Hlökkum til að sjá ykkur í messunni á morgun, sunnudag klukkan 11.00. Prestur séra Sveinn Valgeirsson, Kári Þormar og Dómkórinn. Dómkórinn er með tónleika á miðvikudaginn í Hallgrímskirkju. Miðasala á tix.is
Laufey Böðvarsdóttir, 28/5 2022
Laufey Böðvarsdóttir, 28/5 2022
Eftir þriggja vora þögn fagnar Dómkórinn í Reykjavík nýju sumri þar sem flutt verða íslensk kórverk úr ólíkum áttum undir stjórn Kára Þormar. Tónleikarnir fara fram í Hallgrímskirkju, 1. júní næstkomandi og hefjast kl. 20:30.
Verkin eiga það sammerkt að vera samin á undanförnum áratugum, það elsta frá 1971 en yngstu verkin voru skrifuð fyrir Dómkórinn í byrjun árs 2020 í aðdraganda heimsfaraldursins sem setti öll tónleikaáform til hliðar. Nú er loks komið að því að kórinn fái að láta þessi nýju verk hljóma opinberlega í bland við aðeins eldri kórsmelli.
Nýju verkin eru þrjú talsins, eftir þau Arngerði Maríu Árnadóttur, Hafstein Þórólfsson og Hreiðar Inga Þorsteinsson. Að auki heyrast verk eftir Smára Ólafsson, Pétur Þór Benediktsson, Hildigunni Rúnarsdóttur, Stefán Arason, Sigurð Sævarsson, Atla Heimi Sveinsson, Martein H. Friðriksson, Önnu Þorvaldsdóttur, Báru Grímsdóttur, Sigurð Flosason og Jón Ásgeirsson.
Þótt tónsmíðarnar séu allar í nýrri kantinum sækja tónskáldin innblástur frá ólíkum tímum en ljóðin eiga uppruna sinn allt frá fornum helgitextum og til eldri sálmaskálda á borð við Hallgrím Pétursson til yngri höfunda eins og Vilborgar Dagbjartsdóttur og Aðalsteins Ásberg Sigurðssonar.
Yrkisefnin eru þó sígild: Andinn og efnið, trúin, efinn, ástin, dauðinn, lotning, lof og fögnuður yfir undri lífsins.
Tónleikarnir eru um klukkustund að lengd og eru án hlés.
Laufey Böðvarsdóttir, 26/5 2022
Laufey Böðvarsdóttir, 23/5 2022
22. maí 5. sunnudagur páskatímans (Rogate) – Hinn almenni bænadagur.Þá er messa klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir Kári Þormar og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin!
Vers vikunnar: Slm 66.20
Lofaður sé Guð er hvorki vísaði bæn minni á bug né tók frá mér miskunn sína.
Laufey Böðvarsdóttir, 20/5 2022
Til hamingju, norsku vinir og vinir Noregs! Á hugann leitar yndislegur vorsálmur norska skáldsins (og tendasonar Íslands) Knut Ödegård í þýðingu vinar hans, Sigurbjörns Einarssonar:
Sjá vorsins bjarta veldi
úr viðjum leysa jörð.
Það lauf sem frostið felldi
í freðinn vetrarsvörð,
rís upp á yngdum kvisti
við yl frá vorsins sól.
Já, allt rís upp með Kristi
sem áður féll og kól.
Sjá ljóssins tökin ljúfu
sem leysa dauðans ís.
Hvert blóm, hvert blað á þúfu,
er bros frá Paradís
því hann sem dauðann deyddi
í deiglu kærleikans
það ljós til sigurs leiddi
sem leysir sköpun hans.
Laufey Böðvarsdóttir, 17/5 2022
Laufey Böðvarsdóttir, 16/5 2022
Laufey Böðvarsdóttir, 15/5 2022
Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14
Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.
Skráning í fermingarfræðslu
Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina
Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi