Dómkirkjan

 

Sunnnudaginn 10. október er messa klukkan 11.00. Prestur séra Elínborg Sturludóttir, Dómkórinn og Douglas organisti.. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 6/10 2021

Fimmtudaginn 7. október klukkan 18.00.Íslandsvinurinn og organistinn James D. Hicks hefur fimmtudagstónleikaröð Dómkirkjunnar í Reykjavík þetta haustið með stuttum og snörpum tónleikum með nýjum og nýlegum norrænum verkum fyrir orgel. Meðal annars mun hann frumflytja prelúdíu og fúgu eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, byggða á íslensku þjóðlagi. Einnig flytur hann verk eftir Sigurð Sævarsson, Kjell Mørk Karlsen, Fredrik Sixten og Christian Præstholm. James D. Hicks pantar reglulega og gefur út verk norrænna tónskálda og mjög mörg áhugaverð verk hafa orðið til fyrir hans tilstilli.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/10 2021

Sunnudaginn 3. október kl. 13.00 vígir biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir mag. theol. Matthildi Bjarnadóttur til prests. Matthildur mun þjóna sem æskulýðsprestur Garðasóknar og prestur Arnarins minningar og styrktarsjóðs. Vígsluvottar eru: sr. Bjarni Karlsson, sr. Bolli Pétur Bollason, sr. Henning Emil Magnússon, sr. Hildur Eir Bolladóttir og sr. Sunna Dóra Möller Vígslu lýsir sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Sóknarprestur Dómkirkjunnar sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari.Dómkórinn syngur og organisti er Douglas Brotchie.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/9 2021

Sunnudaginn 3. október er messa klukkan 11.00. Séra Vigfús Ingvar Ingvarsson prédikar, séra Hjálmar Jónsson, séra Vigfús Þór Árnason og séra Gunnþór Ingason þjóna. Þessir prestar vígðust saman í Dómkirkjunni 3. október 1976. Einnig þjónar með þeim séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur í Dómkirkjunni. Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og Dómkórinn syngur. Klukkan 13.00 er prestsvígsla , biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir mun vígja Matthildi Bjarnadóttur.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/9 2021

Bæna-og kyrrðarstundin í hádeginu á morgun, þriðjudag verður í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/9 2021

Kæru vinir! Haustferð Dómkirkjunnar verður farin fimmtudaginn 30. september. Lagt verður af stað 9.30 og heimkoma seinnipartinn. Við byrjum í Skálholtsdómkirkju þar sem Jón Bjarnason organisti tekur á móti okkur og spilar fyrir okkur óskalögin. Óskalögin við orgelið er viðburður fyrir alla sem hafa gaman af því að hlusta á tónlist og sérstaklega að fá að velja næsta lag! Jón Bjarnason organisti Skálholtsdómkirkju er eins og lifandi glymskratti því hann getur spilað nánast hvað sem er á orgelið. Eftir óskalögin verður hádegisverður snæddur í Skálholti. Síðan liggur leiðin í Auðkúlu, þar sem Birna Berndsen og Páll Benediktsson taka á móti okkur með ilmandi kaffi og gómsætri köku. Auðkúla er fallegt kúluhús sem skiptist í stóran suðrænan innigarð og hins vegar í íbúðarhús undir grasþaki. Skráning á domkirkjan@domkirkjan.is eða í síma 5209700. Opna húsið verður svo á fimmtudögum kl. 13.00 í október og nóvember.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2021

26. september er messa klukkan 11.00 Prestur séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2021

Sunnudaginn 12. september klukkan 11.00 er messa þar sem séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og Dómkórinn syngur.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/9 2021

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Í tilefni dagsins verður samverustund í Dómkirkjunni föstudaginn 10.sept kl. 18.00. Dagskráin er eftirfarandi: • Fundarstjóri – Salbjörg Bjarnadóttir • Tónlistarflutningur – KK • Hugvekja – Björn Hjálmarsson læknir / syrgjandi faðir • Innlegg aðstandanda – Edda Björgvinsdóttir • Í lok stundarinnar verður kveikt á kertum til minningar um látna ástvini Í aðdraganda dagsins verður hugtakið stuðningur í kjölfar sjálfsvígs „postvention“ sérstaklega kynnt almenningi en hugtakið er nú samþykkt af Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni sem mikilvægur liður í sjálfsvígsforvörnum. Í dag er því viðurkennt að bæði forvarnir sjálfsvíga þ.e sem miða að því að koma í veg fyrir sjálfsvíg og stuðningur við aðstandendur og fyrirbyggja þeirra heilsutjón eru samtvinnaðir mikilvægir þættir í sjálfsvígsforvörnum. Að dagskránni í Dómkirkjunni stendur vinnuhópur fulltrúa frá: Embætti landlæknis, Geðhjálp, Geðsviði Landspítala, Heilsugæslunni, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta, Rauða krossi Íslands, Sorgarmiðstöð og Þjóðkirkjunn

Laufey Böðvarsdóttir, 9/9 2021

Kæru vinir! Haustferð Dómkirkjunnar verður farin fimmtudaginn 30. september. Lagt verður af stað 9.30 og heimkoma seinnipartinn. Við byrjum í Skálholtsdómkirkju þar sem Jón Bjarnason organisti tekur á móti okkur og spilar fyrir okkur óskalögin. Óskalögin við orgelið er viðburður fyrir alla sem hafa gaman af því að hlusta á tónlist og sérstaklega að fá að velja næsta lag! Jón Bjarnason organisti Skálholtsdómkirkju er eins og lifandi glymskratti því hann getur spilað nánast hvað sem er á orgelið. Eftir óskalögin verður hádegisverður snæddur í Skálholti. Síðan liggur leiðin í Auðkúlu, þar sem Birna Berndsen og Páll Benediktsson taka á móti okkur með ilmandi kaffi og gómsætri köku. Auðkúla er fallegt kúluhús sem skiptist í stóran suðrænan innigarð og hins vegar í íbúðarhús undir grasþaki. Skráning á domkirkjan@domkirkjan.is eða í síma 5209700.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/9 2021

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS