Dómkirkjan

 

Guðrún Gísladóttir fyrrverandi forstjóri Grundar er gestur okkar í Opna húsinu fimmtudaginn 17. febrúar. Verið velkomin klukkan 13.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/2 2022

Séra Sveinn Valgeirsson prédikar við guðþjónustu á sunnudaginn klukkan 11.00. Dómkórinn og Pétur Nói Stefánsson spilar á orgelið. Æðruleysismessa klukkan 20.00. Séra Sveinn Valgeirsson, séra Diana Osk Oskarsdottir og séra Fritz Már Berndsen þjóna. Kristján Hrannar Pálsson leikur á flygilinn. Veruð velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 15/2 2022

Kvöldkirkjan í Dómkirkjunni, föstudaginn 18. febrúar klukkan 20.00-22.00. Kvöldkirkjan er óhefðbundin stund að formi og innihaldi. Andrúmsloftið er óformlegt og afslappað. Kirkjan er lýst með kertaljósum og stuttar íhuganir og tónlist er í bland við alltumliggjandi þögn rýmisins. Við bjóðum þér að hugleiða, biðja, kveikja á kertum, skrifa niður hugsanir þínar eða bænir. Eða bara njóta og hvíla í andartakinu. Kvöldkirkjan er samstarfsverkefni Dómkirkjunnar og Hallgrímskirkju. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 15/2 2022

Guðþjónusta á sunnudaginn klukkan 11.00 séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar og Dómkórinn. Fermingarbörn og forráðamenn þeirra sérstaklega boðin velkomin. Hressing fyrir alla í safnaðarheimilinu eftir messu. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 12/2 2022

Á miðvikudag er örpílagrímaganga klukkan 18.00 og tíðasöngur á fimmtudag klukkan 17.00. Á fimmtudaginn er opið hús klukkan 13.00. Gestur okkar Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra. Á sunnudaginn er messa klukkan 11.00 séra Elínborg Sturludóttir prédikar. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 8/2 2022

Örpílagrímaganga í dag 02.02 2022 klukkan 18.00 á þessum fallega vetrardegi. Á morgun, fimmtudag er opið hús í safnaðarheimilinu klukkan 13.00-14.30. Góð samvera og gott með kaffinu. Á sunnudaginn er messa klukkan 11.00 prestur séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar og Dómkórinn. Verið velkomin!

273126907_10159891468260396_3765914458247088560_n

Laufey Böðvarsdóttir, 2/2 2022

Tilhlökkun hjá okkur í Dómkirkjunni, núna þegar starfið er að hefjast aftur eftir nokkurt hlé. Á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund klukkan 12.00-12.30. Súpa og kaffi í safnaðarheimilinu. Á miðvikudaginn er örpílagrímaganga með séra Elínborgu, hefst með stuttri helgistund í Dómkirkjunni klukkan 18.00. Á fimmtudaginn er opið hús í safnaðarheimilinu klukkan 13.00-15.00. Gott samfélag og gott með kaffinu. Á sunnudaginn er guðþjónusta klukkan 11.00 og verður henni útvarpað á rás eitt. Verið velkomin í Dómkirkjuna!

AAZ_9984 (1)

Laufey Böðvarsdóttir, 31/1 2022

Kæru vinir, safnaðarstarfið hefst að nýju á þriðjudaginn. Bæna-og kyrrðarstund klukkan 12.00. Súpa og kaffi í safnaðarheimilinu eftir stundina.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/1 2022

Árni Árnason dómkirkjuvinur og fyrrverandi sóknarnefndarmaður tók þessar fallegu myndir. Með óskum frá okkur um gleðiríkt ár með þakklæti fyrir góðar stundur í safnaðarstarfinu.

271575336_10159846106280396_1064432350713443648_n

271541260_10159846106265396_8811099280286165363_n-2

Laufey Böðvarsdóttir, 11/1 2022

Nú er lag þegar messufall er vegna veirunnar-að sinna viðhaldi kirkju og orgels. Hér eru þau Björgvin Tómasson orgelsmiður og Margrét Erlingsdóttir rafvirki glaðbeitt við Dómkirkjuorgelið.

271029771_10159841542085396_8650043917402952716_n

Laufey Böðvarsdóttir, 11/1 2022

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

- 13.00- 14.30 Opna húsið í safnaðarheimilinu, samvera, fræðsla og gott með kaffinu. Yfir vetrarmánuðina.
Tíðasöngur kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...