Dómkirkjan

 

Hálftíma orgeltónleikar í Dómkirkjunni 18. mars kl. 18.30. Kári Þormar leikur verk eftir Bach, Böhm og Gigout Aðgangur er ókeypis

Laufey Böðvarsdóttir, 18/3 2021

Æðruleysismessa á sunnudaginn 21.mars kl. 20:00-21:00. Yndisleg stund, þar sem við munum taka okkur frá amstri dagsins, setjast niður í ró og njóta kyrrðarinnar og tónlistarinnar. Við munum biðja saman og hugleiða saman og hlusta á góðan félaga deila með okkur reynslu, styrk og von ❤ Takið kvöldið frá og látið fólk vita af stundinni svo það fái tækifæri til að mæta.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/3 2021

Messa 21. mars klukkan 11.00. Prestur séra Elínborg Sturludóttir. Innsetning séra Jóns Ásgeirs Sigurvinssonar í embætti héraðsprests í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur setur Jón Ásgeir inn í embættið. Dómkórin syngur og Kári Þormar dómorganisti leikur á orgelið. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/3 2021

Kæru vinir. Á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Gott að gefa sér hlé frá amstri dagsins og hvíla í núinu í helgidómnum. Á miðvikudaginn er örpílagrímaganga kl. 18.00 með séra Elínborgu Sturludóttur. Tíðasöngur með séra Sveini Valgeirssyni klukkan 17.30 á fimmtudaginn.Tíðasöngur á sér fornar rætur í trúariðkun kristni. Það er reglubundin bænagjörð sem byggir á Davíðssálmum og öðrum biblíulegum lofsöngvum og lestrum úr ritningunni, sambæn sem grundvallast í Guðs orði. Í tíðasöng heyrum við eins og nið aldanna, endurróm af bænum og söngvum kynslóðanna í samfylgd þeirra með Guðs orði. Á fimmtudaginn kl. 18.30-19.00 eru orgeltónleikar dómorganistans Kára Þormars. Aðgangur ókeypis. Verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna!

Laufey Böðvarsdóttir, 15/3 2021

Bæn dagsins: Drottinn Guð, gleðjast skulu þau öll í þér, sem tilheyra þér. Gef þú okkur saðningu með brauði lífsins, svo að við lifum í krafti sonar þíns og mætum hvert öðru í kærleika. Þess biðjum við í nafni Jesú Krists. Amen.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/3 2021

Fastir liðir í Dómkirkjunni, verið velkomin!

Sunnudagar
Guðþjónustur alla sunnudaga klukkan.11.00.
Æðruleysismessur þriðja sunnudag í mánuði klukkan 20.00.

Þriðjudagar
Bæna-og kyrrðardagar alla þriðjudaga klukkan 12.00.

Miðvikudagar
Örpílagrímaganga klukkan 18.00

Fimmtudagar

Tíðasöngur kl. 17.30

Tónleikar klukkan 18.30-19.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/3 2021

Á sunnudaginn er guðþjónusta klukkan 11.00. Gunnar Thomas Guðnason, guðfræðinemi prédikar, séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn og Kári Þormar, dómorganisti. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 12/3 2021

Kammerkór Dómkirkjunnar með tónleika 11. mars klukkan 18.30-19.00. Stjórnandi Kári Þormar. Ókeypis aðgangur.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/3 2021

Tíðasöngur klukkan 17.30 í dag, fimmtudag með séra Sveini Valgeirssyni.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/3 2021

Hátíðardagur í Dómkirkjunni. Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir vígði Margréti Lilju Vilmundardóttir og Sigurð Má Hannesson. Megi Drottinn blessa þau séra Margréti Lilju og séra Sigurð Má í lífi og starfi.

Prestsvígsla
7. mars 2021

Vígsla í Dómkirkjunni 7. mars 2021

Laufey Böðvarsdóttir, 8/3 2021

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Mánudagur

Annan mánudag í mánuði kl. 18.00, samvera hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar yfir vetrartímann

Dagskrá ...