Dómkirkjan

 

Ferming þýðir staðfesting. Staðfesting þess að fermingarbarnið vill þiggja þá samfylgd með Guði sem beðið var fyrir í skírninni. Eftir fræðslu um kjarna kristinnar trúar fer fermingarbarnið með trúarjátninguna, vinnur fermingarheit og þiggur fyrirbæn og blessun.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/8 2020

Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu þriðjudaginn 25. ágúst. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 24/8 2020

Guðþjónusta sunnudaginn 23. ágúst klukkan 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson og séra Elínborg Sturludóttir þjóna fyrir altari. Kári Þormar dómorganisti og félagar úr Dómkórnum. Dúó Anndante sem samanstendur af Maríu Qing Sigríðardóttur sellóleikara og Ólínu Ákadóttur píanóleikara. Fermingarbörn og forráðamenn sérstaklega boðin velkomin. Við minnum alla á að spritta hendur og gæta að tveggja metra reglunni. Verið velkomin í Dómkirkjuna!

Laufey Böðvarsdóttir, 20/8 2020

Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag, þriðjudag.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/8 2020

Guðþjónusta kl.11.00 sunnudaginn 16. ágúst. Prestur séra Sveinn Valgeirsson.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/8 2020

Bæna- og kyrrðarstund kl. 12.00 á morgun, þriðjudag í Dómkirkjunni. Pössum vel uppá tveggja metra regluna og því verður ekki hádegisverður í safnaðarheimilinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/8 2020

Við minnum á að skráning í fermingarfræðslu veturinn 2020-2021 stendur yfir. Að öllu óbreyttu hefst fræðslan með sameiginlegu námskeiði með Neskirkju 17-20. ágúst. Skráning hjá dómkirkjuprestunum elinborg@domkirkjan.is eða sveinn@domkirkjan.is Hlökkum til að eiga skemmtilegar stundir í vetur með fermingarbörnunum.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/8 2020

Guðþjónusta klukkan 11.00 sunnudaginn 9. ágúst. Prestur séra Sveinn Valgeirsson, Douglas organisti og félagar úr Dómkórnum. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 6/8 2020

Bæna- og kyrrðarstund í hádeginu á morgun þriðjudag. Tveggja metra reglan og því verður ekki hressing í safnaðarheimilinu á eftir stundinni. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 4/8 2020

Sunnudaginn 3. ágúst messa klukkan 11.00. Prestur séra Sveinn Valgeirsson.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/7 2020

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Mánudagur

Annan mánudag í mánuði kl. 18.00, samvera hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar yfir vetrartímann

Dagskrá ...