Dómkirkjan

 

Messa 21. mars klukkan 11.00. Prestur séra Elínborg Sturludóttir. Innsetning séra Jóns Ásgeirs Sigurvinssonar í embætti héraðsprests í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur setur Jón Ásgeir inn í embættið. Dómkórin syngur og Kári Þormar dómorganisti leikur á orgelið. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/3 2021

Kæru vinir. Á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Gott að gefa sér hlé frá amstri dagsins og hvíla í núinu í helgidómnum. Á miðvikudaginn er örpílagrímaganga kl. 18.00 með séra Elínborgu Sturludóttur. Tíðasöngur með séra Sveini Valgeirssyni klukkan 17.30 á fimmtudaginn.Tíðasöngur á sér fornar rætur í trúariðkun kristni. Það er reglubundin bænagjörð sem byggir á Davíðssálmum og öðrum biblíulegum lofsöngvum og lestrum úr ritningunni, sambæn sem grundvallast í Guðs orði. Í tíðasöng heyrum við eins og nið aldanna, endurróm af bænum og söngvum kynslóðanna í samfylgd þeirra með Guðs orði. Á fimmtudaginn kl. 18.30-19.00 eru orgeltónleikar dómorganistans Kára Þormars. Aðgangur ókeypis. Verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna!

Laufey Böðvarsdóttir, 15/3 2021

Bæn dagsins: Drottinn Guð, gleðjast skulu þau öll í þér, sem tilheyra þér. Gef þú okkur saðningu með brauði lífsins, svo að við lifum í krafti sonar þíns og mætum hvert öðru í kærleika. Þess biðjum við í nafni Jesú Krists. Amen.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/3 2021

Fastir liðir í Dómkirkjunni, verið velkomin!

Sunnudagar
Guðþjónustur alla sunnudaga klukkan.11.00.
Æðruleysismessur þriðja sunnudag í mánuði klukkan 20.00.

Þriðjudagar
Bæna-og kyrrðardagar alla þriðjudaga klukkan 12.00.

Miðvikudagar
Örpílagrímaganga klukkan 18.00

Fimmtudagar

Tíðasöngur kl. 17.30

Tónleikar klukkan 18.30-19.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/3 2021

Á sunnudaginn er guðþjónusta klukkan 11.00. Gunnar Thomas Guðnason, guðfræðinemi prédikar, séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn og Kári Þormar, dómorganisti. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 12/3 2021

Kammerkór Dómkirkjunnar með tónleika 11. mars klukkan 18.30-19.00. Stjórnandi Kári Þormar. Ókeypis aðgangur.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/3 2021

Tíðasöngur klukkan 17.30 í dag, fimmtudag með séra Sveini Valgeirssyni.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/3 2021

Hátíðardagur í Dómkirkjunni. Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir vígði Margréti Lilju Vilmundardóttir og Sigurð Má Hannesson. Megi Drottinn blessa þau séra Margréti Lilju og séra Sigurð Má í lífi og starfi.

Prestsvígsla
7. mars 2021

Vígsla í Dómkirkjunni 7. mars 2021

Laufey Böðvarsdóttir, 8/3 2021

Kæru vinir, góð vika framundan. Á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Gott að gefa sér hlé frá amstri dagsins og hvíla í núinu í helgidómnum. Á miðvikudaginn er örpílagrímaganga kl. 18.00 með séra Elínborgu Sturludóttur. Tíðasöngur með séra Sveini Valgeirssyni klukkan 17.00 á fimmtudaginn og kl. 18.30 eru tónleikar. Það eru tónleikar með Kammerkór Dómkirkjunnar undir stjórn Kára Þormar. Frítt inn. Verið velkomin í Dómkirkjuna!

IMG_3520

Laufey Böðvarsdóttir, 8/3 2021

Á sunnudaginn klukkan 11.00 er prestsvígsla í Dómkirkjunni. Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir vígir og séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Þau sem eru að vígjast eru: Mag. theol. Margrét Lilja Vilmundardóttir, vígist til þjónustu við Fríkirkjuna í Hafnarfirði Mag. theol. Sigurður Már Hannesson, vígist til þjónustu við Kristilegu skólahreyfinguna. Vegna sóttvarnarreglna þarf að skrá við kirkjudyr nöfn og kt. allra þeirra sem eru fæddir 2006 og síðar.Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 4/3 2021

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Mánudagur

Annan mánudag í mánuði kl. 18.00, samvera hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar yfir vetrartímann

Dagskrá ...