Prestur séra Sveinn Valgeirsson, Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn. Verið velkomin!
Kollekta:
Eilífi Guð, þú sem aldrei bregst í ráðum forsjónar þinnar, vér biðjum þig: Tak frá okkur allt, sem okkur má að meini verða og gef okkur það, sem farsælir okkur til lífs og sálar. Fyrir son þinn Drottin Jesú Krist sem með þér lifir og ríkir í einingu heilags anda, einn sannur Guð um aldir alda.
Laufey Böðvarsdóttir, 27/7 2022
Séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari og prédikar. Pétur Nói leikur á orgelið og Dómkórinn syngur. Verið velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 20/7 2022
Kæru vinir, það er alltaf gott að koma í bæna-og kyrrðarstund í hádeginu á þriðjudögum í Dómkirkjunni. Hvíla í helgidómnum og endurnæra sig. Á sunnudaginn er messa klukkan 11.00, prestur séra Elínborg Sturludóttir, Pétur Nói leikur á orgelið og Dómkórinn syngur Verið velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 12/7 2022
Þá er messa klukkan 11.00 prestur séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn. Verið velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 8/7 2022
Sunnudaginn 10. júlí klukkan 11.00 prestur séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar og Dómkórinn. Verið velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 4/7 2022
Á morgun föstudag verða tónleikar í Dómkirkjunni frá 12.00-14.00 Tónlistarhópurinn Klassík og gítaristinn Bjarni Már Ingólfsson.
Í Klassík hópnum eru þrír ungir fiðluleikar, Helga Diljá Jörundsdóttir, Margrét Lára Jónsdóttir og Tómas Vigur Magnússon. Einnig mun Bjarni Már Ingólfsson Þau stunda öll framhaldsnám í fiðluleik undir handleiðslu Auðar Hafsteinsdóttur. Þrátt fyrir ungan aldur hafa meðlimir hópsins mikla reynslu af tónlistarflutningi klassískrar tónlistar. Þau hafa sótt fjölda námskeiða í fiðluleik, bæði hérlendis og erlendis og hafa tekið þátt í keppnum í fiðluleik og unnið til verðlauna.
MEISTARAVERK JAZZINS Í EINLEIKSBÚININGI
Meistaraverk jazzins í einleiksbúningi er verkefni sem gítaristinn Bjarni Már Ingólfsson stendur fyrir. Í þessu verkefni mun Bjarni halda fjölda tónleika á ýmsum vettvöngum í Reykjavík með eigin útsetningum af jazz tónsmíðum frá ýmsum
tímabilum jazzsögunnar, allt frá söngleikjasmellum fjórða og fimmta áratugarins til azz tónsmíða dagsins í dag. Bjarni lauk Bachelorsnámi sínu í jazzgítarleik vorið
2022 frá Konunglega Tónlistarháskólanum í Stokkhólmi og mun hefja Mastersnám í azzgítarleik þar í haust.
Útsetningar og spunar Bjarna Más útfrá tónverkum jazzsögunnar verða stúdía í ólíkum nálgunum á hljóðfærinu við einleiksaðstæður og verða útsetningarnar
margslungnar og spennandi útvíkkun á þessum meistaraverkum jazzsögunnar.
Hægt verður að fylgjast með ferli verkefnisins og tónleika auglýsingum á Instagram
og Facebook síðum.
Verið velkomin á fría tónleika í Dómkirkjunni á góðum föstudegi!
Laufey Böðvarsdóttir, 30/6 2022
Agnes M. Sigurðardóttir vígir Bryndísi Böðvarsdóttur sem ráðin hefur verið prestur í Austfjarðarprestakalli í Austurlandsprófastsdæmi og Hjördísi Perlu Rafnsdóttur sem hefur verið ráðin til þjónustu á Landspítalanum.
Vígsluvottar eru sr. Sigurður Arnarson , sr. Gunnar Rúnar Matthíasson, sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og sr. Sigurður Rúnar Ragnarssson. Sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari og sr. Sigríður Rún lýsir vígslu. Kári Þormar organisti og Dómkórinn. Verið velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 21/6 2022