Kæru vinir, bæna-og kyrrðarstundin í hádeginu á morgun, þriðjudag er í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar Ólafs Ólafur Elíasson eru klukkan 20.00-20.30 öll þriðjudagskvöld í Dómkirkjunni. Sveinn Valgeirsson er með tíðasöng þriðju-miðviku-og fimmtudagsmorgna klukkan 9. 15 einnig klukkan 17.00 á fimmtudögum. Örpílagrímaganga með sr. Elínborgu Sturludóttur klukkan 18.00 á miðvikudaginn, hefst með stuttri hugleiðingu í Dómkirkjunni. Haustferðin okkar er á fimmtudaginn. Farið verður Í Borgarnes og munum við snæða hádegismat hjá Möggu Rósu í Englendingarvík. Nauðsynlegt að skrá sig á domkirkjan@domkirkjan.is eða í síma 5209700 eða 8989703. Skráning til hádegis á þriðjudag. Verið velkomin í safnaðarstarfið!
Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2022
Prestsvígsla, biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir vígði þrjár konur. Megi Guðs blessun fylgja ykkur í lífi og starfi, séra Hafdís Davíðsdóttir, séra Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back og séra Helga Bragadóttir.
Laufey Böðvarsdóttir, 18/9 2022
Á sunnudaginn er messa klukkan 11. 00. Prestur séra Sveinn Valgeirsson, Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn.
Næstkomandi sunnudag 18. september fer fram prestsvígsla í Dómkirkjunni kl. 13.00. Biskup Íslands Agnes M Sigurðardóttir vígir.
Vígsluþegar eru Hafdís Davíðsdóttir sem vígist til Laufásprestakalls í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back sem vígist til Borgarprestakalls í Vesturlandsprófastsdæmi og Helga Bragadóttir sem vígist til Glerárprestakalls í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.
Vígsluvottar eru sr. Bragi J. Ingibergsson, Sr. Hildur Björk Hörpudóttir, sr. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason og sr. Jón Ármann Gíslason sem lýsir vígslu. Sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari.
Laufey Böðvarsdóttir, 16/9 2022
Fyrsta örpílagrímagangan með séra Elínborgu Sturludóttur á þessu hausti er í dag, 14.9 klukkan 18.00. Byrjar með stuttri hugvekju í Dómkirkjunni.
Laufey Böðvarsdóttir, 14/9 2022
Opna húsið í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a.
Fimmtudaga klukkan 13.00 – 14.30.
Fræðsla, skemmtun og gott með kaffinu.
15. september Hjördís Geirsdóttir söngkona og gleðigjafi.
22. september Ferð í Borgarnes, borðað í Englendingarvík.
29. September Ólafur Egilsson fv. sendiherra flytur okkur spjall sem hann nefnir Upprifjanir úr utanríkisþjónustu.
6. október Guðfinna Ragnarsdóttir kennari. Fjallferð með Grímsnesingum
13. október Karl Sigurbjörnsson, biskup
20. október
27. október Guðrún Hafsteinsdóttir, alþingismaður.
3. nóvember Hólmfríður Jóhannesdóttir söngkona ásamt gítarleikara.
10. nóvember Glúmur Gylfason organisti.
17. nóvember Hjördís Geirsdóttir söngkona mætir með gítarinn og heldur gleðinni á lofti.
24. nóvember Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur. Í aðdraganda jóla samvera með heitu súkkulaði og góðum sögum.
Verið velkomin og takið með ykkur gesti.
Laufey Böðvarsdóttir, 14/9 2022
Næstkomandi sunnudag 18. september fer fram prestsvígsla í Dómkirkjunni kl. 13.
Vígsluþegar eru Hafdís Davíðsdóttir sem vígist til Laufásprestakalls í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back sem vígist til Borgarprestakalls í Vesturlandsprófastsdæmi og Helga Bragadóttir sem vígist til Glerárprestakalls í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.
Vígsluvottar eru sr. Bragi J. Ingibergsson, Sr. Hildur Björk Hörpudóttir, sr. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason og sr. Jón Ármann Gíslason sem lýsir vígslu. Sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari.
Laufey Böðvarsdóttir, 14/9 2022
Kæru vinir, bæna-og kyrrðarstundinu í hádeginu í dag, þriðjudag verður í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Þriðjudagstónleikar Ólafs Elíassonar falla niður í kvöld vegna veikinda. Tíðasöngur er þriðju-miðviku-og fimmtudagsmorgna klukkan 9. 15 með séra Sveini og klukkan 17.00 á fimmtudögum. Örpílagrímagöngur klukkan 18.00 alla miðvikudaga með séra Elínborgu Sturludóttur. Hefjast með stuttri hugvekju í Dómkirkjunni. Á fimmtudaginn hefst Opna húsið að nýju í safnaðarheimilinu. Byrjum klukkan 13.00 gott með kaffinu og fyrsti gestur haustsins er Hjördís Geirsdóttir söngkona. Á sunnudaginn er messa klukkan11.00 prestur séra Sveinn Valgeirsson og æðruleysismessa klukkan 20.00. Verið hjartanlega velkomin í safnaðarstarf Dómkirkjunnar!
Laufey Böðvarsdóttir, 13/9 2022
Dýrmæt stund í Dómkirkjunni í gærkvöld sem haldin var í tilefni af forvarnardegi sjálfsvíga. Markmið dagsins er að vekja umræðu um sjálfsvígsforvarnir, stuðning við ástvini og minnast þeirra sem hafa svipt sig lífi. Fallegt hjá slökkviliðsmönnum að standa heiðursvörn við kirkjuna, þegar ástvinir þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi komu til stundarinnar. Kveikt var á 39 kertum á kirkjutröppunum, en að meðaltali eru það 39 manns sem deyja í sjálfsvígi á Íslandi á ári. Virkjum von!
Laufey Böðvarsdóttir, 13/9 2022
Laufey Böðvarsdóttir, 12/9 2022
Á mánudagskvöldið 12. september er stund í Dómkirkjunni kl. 20:00 þar sem alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er í september. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem hafa dáið í sjálfsvígi. Systur sjá um tónlistarflutning. Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni flytur hugvekju, Einar Þór Jónsson verður með innlegg sem aðstandandi eftir sjálfsvíg og Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir verður fundarstjóri. Í lok stundarinnar verður kveikt á kertum til minningar um látna ástvini.
Laufey Böðvarsdóttir, 12/9 2022