Dómkirkjan

 

https://www.facebook.com/kjalarpr

Laufey Böðvarsdóttir, 13/12 2024

Skemmtilegt á aðventunni! Jóladagatal hjá Kjalarnesprófastsdæmi. Yfirskrift dagatalsins í ár er: „Sjá, himins opnast hlið“ og er sótt í sálm nr. 36 eftir Björn Halldórsson frá Laufási. Fyrir hvern dag desember fram að jólum er opnaður nýr gluggi. Leikmenn og lærðir koma fram með fallegan boðskap og innihald aðventunnar. Biskup Íslands Guðrún Karls Helgudóttir verður á aðfangadag og hennar hugleiðing var tekin upp í Dómkirkjunni. Gaman að fylgjast með þessu!


download (3)

Laufey Böðvarsdóttir, 13/12 2024

Biskup Íslands Guðrún Karls Helgudóttir vígir Þorgeir A. Elíesersson guðfræðing til prests sunnudaginn 15. desember kl. 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og organisti er Lenka Mátéova. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 12/12 2024

HELGIHALD OG TÓNLEIKAR Á AÐVENTU OG JÓLUM.

Þriðjudagur 10. desember

Tíðasöngur 9.15

Bæna-og kyrrðarstund kl. 12.-12.30

Bach tónleikar 20.00-20.30.

Miðvikudagur 11. desember

Tíðasöngur 9.15

Örganga kl. 18.00

Tónleikar Dómkórsins kl. 20.00. Hefðbundin og hlýleg jólalög. Stjórnandi Guðmundur Sigurðsson, dómorganisti.

Fimmtudagur 12. desember

Tíðasöngur 9.15

Föstudagur 13. desember

Tónleikar Sycamore tree.

Sunnudaginn 15. desember

Prestsvígsla kl. 11.00

Biskup Íslands Guðrún Karls Helgudóttir vígir, Séra Sveinn Valgeirsson, Lenka Mátéová og Dómkórinn.

Mánudagur 16. desember

Jólasamsöngur með Hljómeyki kl. 20.00

Þriðjudagur 17. desember

Tíðasöngur 9.15

Bæna-og kyrrðarstund kl. 12.-12.30

Bach tónleikar 20.00-20.30.

Tónleikar Sönghópsins Marteins kl. 21.00

Söngurinn samanstendur af um 40-50 vinum sem sungu í Dómkórnum undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar dómorganista.

 Miðvikudagur 18. desember

Tíðasöngur 9.15

Örganga kl. 18.00

Fimmtudagur 19. desember

Tíðasöngur kl. 9.15 og kl. 17.00

Sunnudagurinn 22. desember

Messa kl. 11.00

Séra Sveinn Valgeirsson, Matthías Guðmundsson guðfræðinemi prédikar. Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn.

Mozart við kertaljós kl. 21.00.

Kammerhópurinn Camerartica heldur sína árlegu kertaljósatónleika.

Aðfangadagur jóla 24. desember

Dönsk guðþjónusta kl. 14.00. Sr. Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar organisti.

Aftansöngur kl. 18.00 séra Elínborg Sturludóttir prédikar, séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn, Guðmundur Sigurðsson dómorganisti, Jóhann Stefánsson og Sveinn Birkisson leika á trompeta.

Miðnæturguðþjónusta kl. 23.30. Þá verða lesnir og sungnir níu lestrar og sálmar í
Á milli lestra syngur söfnuðurinn jólasálma. Dómkirkjuprestarnir og Lenka organisti leiða guðþjónustuna.

 

Jóladagur 25. desember

Hátíðarguðþjónusta klukkan 11.00

Biskup Íslands Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og séra Elínborg Sturludóttir þjónar. Lenka Mátéová organisti.

26. desember
Messa kl. 11.00 séra Sveinn Valgeirsson, Lenka organisti og Dómkórinn.

 

Sunnudagur 29. desember

Messa kl. 11.00

Séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn.
Gamlársdagur 31. desember

Aftansöngur kl. 18.00

Séra  Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar. Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson dómorganisti.
Nýársdagur 1. janúar

Hátíðarguðþjónusta kl.11.00.

Biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson dómorganisti

6. janúar

Tónleikar Dómkórisins kl. 20.00

Kórinn flytur hið undursamlega A Ceremony of Carols op. 28 eftir Benjamin Britten, ásamt Elísabetu Waage hörpuleikara.

Starfsfólk og sóknarnefnd Dómkirkjunnar óska sóknarbörnum og landsmönnum öllum gleðiríkra jóla, með þakklæti fyrir allt á árinu sem er að líða. Guð blessi ykkur!

 

Laufey Böðvarsdóttir, 10/12 2024

Góður dagur í Dómkirkjunni. Þjóðbúningamessa og norsk messa. Hafið þökk fyrir!

8 desem 8. des 8 dese

Laufey Böðvarsdóttir, 10/12 2024

Það var sænsk messa hjá okkur sl. sunnudag, þar prédikaði séra Skúli Sigurður Ólafsson og Louise Calais sendiherra hélt stutt ávarp. Börn lásu bænir, sænskur kór og Kári Þormar organisti. Næsta sunnudag er þjóðbúningamessa kl. 11.00. Séra Elínborg prédikar, Guðmundur organisti og Dómkórinn. Við fáum góða prúðbúna gesti í heimsókn. Við blessum formæður okkar og forfeður og heiðrum minningu þeirra með að lyfta fram íslenska þjóðbúningnum. Fermingarbörn og fjölskyldar þeirra sérstaklega boðin velkomin. Messukaffi í safnaðarheimilinu. Klukkan 14.00 er norsk messa, séra Sigrún Óskaradóttir prédikar, Kári þormar organisti og félagar úr Dómkórnum leiða sönginn. Hlökkum til að sjá ykkur á sunnudaginn.

SENDIHERRA SKÚLI ÓLAFSS

Laufey Böðvarsdóttir, 5/12 2024

Gerður Kristný hélt fallega og hlýja hugvekju á aðventuhátíð Dómkirkjunnar.

 Séra Elínborg Sturludóttir, Lenka organisti, Dómkórinn og kór úr Landakotskirkju undir stjórn Dagnýjar Arnalds. Meðal annars söng barnakórinn lag sem nemendurnir; Ása, Birta og Sigga í Landakotsskóla sömdu. Fallegur texti og lag hjá þessum hæfileikaríkum stúlkum. Síðan bauð kirkjujunefnd kvenna Dómkirkjunnar uppá heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu. Þökkum ykkur öllum sem áttu þátt í að gera stundina svona hátíðlega og ykkur öllum sem komuð og nutuð með okkur. Hér er fallegur sálmur sem Gerður Kristný samdi og er nr. 420 í Sálmabókinni.
VERNDARVÆNGUR
Ljóð: Gerður Kristný. Lag: Bára Grímsdóttir
Angi hvílir undir sæng,
ennið skreytir lokkur.
Breiddu yfir verndarvæng,
vertu, Guð með okkur.
Þegar syrtir sálu í
svo að betur megum
vernda börnin brosmild, hlý,
það besta sem við eigum.
::Nú opna ég óðum gluggann minn,
engli blíðum hleypi inn,
engli blíðum hleypi inn::
Húsð sveipast helgum frið,
héluð borgin sofnar.
Á kerti núna kveikjum við,
kvöldsins birta dofnar.
Senn er komin niðdimm nótt,
næðir rok um hjarnið.
Engill flýgur ofurhljótt
yfir litla barnið.
::Nú opna ég óðum gluggan minn,
engli blíðum hleypi inn,
engli blíðum hleypi inn::

Laufey Böðvarsdóttir, 5/12 2024

Gleðilega aðventu kæru vinir! Ásta og Binni komin í kirkju með aðventukrans. Þessi heiðurshjón hafa gefið Dómkirkjunni aðventukransa í áratugi. Hjartans þakkir elsku hjón fyrir þessa fallegu og höfðinglegu gjöf❤️❤️❤️.

468819437_1009137817923032_531003030163258150_n

Laufey Böðvarsdóttir, 5/12 2024

Sunnudagurinn 8. desember, þjóðbúningamessa kl.11.00 og norsk messa kl. 14.00.

Þjóðbúningamessa sunnudaginn 8. desember kl. 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar, dómorganista sem leikur á orgelið. Fermingarbörn eru hvött til að mæta og bjóða ömmum, öfum og öðrum fjöskyldumeðlimum með. Messukaffi í safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Klukkan 14.00 er norsk guðþjónusta, séra Sigrún Óskarsdóttir prédikar, Kári Þormar organisti og félagar úr Dómkórnum leiða sönginn. Hlökkum til að sjá ykkur á sunnudaginn!

Laufey Böðvarsdóttir, 3/12 2024

Bæna-og kyrrðarstund í dag, þriðjudag í hádeginu- léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu efftir stundina. Bach tónleikar í kvöld kl. 20.00-20.30. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 3/12 2024

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...