Áhrifamikil og falleg messa í Dómkirkjunni í morgun. Samstöðumessa fyrir friði. Formaður félags Úkraínumanna á Íslandi , Lyubomyra Petruk ávarpaði kirkjugesti. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson flutti ávarp og séra Sveinn Valgeirsson þjónaði ásamt séra Önnu Sigríði Pálsdóttur. Thor Aspelund las ritningarlestur og Ástbjörn Egilsson las bæn. Douglas Brotchie lék á orgelið og Dómkórinn söng. Í messunni var flutt úkraínsk tónlist en sálmur 52 í sálmabókinni er eftir úkraínst tónskáld, Dimitri Bortnianskij; bænasvarið kyrie er frá úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunni, Kórinn flutti úkraínska þjóðlagið Hljóðnar nú haustblær í útsetningu Magnúsar Ragnarssonar; ljóðið er eftir Sigríði I Þorgeirsdóttur; og eftirspilið var úkraínski þjóðsöngurinn.
Laufey Böðvarsdóttir, 13/3 2022




