Dómkirkjan

 

Kvöldkirkjan í Dómkirkjunni 25. september. Dagskrá Kl. 18.00 Fjölskyldustund, kl. 20.00 Kyrrðin hefst með hugvekja KL. 20.00-21.00 Bryndís Jakobdsdóttir. Hugleiðslu-og bænatónlist á gong. Kl.21.00 Hugvekja Kl. 21.45-22.00 Kvöldsöngur. Kvöldkirkjan er samstarfsverkefni Dómkirkjunnnar og Hallgrímskirkju. Prestar og starfsfólk þessara miðborgarkirkna starfa saman og öflugt tónlistarfólk sér um tónlistarflutning. Tilgangur kvöldkirkjunnar er að opna kirkjurnar fyrir fólki, sem finnur sig ekki í venjulegu og hefðubundnu helgihaldi dagkirkjunnar eða vill dýpka enn frekar trúarlega upplifun sína. Margir leita einhvers, sem er djúptækt og persónulega gefandi. Tónlist, þögn, íhugun og kyrrð er þema kvöldkirkjunnar. Sumir staldra við í nokkrar mínútur og aðrir lengi. Verið hjartanlega velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2020

Guðþjónusta kl.11.00 á morgun sunnudag. Séra Sveinn Valgeirsson, Kári Þormar organisti og Dómkórinn. Æðruleysismessa klukkan 20.00. Verið velkomin í Dómkirkjuna.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/9 2020

Bæna- og kyrrðarstund á morgun, þriðjudag klukkan 12.00. Á sunnudaginn er guðþjónusta klukkan 11.00 eins og alla sunnudaga og klukkan 20.00 er æðruleysismessa. Verið velkomin í Dómkirkjuna.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/9 2020

13. september, guðþjónusta klukkan 11.00. Prestur séra Elínborg Sturludóttir, Kári dómorganisti og Dómkórinn.

Útvarpsmessa
Dómkórinn flytur sálminn í svörtum himingeim eftir Arngerði Maríu Árnadóttur og Davíð Þór Jónsson og sálma eftir Sigurð Flosason og Aðalstein Ásberg Sigurðsson, ásamt öðru.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/9 2020

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga þann 10. september. Kyrrðarstund í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi í Dómkirkjunni í kvöld 10. september kl. 20.00-21.00. Gunnar Gunnarsson leikur fallaga tónlist og kveikt verður á kertum í minningu látinna. Samverur þessar eru hugsaðar fyrir öll þau sem eiga um sárt að binda vegna sjálfsvíga. Allir eru velkomnir

IMG_7409

Laufey Böðvarsdóttir, 10/9 2020

Messa sunnudaginn 13. september klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar og Dómkórinn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 9/9 2020

Fermingarmessa sunnudaginn 6. september klukkan 11.00. Prestur séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 1/9 2020

Bæna-og kyrrðarstund alla þriðjudaga í hádeginu.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/9 2020

Fermingin hefur um aldir verið mikilvægur þáttur í trúarlífi og samfélagi okkar. Fyrrum fylgdu ýmis borgaraleg réttindi fermingunni en það er löngu liðin tíð. Flestum finnst samt sem áður að fermingin sé ómissandi hátíð sem marki skil bernsku og unglingsára. Fermingin er reyndar eina hátíðin í okkar samfélagi sem snýst um unglinginn sérstaklega. Fjölskyldan og vinir fagna með og yfir fermingarbarninu, þakkar þá gæfu og gjöf sem það er og hefur verið og treysta jafnframt heit sín að styðja það og leiða á þroskabraut og gæfuvegi. Þakklætið og kærleikurinn sem umvefur barnið á sér dýpri vídd og skýrskotun, vegna þess að það er þökk og gleði yfir Lífinu, sem við þiggjum úr hendi Guðs. Í þeirri hendi erum við aldrei ein. Fermingin er áminning um og staðfesting þess að unglingurinn tilheyrir samfélagi sem er meir en blóðbönd og vinatengsl, samfélag kristninnar sem umlykur fortíð og framtíð í óslitinni keðju kynslóðanna í þúsund ár í landinu okkar. Það er sterk keðja, tengd saman af bæn og kærleika, trú og von. Orðið ferming merkir staðfesting. Fermingin er staðfesting þess að viðkomandi er skírður og vill játast því og staðfesting kirkjunnar á því að hinn skírði hafi hlotið uppfræðslu í grundvallaratriðum trúarinnar. Fermingarbarnið játar trúna, þiggur fyrirbæn og blessun til áframhaldandi lífsferðar sem samverkamaður Guðs í heiminum. Guð blessi fermingarbörnin öll og fjölskyldur þeirra á mikilvægum tímamótum. Karl Sigurbjörnsson.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/8 2020

Fermingarmessa sunnudaginn 30. ágúst klukkan 11.00. Prestur séra Sveinn Valgeirsson, Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 25/8 2020

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Mánudagur

Annan mánudag í mánuði kl. 18.00, samvera hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar yfir vetrartímann

Dagskrá ...