Dómkirkjan

 

Norsk messa í Dómkirkjunni klukkan 14.00 í dag á þjóðhátíðardegi norðmanna. Prestur séra Þorvaldur Víðisson. Til hamingju norðmenn!

Til hamingju, norsku vinir og vinir Noregs! Á hugann leitar yndislegur vorsálmur norska skáldsins (og tendasonar Íslands) Knut Ödegård í þýðingu vinar hans, Sigurbjörns Einarssonar:
Sjá vorsins bjarta veldi
úr viðjum leysa jörð.
Það lauf sem frostið felldi
í freðinn vetrarsvörð,
rís upp á yngdum kvisti
við yl frá vorsins sól.
Já, allt rís upp með Kristi
sem áður féll og kól.
Sjá ljóssins tökin ljúfu
sem leysa dauðans ís.
Hvert blóm, hvert blað á þúfu,
er bros frá Paradís
því hann sem dauðann deyddi
í deiglu kærleikans
það ljós til sigurs leiddi
sem leysir sköpun hans.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/5 2022 kl. 11.06

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS