Danska messan á aðfangadag verður ekki vegna samkomutakmarkana.
Laufey Böðvarsdóttir, 22/12 2021
Laufey Böðvarsdóttir, 20/12 2021
Laufey Böðvarsdóttir, 13/12 2021
Mozart við kertaljós í Dómkirkjunni í Reykjavík.
Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin og verða tónleikarnir í Dómkirkjunni miðvikudagskvöldið 22.des kl. 21.00.
Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart í tuttugu og níu ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason, klarinettuleikari, Emilia Rós Sigfúsdóttir flautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir og Guðrún Þórarinsdóttir víóluleikarar og Sigurður Haldórsson sellóleikari.
Efnisskráin er glæsileg en fluttur verður strengjakvartett kv. 160 og flautukvartett kv 285 eftir Mozarts auk kvintetts fyrir klarinettu og strengi eftir Franz Krommer samtímamann Mozartz.
Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða,” Í dag er glatt í döprum hjörtum” eftir Mozart.
Tónleikarnir verða auk þess í Hafnarfjarðarkirkju sunnudagskvöldið 19. des, í Kópavogskirju mánudagskvöldið 20.des og í Garðakirkju þriðjudagskvöldið 21. des
Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast þeir allir klukkan 21.00.
Aðgangseyrir er kr. 3500 og kr. 2500 fyrir nemendur og eldri borgara. Miðasala við innganginn og á Tix.i
Miðar á Tix.is hér:
https://tix.is/is/event/12464/mozart-vi-kertaljos/
Miðað við núgildandi sóttvarnarreglur þarf að sýna neikvætt hraðpróf við inngang.
Laufey Böðvarsdóttir, 12/12 2021
Laufey Böðvarsdóttir, 9/12 2021
Forspil og eftirspil leika Kjartan Rúnarsson á saxófón og Pétur Nói Stefánsson á píanó.
Laufey Böðvarsdóttir, 9/12 2021
Finnur þú fyrir óróleika, áhyggjum eða kvíða? Viltu dýpka trúarupplifun þína eða upplifa eitthvað nýtt í helgu rými? Þá gæti KVÖLDKIRKJAN verið eitthvað fyrir þig.
Föstudagskvöldið 10. desember verður KVÖLDKIRKJAN í Dómkirkjunni kl. 20-22.
Undursamlega heilandi tónheimur, dýnur og koddar og grjónapúðar sem hægt er að leggjast á og slaka á. Kl. 20 og 21 verða hugleiðingar og svo er hægt að hvíla í rýminu og hugleiða, biðja eða slaka bara á og njóta þess að vera.
Vertu velkomin/n í Dómkirkjuna!
Laufey Böðvarsdóttir, 9/12 2021
Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14
Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.
Skráning í fermingarfræðslu
Tíðasöngur kl. 9. 15 og kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur
Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi