Dómkirkjan

 

Á sunnudaginn er guðþjónusta klukkan 11.00. Gunnar Thomas Guðnason, guðfræðinemi prédikar, séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn og Kári Þormar, dómorganisti. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 12/3 2021

Kammerkór Dómkirkjunnar með tónleika 11. mars klukkan 18.30-19.00. Stjórnandi Kári Þormar. Ókeypis aðgangur.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/3 2021

Tíðasöngur klukkan 17.30 í dag, fimmtudag með séra Sveini Valgeirssyni.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/3 2021

Hátíðardagur í Dómkirkjunni. Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir vígði Margréti Lilju Vilmundardóttir og Sigurð Má Hannesson. Megi Drottinn blessa þau séra Margréti Lilju og séra Sigurð Má í lífi og starfi.

Prestsvígsla
7. mars 2021

Vígsla í Dómkirkjunni 7. mars 2021

Laufey Böðvarsdóttir, 8/3 2021

Kæru vinir, góð vika framundan. Á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Gott að gefa sér hlé frá amstri dagsins og hvíla í núinu í helgidómnum. Á miðvikudaginn er örpílagrímaganga kl. 18.00 með séra Elínborgu Sturludóttur. Tíðasöngur með séra Sveini Valgeirssyni klukkan 17.00 á fimmtudaginn og kl. 18.30 eru tónleikar. Það eru tónleikar með Kammerkór Dómkirkjunnar undir stjórn Kára Þormar. Frítt inn. Verið velkomin í Dómkirkjuna!

IMG_3520

Laufey Böðvarsdóttir, 8/3 2021

Á sunnudaginn klukkan 11.00 er prestsvígsla í Dómkirkjunni. Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir vígir og séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Þau sem eru að vígjast eru: Mag. theol. Margrét Lilja Vilmundardóttir, vígist til þjónustu við Fríkirkjuna í Hafnarfirði Mag. theol. Sigurður Már Hannesson, vígist til þjónustu við Kristilegu skólahreyfinguna. Vegna sóttvarnarreglna þarf að skrá við kirkjudyr nöfn og kt. allra þeirra sem eru fæddir 2006 og síðar.Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 4/3 2021

Örpílagrímaganga klukkan 18.00 í dag, miðvikudag. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 3/3 2021

Fimmtudaginn 4. mars kl. 18.30. Hálftíma orgeltónleikar í Dómkirkjunni. Kári Þormar leikur verk eftir Bach, Böhm og Gigout. Aðgangur er ókeypis. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 3/3 2021

Yfir altari Dómkirkjunnar blasir við altarismynd G. T. Wegeners, hirðmálara frá 1847, Upprisa Drottins. Þetta er áhrifamikið listaverk og eru eftirmyndir hennar víða í kirkjum landsins. Undir myndinni er letrað: Svo sem Drottinn hefur uppvakið Krist svo mun hann oss uppvekia.

78281460_10157777114310396_1284563437640220672_o (1)

Laufey Böðvarsdóttir, 28/2 2021

Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmislig. Þá líf og sál er lúð og þjáð, lykill er hún að Drottins náð. (Hallgrímur Pétursson Ps.4.22)

Laufey Böðvarsdóttir, 26/2 2021

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Sunnudagur

- 11.00 Messa

-

Dagskrá ...