái tækifæri til að mæta.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/3 2021

Messa 21. mars klukkan 11.00. Prestur séra Elínborg Sturludóttir. Innsetning séra Jóns Ásgeirs Sigurvinssonar í embætti héraðsprests í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur setur Jón Ásgeir inn í embættið. Dómkórin syngur og Kári Þormar dómorganisti leikur á orgelið. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/3 2021

Kæru vinir. Á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Gott að gefa sér hlé frá amstri dagsins og hvíla í núinu í helgidómnum. Á miðvikudaginn er örpílagrímaganga kl. 18.00 með séra Elínborgu Sturludóttur. Tíðasöngur með séra Sveini Valgeirssyni klukkan 17.30 á fimmtudaginn.Tíðasöngur á sér fornar rætur í trúariðkun kristni. Það er reglubundin bænagjörð sem byggir á Davíðssálmum og öðrum biblíulegum lofsöngvum og lestrum úr ritningunni, sambæn sem grundvallast í Guðs orði. Í tíðasöng heyrum við eins og nið aldanna, endurróm af bænum og söngvum kynslóðanna í samfylgd þeirra með Guðs orði. Á fimmtudaginn kl. 18.30-19.00 eru orgeltónleikar dómorganistans Kára Þormars. Aðgangur ókeypis. Verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna!

Laufey Böðvarsdóttir, 15/3 2021

Bæn dagsins: Drottinn Guð, gleðjast skulu þau öll í þér, sem tilheyra þér. Gef þú okkur saðningu með brauði lífsins, svo að við lifum í krafti sonar þíns og mætum hvert öðru í kærleika. Þess biðjum við í nafni Jesú Krists. Amen.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/3 2021

Fastir liðir í Dómkirkjunni, verið velkomin!

Sunnudagar
Guðþjónustur alla sunnudaga klukkan.11.00.
Æðruleysismessur þriðja sunnudag í mánuði klukkan 20.00.

Þriðjudagar
Bæna-og kyrrðardagar alla þriðjudaga klukkan 12.00.

Miðvikudagar
Örpílagrímaganga klukkan 18.00

Fimmtudagar

Tíðasöngur kl. 17.30

Tónleikar klukkan 18.30-19.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/3 2021

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Sunnudagur

- 11.00 Messa

-

Dagskrá ...