Mozart við kertaljós í Dómkirkjunni í Reykjavík.
Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin og verða tónleikarnir í Dómkirkjunni miðvikudagskvöldið 22.des kl. 21.00.
Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart í tuttugu og níu ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason, klarinettuleikari, Emilia Rós Sigfúsdóttir flautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir og Guðrún Þórarinsdóttir víóluleikarar og Sigurður Haldórsson sellóleikari.
Efnisskráin er glæsileg en fluttur verður strengjakvartett kv. 160 og flautukvartett kv 285 eftir Mozarts auk kvintetts fyrir klarinettu og strengi eftir Franz Krommer samtímamann Mozartz.
Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða,” Í dag er glatt í döprum hjörtum” eftir Mozart.
Tónleikarnir verða auk þess í Hafnarfjarðarkirkju sunnudagskvöldið 19. des, í Kópavogskirju mánudagskvöldið 20.des og í Garðakirkju þriðjudagskvöldið 21. des
Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast þeir allir klukkan 21.00.
Aðgangseyrir er kr. 3500 og kr. 2500 fyrir nemendur og eldri borgara. Miðasala við innganginn og á Tix.i
Miðar á Tix.is hér:
https://tix.is/is/event/12464/mozart-vi-kertaljos/
Miðað við núgildandi sóttvarnarreglur þarf að sýna neikvætt hraðpróf við inngang.
Laufey Böðvarsdóttir, 12/12 2021
Forspil og eftirspil leika Kjartan Rúnarsson á saxófón og Pétur Nói Stefánsson á píanó.
Laufey Böðvarsdóttir, 9/12 2021
Finnur þú fyrir óróleika, áhyggjum eða kvíða? Viltu dýpka trúarupplifun þína eða upplifa eitthvað nýtt í helgu rými? Þá gæti KVÖLDKIRKJAN verið eitthvað fyrir þig.
Föstudagskvöldið 10. desember verður KVÖLDKIRKJAN í Dómkirkjunni kl. 20-22.
Undursamlega heilandi tónheimur, dýnur og koddar og grjónapúðar sem hægt er að leggjast á og slaka á. Kl. 20 og 21 verða hugleiðingar og svo er hægt að hvíla í rýminu og hugleiða, biðja eða slaka bara á og njóta þess að vera.
Vertu velkomin/n í Dómkirkjuna!
Laufey Böðvarsdóttir, 9/12 2021
5. desember. Guðþjónusta kl.11.00 séra Elínborg Sturludóttir
12. desember. Guðþjónusta kl.11.00 séra Sveinn Valgeirsson
19. desember. Guðþjónusta kl.11.00 séra Elínborg Sturludóttir
Aftansöngur á aðfangadegi jóla klukkan 18.00 Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og séra Elínborg Sturludóttir þjónar.
Jóladagur hátíðarmessa klukkan 11.00 Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar.
26. desember kl. 11.00 séra Elínborg Sturludóttir
31. desember klukkan 18.00 séra Elínborg Sturludóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar.
1. janúar Hátíðarmessa klukkan 11.00 Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og séra Elínborg Sturludóttir þjónar.
2. janúar guðþjónusta klukkan 11.00 séra Elínborg Sturludóttir.
Laufey Böðvarsdóttir, 2/12 2021
Það var stór dagur í dag fyrir Bessastaðasókn en í dag vígðist þriðji djákninn á nítján árum til sóknarinnar. Áður hafa þær Gréta Konráðsdóttir og Margrét Gunnarsdóttir þjónað við sóknina en Margrét mun skila keflinu áfram til Vilborgar Ólafar Sigurðardóttur djákna um næstu áramót en mun þó áfram vera viðloðandi sóknina. Hér eru nokkrar myndir sem hún Guðrún mín tók af þessari fallegu stund sem vígslan svo sannarlega er. Hjartanlega velkomin til starfa Vilborg Ólöf til sóknarinnar og til Kjalarnessprófastsdæmis. En þess má geta að í dag var móðir hennar Vilborgar hún Brynhildur Ósk Sigurðardóttir djákni vígsluvottur dóttur sinnar en hún var einmitt í hópi fyrstu djáknanna sem útskrifuðust frá Háskóla Íslands en hún vígðist þann 12.febrúar árið 1995.Þessa fínu mynd tók Gunnar Vigfússon, ljósmyndari.
a href=”http://domkirkjan.is/skraarsofn/domkirkjan/2021/11/GV_3075+.jpeg”>![_GV_3075+](http://domkirkjan.is/skraarsofn/domkirkjan/2021/11/GV_3075+-500x426.jpeg)
Laufey Böðvarsdóttir, 29/11 2021