Dómkirkjan

 

Kvöldkirkjan í kvöld 18. mars klukkan 20.00-22.00. Finnur þú fyrir óróleika, áhyggjum eða kvíða? Viltu dýpka trúarupplifun þína eða upplifa eitthvað nýtt í helgu rými? Þá gæti KVÖLDKIRKJAN verið eitthvað fyrir þig. Föstudagskvöldið 18. mars verður KVÖLDKIRKJAN í Dómkirkjunni kl. 20-22. Undursamlega heilandi tónheimur, dýnur og koddar og grjónapúðar sem hægt er að leggjast á og slaka á. Kl. 20 og 21 verða hugleiðingar og svo er hægt að hvíla í rýminu og hugleiða, biðja eða slaka bara á og njóta þess að vera. Kvöldkirkjan er samstarfsverkefni Dómkirkjunnar og Hallgrimskirkju. Á sunnudaginn er messa klukkan 11.00 og æðruleysismessa klukkan 20.00 Vertu velkomin/n í Dómkirkjun

Laufey Böðvarsdóttir, 18/3 2022

Síðdegistónleikar í Dómkirkjunni 17. mars klukkan 18.00

Flytjendur:
Katrin Heymann, flautuleikari
Össur Ingi Jónsson, óbóleikari
Kári Þormar, organisti Dómkirkjunnar
Victoria Tarevskaia, sellóleikari
Efnisskrá:
Willy Burkhard – Canzona fyrir flautu, óbó og orgel (1945)
Alessandro Marcello – Adagio úr óbókonsert (~1715)
Atli Heimir Sveinsson – Intermezzo úr Dimmalimm, fyrir flautu og orgel (1970)
J. S. Bach – Tríósónata í g-moll BWV1029 (~1735)
Aðgangur ókeypis

Laufey Böðvarsdóttir, 17/3 2022

Finnur þú fyrir óróleika, áhyggjum eða kvíða? Viltu dýpka trúarupplifun þína eða upplifa eitthvað nýtt í helgu rými? Þá gæti KVÖLDKIRKJAN verið eitthvað fyrir þig. Föstudagskvöldið 18. mars verður KVÖLDKIRKJAN í Dómkirkjunni kl. 20-22. Undursamlega heilandi tónheimur, dýnur og koddar og grjónapúðar sem hægt er að leggjast á og slaka á. Kl. 20 og 21 verða hugleiðingar og svo er hægt að hvíla í rýminu og hugleiða, biðja eða slaka bara á og njóta þess að vera. Kvöldkirkjan er samstarfsverkefni Dómkirkjunnar og Hallgrimskirkju. Vertu velkomin/n í Dómkirkjuna

Laufey Böðvarsdóttir, 16/3 2022

Opna húsið fimmtudaginn 17. mars. Helga Þórarinsdóttir kemur ekki að þessu sinni, eins og búið var að auglýsa. En verið velkomin, ljóðlestur gott kaffi og skemmtileg samvera. Klukkan 17.00 er tíðasöngur. Á sunnudaginn er messa klukkan 11.00 og æðruleysismessa kluikkan 20.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/3 2022

Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu, þriðjudag klukkan 12.00. Súpa og kaffi í safnaðarheimilinu. Örpílagrímaganga verður frá Dómkirkjunni á morgun, miðvikudagkl.18.00. Gangan hefst með með stuttu helgihaldi í kirkjunni síðan verður lagt af stað í gönguferð um nágrenni miðborgarinnar þar sem stef pílagrímsins verða í brennidepli. Sr. Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur mun leiða gönguna. Verið velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 15/3 2022

Áhrifamikil og falleg messa í Dómkirkjunni í morgun. Samstöðumessa fyrir friði. Formaður félags Úkraínumanna á Íslandi , Lyubomyra Petruk ávarpaði kirkjugesti. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson flutti ávarp og séra Sveinn Valgeirsson þjónaði ásamt séra Önnu Sigríði Pálsdóttur. Thor Aspelund las ritningarlestur og Ástbjörn Egilsson las bæn. Douglas Brotchie lék á orgelið og Dómkórinn söng. Í messunni var flutt úkraínsk tónlist en sálmur 52 í sálmabókinni er eftir úkraínst tónskáld, Dimitri Bortnianskij; bænasvarið kyrie er frá úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunni, Kórinn flutti úkraínska þjóðlagið Hljóðnar nú haustblær í útsetningu Magnúsar Ragnarssonar; ljóðið er eftir Sigríði I Þorgeirsdóttur; og eftirspilið var úkraínski þjóðsöngurinn.

275841856_10159961241090396_411440988863468292_n-2

275675493_10159961241115396_4077638176903719059_n

275664790_10159961241175396_7068189828426713111_n

Laufey Böðvarsdóttir, 13/3 2022

Samstöðumessa með Úkraníu sunnudaginn 13. mars klukkan 11.00. Formaður félags Úkraínumanna á Íslandi , Lyubomyra Petruk ávarpar kirkjugesti. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson flytur ávarp og séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Erla Rut Káradóttir leikur á orgelið og Dómkórinn syngur. Í messunni verður flutt úkraínsk tónlist en sálmur 52 í sálmabókinni er eftir úkraínst tónskáld, Dimitri Bortnianskij; bænasvarið kyrie er frá úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunni, Kórinn flytur úkraínska þjóðlagið Hljóðnar nú haustblær í útsetningu Magnúsar Ragnarssonar; ljóðið er eftir Sigríði I Þorgeirsdóttur; og eftirspilið verður úkraínski þjóðsöngurinn. Allir hjartanlega velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/3 2022

Gunnlaugur A. Jónsson verður gestur okkar í Opna húsinu , Lækjargötu 14a fimmtudaginn 10. mars klukkan 13.00. Hann mun flytja erindi um Jórsali. Gott með kaffinu og gefandi samfélag. Hlökkum til að hlusta og hlökkum til að sjá ykkur. Allir velkominir.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/3 2022

Örpílagrímaganga verður frá Dómkirkjunni á morgun, miðvikudagkl.18.00. Gangan hefst með með stuttu helgihaldi í kirkjunni síðan verður lagt af stað í gönguferð um nágrenni miðborgarinnar þar sem stef pílagrímsins verða í brennidepli. Sr. Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur mun leiða gönguna. Verið velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 8/3 2022

Velkomin í Opna húsið í dag Lækjargötu 14a. klukkan 13.00. Síðastliðinn fimmtudag las Sigurður Ingolfsson ljóð eftir föður sinn Ingólf Jónsson frá Prestbakka. Þökkum Sigurði kærlega fyrir. Glúmur organisti kemur ekki í dag eins og búið var að auglýsa, en hann kemur seinna. Auglýsum það betur síðar. Dómkirkjufólk tekur vel á móti ykkur í dag, eitthvað gott fyrir andann og gómsætt með kaffinu. Tíðasöngur klukkan 17.00 í dag með séra Sveini. 10. mars Gunnlaugur A. Jónsson Jórsalir í sögu og samtíð. Einnig kemur Gunnlaugur með skemmtilegar tréstyttur til sýnis. 17. mars Helga Þórarinsdóttir, víóluleikari. 24. mars Árni Árnason kennari. Fuglalíf við Tjörnina. 31. mars Karl Sigurbjörnsson biskup 7. apríl Eiríkur Jónsson yfirlæknir Gluggað í gamalli tíð; Sjúkrahús Reykjavíkur. 14. apríl skírdagur 21. apríl sumardagurinn fyrsti. Fjölskylduguðsþjónusta á sunnudag 6. mars klukkan 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson, séra Elínborg Sturludóttir. Fermingarbörn og forráðamenn sérstaklega boðin velkomin. Messukaffi á kirkjuloftinu. Verið öll hjartanlega velkomin.

275280665_10159944208005396_2676123521283355825_n

Laufey Böðvarsdóttir, 3/3 2022

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS