Dómkirkjan

 

Sunnudaginn 3. október er messa klukkan 11.00. Séra Vigfús Ingvar Ingvarsson prédikar, séra Hjálmar Jónsson, séra Vigfús Þór Árnason og séra Gunnþór Ingason þjóna. Þessir prestar vígðust saman í Dómkirkjunni 3. október 1976. Einnig þjónar með þeim séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur í Dómkirkjunni. Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og Dómkórinn syngur. Klukkan 13.00 er prestsvígsla , biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir mun vígja Matthildi Bjarnadóttur.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/9 2021

Bæna-og kyrrðarstundin í hádeginu á morgun, þriðjudag verður í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/9 2021

Kæru vinir! Haustferð Dómkirkjunnar verður farin fimmtudaginn 30. september. Lagt verður af stað 9.30 og heimkoma seinnipartinn. Við byrjum í Skálholtsdómkirkju þar sem Jón Bjarnason organisti tekur á móti okkur og spilar fyrir okkur óskalögin. Óskalögin við orgelið er viðburður fyrir alla sem hafa gaman af því að hlusta á tónlist og sérstaklega að fá að velja næsta lag! Jón Bjarnason organisti Skálholtsdómkirkju er eins og lifandi glymskratti því hann getur spilað nánast hvað sem er á orgelið. Eftir óskalögin verður hádegisverður snæddur í Skálholti. Síðan liggur leiðin í Auðkúlu, þar sem Birna Berndsen og Páll Benediktsson taka á móti okkur með ilmandi kaffi og gómsætri köku. Auðkúla er fallegt kúluhús sem skiptist í stóran suðrænan innigarð og hins vegar í íbúðarhús undir grasþaki. Skráning á domkirkjan@domkirkjan.is eða í síma 5209700. Opna húsið verður svo á fimmtudögum kl. 13.00 í október og nóvember.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2021

26. september er messa klukkan 11.00 Prestur séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2021

Sunnudaginn 12. september klukkan 11.00 er messa þar sem séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og Dómkórinn syngur.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/9 2021

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Í tilefni dagsins verður samverustund í Dómkirkjunni föstudaginn 10.sept kl. 18.00. Dagskráin er eftirfarandi: • Fundarstjóri – Salbjörg Bjarnadóttir • Tónlistarflutningur – KK • Hugvekja – Björn Hjálmarsson læknir / syrgjandi faðir • Innlegg aðstandanda – Edda Björgvinsdóttir • Í lok stundarinnar verður kveikt á kertum til minningar um látna ástvini Í aðdraganda dagsins verður hugtakið stuðningur í kjölfar sjálfsvígs „postvention“ sérstaklega kynnt almenningi en hugtakið er nú samþykkt af Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni sem mikilvægur liður í sjálfsvígsforvörnum. Í dag er því viðurkennt að bæði forvarnir sjálfsvíga þ.e sem miða að því að koma í veg fyrir sjálfsvíg og stuðningur við aðstandendur og fyrirbyggja þeirra heilsutjón eru samtvinnaðir mikilvægir þættir í sjálfsvígsforvörnum. Að dagskránni í Dómkirkjunni stendur vinnuhópur fulltrúa frá: Embætti landlæknis, Geðhjálp, Geðsviði Landspítala, Heilsugæslunni, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta, Rauða krossi Íslands, Sorgarmiðstöð og Þjóðkirkjunn

Laufey Böðvarsdóttir, 9/9 2021

Kæru vinir! Haustferð Dómkirkjunnar verður farin fimmtudaginn 30. september. Lagt verður af stað 9.30 og heimkoma seinnipartinn. Við byrjum í Skálholtsdómkirkju þar sem Jón Bjarnason organisti tekur á móti okkur og spilar fyrir okkur óskalögin. Óskalögin við orgelið er viðburður fyrir alla sem hafa gaman af því að hlusta á tónlist og sérstaklega að fá að velja næsta lag! Jón Bjarnason organisti Skálholtsdómkirkju er eins og lifandi glymskratti því hann getur spilað nánast hvað sem er á orgelið. Eftir óskalögin verður hádegisverður snæddur í Skálholti. Síðan liggur leiðin í Auðkúlu, þar sem Birna Berndsen og Páll Benediktsson taka á móti okkur með ilmandi kaffi og gómsætri köku. Auðkúla er fallegt kúluhús sem skiptist í stóran suðrænan innigarð og hins vegar í íbúðarhús undir grasþaki. Skráning á domkirkjan@domkirkjan.is eða í síma 5209700.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/9 2021

Sunnudaginn 5. september klukkan 11.00 er fermingarmessa. Tvær stúlkur verða fermdar. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari.Kári Þormar organisti og Dómkórinn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 3/9 2021

Guðþjónusta sunnudaginn 29. ágúst. Prestur séra Sveinn, Douglas organisti og Dómkórinn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 28/8 2021

Guðþjónusta sunnudaginn 22. ágúst 11.00. Prestur séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar og Dómkórinn. Fermingarbörn og foreldrar/forráðamenn eru sérstaklega boðin velkomin.

Fermingarbörn og foreldrar/ forráðamenn eru sérstaklega boðin velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 18/8 2021

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Sunnudagur

- 11.00 Messa

-

Dagskrá ...