Dómkirkjan

 

22. maí 5. sunnudagur páskatímans (Rogate) – Hinn almenni bænadagur.Þá er messa klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir Kári Þormar og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin!
Vers vikunnar: Slm 66.20
Lofaður sé Guð er hvorki vísaði bæn minni á bug né tók frá mér miskunn sína.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/5 2022

Norsk messa í Dómkirkjunni klukkan 14.00 í dag á þjóðhátíðardegi norðmanna. Prestur séra Þorvaldur Víðisson. Til hamingju norðmenn!

Til hamingju, norsku vinir og vinir Noregs! Á hugann leitar yndislegur vorsálmur norska skáldsins (og tendasonar Íslands) Knut Ödegård í þýðingu vinar hans, Sigurbjörns Einarssonar:
Sjá vorsins bjarta veldi
úr viðjum leysa jörð.
Það lauf sem frostið felldi
í freðinn vetrarsvörð,
rís upp á yngdum kvisti
við yl frá vorsins sól.
Já, allt rís upp með Kristi
sem áður féll og kól.
Sjá ljóssins tökin ljúfu
sem leysa dauðans ís.
Hvert blóm, hvert blað á þúfu,
er bros frá Paradís
því hann sem dauðann deyddi
í deiglu kærleikans
það ljós til sigurs leiddi
sem leysir sköpun hans.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/5 2022

Pétur Nói var með glæsilega útskriftartónleika í liðinni viku. 16. maí er hann aftur með tónleika í Dómkirkjunni klukkan 18.00. Þið sem misstuð af þessum frábæru tónleikum hjá Pétri Nóa, nú er tækifærið að koma og njóta. Frítt inn!

Laufey Böðvarsdóttir, 16/5 2022

Dómkirkjufólk þakkar dásamlegar móttökur hjá Guðna Th. Jóhannessyni forseta á Bessastöðum í vikunni.

280916120_10160069360485396_397483444774118214_n

Laufey Böðvarsdóttir, 15/5 2022

Velkomin í Dómkirkjuna á sunnudaginn. Messa klukkan 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson, Pétur Nói Stefánsson og Dómkórinn. Æðruleysismessa klukkan 20.00. Séra Sveinn Valgeirsson og séra Fritz Már Jörgensson Kristján Hrannar Pálsson leikur á flygilinn og séra Sveinn leikur á kontrabassann. Sjáumst á sunnudaginn!

Laufey Böðvarsdóttir, 13/5 2022

Æðruleysismessa sunnudaginn 15. maí klukkan 20.00. Prestar séra Sveinn Valgeirsson, séra Fritz Már Berndssen og Kristján Hrannar Pálsson leikur á flygilinn. Allir velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/5 2022

Messa klukkan 11 sunnudaginn 15. maí klukkan 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson, Kári Þormar og Dómkórinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/5 2022

Örpílagrímaganga 11. maí klukkan 18.00 frá Dómkirkjunni.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/5 2022

Fimmtudaginn 12. maí er vorferðin. Farið verður til Bessastaða og á heimleiðinni snæðum við á góðum veitingastað í Garðabæ. Skráning og nánari upplýsingar í síma 8989703 fyrir klukkan 16.00 í dag. Á sunnudaginn er messa klukkan 11.00 Prestur séra Sveinn Valgeirsson, Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn. Minnum líka á að Pétur Nói Stefánsson, orgelnemandi við MÍT, heldur framhaldsprófstónleika sína fimmtudaginn 12. maí kl. 18:00 í Dómkirkunni. Allir eru hjartanlega velkomnir!

Laufey Böðvarsdóttir, 11/5 2022

Dásamlegir tónleikar í Dómkirkjunni. Matthildur Traustadóttir fiðluleikari með sína fyrstu einleikaratónleika. Meðleikari Matthildar var Jane Ade Sutarjo. Kennari Matthildar undanfarin ár Guðný Guðmundsdóttir fagnaði með Matthildi og gaman hvað það komu margir að njóta.

279127228_10160057388230396_2673983151729892607_n

279567324_10160057388210396_8879188717688662758_n

Laufey Böðvarsdóttir, 7/5 2022

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...