Vegna forfalla biskups Íslands Agnesar M. Sigurðardóttur, mun séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur Dómkirkjunnar flytja prédikun Agnesar. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganista sem einnig leikur á orgelið. Bryndís Guðjónsdóttir syngur einsöng. Lesarar frá Landhelgisgæslunni, Viggó Sigurðsson les fyrri ritningarlestur og Sigurrós Halldórsdóttir les seinni ritningarlestur Einar Ingi Reynisson leiðir fánaathöfn. Hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 10/6 2022
Laufey Böðvarsdóttir, 9/6 2022
Hátíðarmessa í Dómkirkjunni á sjómannadaginn klukkan 11.00.
Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardottir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur Dómkirkjunnar þjónar. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganista sem einnig leikur á orgelið. Bryndís Guðjónsdóttir syngur einsöng .
Lesarar frá Landhelgisgæslunni, Viggó Sigurðsson les fyrri ritningarlestur og Sigurrós Halldórsdóttir les seinni ritningarlestur. Einar Ingi Reynisson leiðir fánaathöfn. Hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 8/6 2022
Til barna sem fædd eru 2009 og foreldra/forráðamanna þeirra.
Skráning í fermingarfræðslu fer fram hér: https://domkirkjan.skramur.is/input.php?id=7
Í ágúst hefst fermingarfræðsla í Dómkirkjunni, ætluð börnum í 8. bekk sem eru að velta því fyrir sér eða hafa ákveðið að fermast vorið 2023.
Fermingarbarnanámskeið verður í ágúst og er það samstarfsverkefni prestanna og safnaðanna í Dóm-og Neskirkju.
Kynningarfundur er sun. 15. ágúst kl. 20:30 í Dómkirkjunni.
Námskeið fer svo fram 15.-18. ágúst.
Námskeiðið hefst í Neskirkju mán. 15. ágúst kl. 10:00
Mæting á námskeiðið er alla dagana í Neskirkju og fer fram
eftirfarandi daga:
mán.15. ágúst kl. 10-15
þri. 16. ágúst kl. 10-15
mið. 17. ágúst kl. 10-15
fim. 18. ágúst kl. 10-15.
fim. 18. ágúst kl. 19:30 Grillveisla
Dagskráin er afar fjölbreytt en markmiðið er að veita börnunum fræðslu um kristna trú, siðferði og menningu. Þar má nefna:
- Sögur Biblíunnar
- Helgihaldið, saga, tákn og tónlistin.
- Lífsleikni
- Mannréttindi
- Umhverfisvernd
- Þróunar-og hjálparstarf.
Sunnudaginn 21. ágúst kl. 11 verður guðsþjónusta í Dómkirkjunni þar sem fermingarbörn og foreldrar/forráðamenn þeirra eru sérstaklega boðin velkomin.
Auk námskeiðsins verða samverustundir og fræðsla reglulega yfir veturinn.
Það verður auglýst með sérstöku bréfi að skráningu lokinni.
Helgina 9.-11. sept. verður farið í Vatnaskóg í Svínadal, en þar hafa sumarbúðir KFUM verið reknar í næstum heila öld. Þar mun fara fram fræðsla, útivist og skemmtun í bland og við munum án efa njótum dvalar á undurfögrum stað sem er sérsniðinn að þörfum barna og ungmenna.
Fyrirhugaðir fermingardagar vorið 2023 eru:
pálmasunnudagur 2. apríl kl. 11:00
skírdagur 6. apríl kl. 11:00
hvítasunnuudagur 28. maí kl. 11:00
Ef þið viljið skrá börnin ykkar til þátttöku í fermingarstarfinu eða fá ítarlegri upplýsingar um fermingarstarfið biðjum við ykkur um að skrá börnin á fésbókarsíðu Dómkirkjunnar. Hér mun koma linkur þar sem hægt er að skrá sig í fermingarfæðsluna, linkurinn er orðinn virkur á fésbókarsíðu Dómkirkjunnar.
Ef ykkur vantar frekari upplýsingar um fermingarstarfið getið þið sent tölvupóst á : sveinn@domkirkjan.is eða elinborg@domkirkjan.is eða hringt í síma 5209709.
Verð fyrir fræðsluna er kr. 35. 000,- og er þar innfalið: Kennsla, fæði, námsgögn og helgarferð í Vatnaskóg.
Við hlökkum til fermingarstarfsins og vonumst til að sjá ykkur sem flest!
Elínborg Sturludóttir
Sveinn Valgeirsson
Laufey Böðvarsdóttir, 31/5 2022
Eftir þriggja vora þögn fagnar Dómkórinn í Reykjavík nýju sumri þar sem flutt verða íslensk kórverk úr ólíkum áttum undir stjórn Kára Þormar. Tónleikarnir fara fram í Hallgrímskirkju, 1. júní næstkomandi og hefjast kl. 20:30.
Verkin eiga það sammerkt að vera samin á undanförnum áratugum, það elsta frá 1971 en yngstu verkin voru skrifuð fyrir Dómkórinn í byrjun árs 2020 í aðdraganda heimsfaraldursins sem setti öll tónleikaáform til hliðar. Nú er loks komið að því að kórinn fái að láta þessi nýju verk hljóma opinberlega í bland við aðeins eldri kórsmelli.
Nýju verkin eru þrjú talsins, eftir þau Arngerði Maríu Árnadóttur, Hafstein Þórólfsson og Hreiðar Inga Þorsteinsson. Að auki heyrast verk eftir Smára Ólafsson, Pétur Þór Benediktsson, Hildigunni Rúnarsdóttur, Stefán Arason, Sigurð Sævarsson, Atla Heimi Sveinsson, Martein H. Friðriksson, Önnu Þorvaldsdóttur, Báru Grímsdóttur, Sigurð Flosason og Jón Ásgeirsson.
Þótt tónsmíðarnar séu allar í nýrri kantinum sækja tónskáldin innblástur frá ólíkum tímum en ljóðin eiga uppruna sinn allt frá fornum helgitextum og til eldri sálmaskálda á borð við Hallgrím Pétursson til yngri höfunda eins og Vilborgar Dagbjartsdóttur og Aðalsteins Ásberg Sigurðssonar.
Yrkisefnin eru þó sígild: Andinn og efnið, trúin, efinn, ástin, dauðinn, lotning, lof og fögnuður yfir undri lífsins.
Tónleikarnir eru um klukkustund að lengd og eru án hlés.
Laufey Böðvarsdóttir, 26/5 2022