Dómkirkjan

 

Bach tónleikar falla niður vegna veikinda þann 13. september.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/9 2022

Í kvöld, verið hjartanlega velkomin!

Á mánudagskvöldið 12. september er stund í Dómkirkjunni kl. 20:00 þar sem alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er í september. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem hafa dáið í sjálfsvígi. Systur sjá um tónlistarflutning. Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni flytur hugvekju, Einar Þór Jónsson verður með innlegg sem aðstandandi eftir sjálfsvíg og Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir verður fundarstjóri. Í lok stundarinnar verður kveikt á kertum til minningar um látna ástvini.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/9 2022

Messa á morgun sunnudag klukkan 11.00 séra Elínborg Sturludóttir þjónar, Kári Þormar organisti og Dómkórinn.

Á mánudagskvöldið 12. september er stund í Dómkirkjunni kl. 20:00 þar sem alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er í september. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem hafa dáið í sjálfsvígi. Systur sjá um tónlistarflutning. Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni flytur hugvekju, Einar Þór Jónsson verður með innlegg sem aðstandandi eftir sjálfsvíg og Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir verður fundarstjóri. Í lok stundarinnar verður kveikt á kertum til minningar um látna ástvini.  Bæna-og kyrrðarstundin í hádeginu á þriðjudaginn verður að þessu sinni í safnaðarheimilinu klukkan 12.00. Á þriðjudagskvöldið klukkan 20.30 eru Bach tónleikar Ólafs Elíassonar.                          Á miðvikudaginn hefjast örpílagrímagöngur aftur með séra Elínborgu klukkan 18.00 frá Dómkirkjunni. Þri-mið og fimmtudagsmorgna klukkan 9.15 er tíðasöngur sem séra Sveini sem og  klukkan 17.00 á fimmtudögum.  Opna húsið byrjar fimmtudaginn 15. september klukkan 13.00 í safnaðarheimilinu, fyrsti gestur vetrarins er Hjördís Geirsdóttir söngkona. Gott með kaffinu og skemmtilegt samfélag. Verið hjartanlega velkomin í gott safnaðarstarf Dómkirkjunnar.

 

 

69494973_10157519845345396_2100910122153803776_n (1)

Laufey Böðvarsdóttir, 10/9 2022

Sunnudaginn 11. september messa klukkan 11.00 Séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar og Dómkórinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/9 2022

Bach tónleikar öll þriðjudagskvöld klukkan 20.30.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/9 2022

Örpílagrímurgöngur með séra Elínborgu hefjast aftur miðvikudaginn 14. september klukkan 18.00

Laufey Böðvarsdóttir, 6/9 2022

Þökkum þessum ungu tónlistarkonum fyrir frábæran tónlistarflutning í messunni sl. sunnudag. Þær eru allar nemendur í Menntaskólanum í tónlist.

MíT

Laufey Böðvarsdóttir, 6/9 2022

Fyrirhugaðar fræðslusamverur fyrir fermingarbörn Dómkirkjunnar í vetur.

 

þri. 27. sept. kl. 19 í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar Lækjargötu 14a :  MATUR OG MESSA (Fyrir: fermingarbörn og foreldra)

þri. 25. okt. kl. 17-18:30 í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar : FRÆÐSLA UM ÞRÓUNAR-OG HJÁLPARSTARF. (Fyrir: fermingarbörn)

mið. 2. nóv. kl. 17- 21 Mæting í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar:  FERMINGARBARNASÖFNUN (Gengið í hús) og pizzupartý á eftir. (Fyrir: fermingarbörn)

þri. 17. jan. kl. 17 – 18:30 í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar : MARTIN LÚTHER OG SIÐBÓTIN

(Fyrir: fermingarbörn)

fim. 16. feb. (18 eða 20 – tími staðfestur síðar)  Heimboð í Hallgrímskirkju. Sameiginleg samvera foreldra og fermingarbarna í Nes-, Dóm- og Hallgrímskirkju.

þri. 25. mars. kl. 20 í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Kaffihúsakvöld (fermingarbörn og foreldrar).

 

 

Fyrirhugaðar fermingarbarnamessur í Dómkirkjunni í vetur.

Messur þar sem prédikunin og sálmavalið er sniðið að eyrum æskulýðsins.

Eftir messurnar er boðið upp á hressingu og samfélag í safnaðarheimili Dómkirkjunnar í Lækjargötu 14a.

 

25. sept. kl. 11.

16. sept. kl. 11

13. nóv. kl. 11

4. des. kl. 11 : „ömmu og afa messa“ 

8. jan. kl. 11

5. feb. kl. 11  Pílagrímamessa

5. mars kl. 11  Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/9 2022

Loksins, loksins Bach tónleikar Ólafs Elíassonar aftur í Dómkirkjunni öll þriðjudagskvöld!

6. september Bach tónleikar Ólafs Elíassonar í Dómkirkjunni klukkan 20.30-21.00.
Ólafur hefur undanfarin ár leikið tónlist eftir J.S. Bach á flygilinn á þriðjudagskvöldum, ef frá er talinn Covid tíminn.
Þessir tónleikar munu nú hefjast aftur og verða öll þriðjudagskvöld í vetur. Hlökkum til að sjá ykkur!
Ólafur var nemandi Rögnvaldar Sigurjónssonar en stundaði framhaldsnám fyrst í París hjá hinum heimsþekkta píanóleikara Vlado Perlemuter og síðar í Englandi, meðal annars við konunglega tónlistarháskólann í London (Royal Academy of Music) þar sem hann lauk einleikaraprófi 1994.
Ólafur hefur haldið tónleika víða, bæði hérlendis og erlendis, einkum á Bretlandi. Hann hefur leikið inn á nokkra geisladiska, meðal annars píanókonserta bæði eftir Bach og Mozart ásamt sinfóníuhljómsveitinni London Chamber Group og hafa þeir fengið frábæra dóma.
Ólafur hefur einnig leikið sem meðleikari með Sigurði Bragasyni baritón og hafa þeir haldið fjölda tónleika víða, og í sumum þekktustu tónleikahúsum heims svo sem Carnegie Hall í New York, Wigmore Hall í London og Kennedy Center í Washington. Washington Post hrósaði meðal annars leik Ólafs og sagði ,,…að leikur hans væri bæði nákvæmur og líflegur!

Laufey Böðvarsdóttir, 31/8 2022

Messa sunnudaginn 4. september klukkan 11.00

Á sunnudaginn er messa klukkan 11.00. Prestur séra Sveinn Valgeirsson, Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn syngur.
Fanney Comte, Júlía Guðmundsdóttir, Lóa Floriansdóttir Zink og Oddný Þórarinsdóttir eru fiðlunemendur í MÍT og þær munu spila í messunni. Tilvalið að koma í kirkju og njóta innihaldsríkra orða og fallegar tónlistar. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 31/8 2022

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...