Dómkirkjan

 

Messa klukkan 11.00 á sunnudaginn á kirkjudegi Dómkirkjunnar. Prestar séra Sveinn og séra Elínborg. Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn. Súpa og kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 5/11 2021

Ánægjulegt að Bach tónleikar Ólafs Elíassonar hefjist aftur í nóvember. Tilhlökkun! 2. nóvember næstkomandi munu hefjast aftur Bach tónleikar Ólafs Elíassonar í Dómkirkjunni. Ólafur hefur undanfarin ár leikið tónlist eftir J.S. Bach á flygilinn í kirkjunni á þriðjudagskvöldum klukkan 20:30 Þessir tónlekar munu nú hefjast aftur og verða öll þriðjudagskvöld í vetur. Ólafur var nemandi Rögnvaldar Sigurjónssonar en stundaði framhaldsnám fyrst í París hjá hinum heimsþekkta píanóleikara Vlado Perlemuter og síðar í Englandi, meðal annars við konunglega tónlistarháskólann í London (Royal Academy of Music) þar sem hann lauk einleikaraprófi 1994. Ólafur hefur haldið tónleika víða, bæði hérlendis og erlendis, einkum á Bretlandi. Hann hefur leikið inn á nokkra geisladiska, meðal annars píanókonserta bæði eftir Bach og Mozart ásamt sinfóníuhljómsveitinni London Chamber Group og hafa þeir fengið frábæra dóma. Ólafur hefur einnig leikið sem meðleikari með Sigurði Bragasyni baritón og hafa þeir haldið fjölda tónleika víða, og í sumum þekktustu tónleikahúsum heims svo sem Carnegie Hall í New York, Wigmore Hall í London og Kennedy Center í Washington. Washington Post hrósaði meðal annars leik Ólafs og sagði ,,…að leikur hans væri bæði nákvæmur og líflegur!

246702009_10159693642205396_2088358543700182701_n

Laufey Böðvarsdóttir, 31/10 2021

Kæru vinir, á þriðjudaginn er bæna- og kyrrðarstund klukkan 12.00. Á miðvikudaginn er örpílagrímaganga frá Dómkirkjunni kl. 18.00. Opna húsið í safnaðarheimilinu á fimmtudaginn kl. 13.00-15.00. Séra Sveinn Valgeirsson verður með áhugavert erindi. Kaffi og kökur. Klukkan 17.00 á fimmtudaginn er tíðasöngur með séra Sveini. Messa á sunnudaginn klukkan 11.00 séra Elínborg Sturludóttir og séra Sveinn Valgeirsson. Kári Þormar organisti og Dómkórinn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 31/10 2021

Messa á sunnudaginn klukkan 11.00 séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar organisti og Dómkórinn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 30/10 2021

Kæru vinir. Á miðvikudaginn er örpílagrímaganga frá Dómkirkjunni kl. 18.00. Opna húsið í safnaðarheimilinu á fimmtudaginn kl. 13.00-15.00. Séra Elínborg Sturludóttir verður með áhugavert erindi. Kaffi og kökur. Klukkan 17.00 á fimmtudaginn er tíðasöngur með séra Sveini. Messa á sunnudaginn klukkan 11.00 séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar organisti og Dómkórinn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 27/10 2021

Börkur Karlsson, leiðsögumaður verður gestur okkar í Opna húsinu á fimmtudaginn. Opna húsið er frá klukkan 13-15 í safnaðarheimilinu,Lækjargötu 14a.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/10 2021

Tíðasöngur alla fimmtudaga klukkan 17.00 í Dómkirkjunni með séra Sveini Valgeirssyni.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/10 2021

Örpílagrímagöngur alla miðvikudaga klukkan 18.00 frá Dómkirkjunni með séra Elínborgu Sturludóttur,

Laufey Böðvarsdóttir, 20/10 2021

Messa klukkan 11.00. sunnudaginn 24. október. Séra Sveinn Valgeirsson, Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið. Dómkórinn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 20/10 2021

Pílagrímaganga frá Dómkirkjunni alla miðvikudaga klukkan 18.00. Á fimmtudögum er Opna húsið klukkan 13.00-15.00 og tíðasöngur klukkan 17.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/10 2021

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

- 13.00- 14.30 Opna húsið í safnaðarheimilinu, samvera, fræðsla og gott með kaffinu. Yfir vetrarmánuðina.
Tíðasöngur kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...