Dómkirkjan

 

Vikan framundan!

7. febrúar
Tíðasöngur kl. 9.15, kyrrðarstund kl. 12.00, hádegisverður í safnaðarheimilinu.
Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00-20.30.
8. febrúar Tíðasöngur með séra Sveini kl. 9. 15 og örganga með séra Elínborgu klukkan 18.00 Hest með stuttri hugleiðingu í kirkjunni.
9. febrúar
Tíðasöngur kl. 9.15. og kl. 17.00 með sr. Sveini.
Opna húsið kl. 13.00-14.30 í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a. Gestur okkar Þórey Dögg Jónsdóttir fræmkvæmdastjóri eldriborgararáðs, hún kynnir fyrir okkur orlofsbúðirnar á Löngumýri.
Veislukaffi, fræðandi erindi og gott samfélag.
Kvöldkirkjan kl. 20.00-22.00
Kvöldkirkjan er óhefðbundin stund að formi og innihaldi. Andrúmsloftið er óformlegt og afslappað. Kirkjan er lýst með kertaljósum og stuttar íhuganir og tónlist er í bland við allt um liggjandi þögn rýmisins. Við bjóðum þér að hugleiða, biðja, kveikja á kertum, skrifa niður hugsanir þínar eða bænir. Eða bara njóta og hvíla í andartakinu. Kvöldkirkjan er samstarfsverkefni Dómkirkjunnar og Hallgrímskirkju.
Sunnudaginn 12. febrúar er prestsvígsla klukkan 11.00.
Frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands mun vígja.
Verið velkomin í safnaðarstarf Dómkirkjunnar og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/2 2023 kl. 16.00

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS