Dómkirkjan

 

Tíðasöngur kl.9.15 í dag, þriðjudag með sr. Sveini, bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00 og Bach tónleikar kl. 20.00-20.30. Örganga með séra Elínborgu kl. 18 miðvikudag og þá er tíðasöngur kl. 9.15. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 14/1 2025

Sunnudaginn 12. janúar er messa klukkan 11.00. Séra Elínborg, Guðmundur organisti og Dómkórinn. Fermingarbörn og fjöskyldur þeirra sérstaklega boðin til messu. Messukaffi á kirkjuloftinu. Tíðasöngur með séra Sveini á morgun, miðvikudag og fimmtudag kl. 9.15.

tjörnin

Laufey Böðvarsdóttir, 7/1 2025

Dásamlegir tónleikar Dómkórins og Elísabetar Waage hörpuleikara í kvöld. Stjórnandi Guðmundur Sigurðsson dómorganisti. Hjartans þakkir!

472612599_1035065998663547_7024281559255868559_n

Laufey Böðvarsdóttir, 7/1 2025

Bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00 í dag, þriðjudag. Súpa eftir stundina í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar Ólafs Elíasssonar kl. 20.00-20.30 öll þriðjudagskvöld.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/1 2025

Jólin kvödd-Þrettándatónleikar Dómkórsins. 6. janúar kl. 20.00 Flutt verður tónlist tengd jólum og þrettándanum auk tveggja verka eftir Benjamin Britten, A Hymn to the Virgin og hið undursamlega A Ceremony of Carols op. 28 sem kórinn flytur ásamt Elísabetu Waage hörpuleikara. Miðar verða seldir við innganginn. Miðaverð er 3.000 kr. Ókeypis fyrir 12 ára og yngri.

sólrún sveirris

Laufey Böðvarsdóttir, 5/1 2025

Messa sunnudaginn 5. janúar kl. 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Sönghópurinnn Marteinn. Verið velkomin!

marteinn

 

Sönghópurinn Marteinn samanstendur af um 40-50 vinum sem sungu í Dómkórnum undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar dómorganista á einhverjum tímapunkti á árunum 1978 til 2010. Þó liðin séu brátt 15 ár frá andláti stjórnandans þá heldur kórinn áfram að hittast og rifja upp gamlar minningar og rækta áratuga vináttu. Æfingar eru óreglulegar og ráðast oftast af væntanlegu viðfangsefni eða einhverju skemmtilegu tilefni. Þrír meðlimir kórsins hafa deilt því verkefni að reyna að fylla í skarð Marteins: Þórunn Björnsdóttir, þekktur stjórnandi barna- og unglingakóra, hæfileikaríki tenórinn Sigmundur Sigurðarsson, að öðru leyti mjólkurbílstjóri á Suðurlandi, og sópraninn Kristín Valsdóttir, sem starfar að jafnaði sem dósent við listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Kórinn fer reglulega í æfingabúðir og ferðalög og er nýkominn frá Spáni þar sem hann tók þátt í stóru kóramóti og kom sjálfum sér og öðrum á óvart með glæsilegri frammistöðu. Sönghópurinn Marteinn fagnar því að geta haft kóræfingar í Dómkirkjunni og langar að þakka fyrir sig með jólatónleikum þriðjudaginn 17. desember kl. 21:00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/1 2025

Biskup Íslands Guðrún Karls Helgudóttir hélt nýársprédikun í Dómkirkjunni, messunni var útvarpað.

Biskup2024_BK215222

 

https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2025-01-01/5280291

Laufey Böðvarsdóttir, 2/1 2025

Jólin kvödd-Þrettándatónleikar Dómkórsins. 6. janúar kl. 20.00

Flutt verður tónlist tengd jólum og þrettándanum auk tveggja verka eftir Benjamin Britten, A Hymn to the Virgin og hið undursamlega A Ceremony of Carols op. 28 sem kórinn flytur ásamt Elísabetu Waage hörpuleikara.

Miðar verða seldir við innganginn. Miðaverð er 3.000 kr. Ókeypis fyrir 12 ára og yngri.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/1 2025

Aftansöngur á gamlársdag klukkan 18.00. Séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Hátíðarguðþjónusta á nýársdag klukkan 11.00, Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands prédikar, séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson dómorganisti. Athugið ekki er gjaldskylda í bílastæðin í miðbænum á nýársdag. Einnig er möguleiki að leggja á stæðinu við Alþingi, hringið bjöllunni við Þórshamarsplanið. Verið hjartanlega velkomin!

Domkirken framside bilde adventsgudstjeneste

Laufey Böðvarsdóttir, 29/12 2024

6. janúar klukkan 20.00. Jólin kvödd-Þrettándatónleikar Dómkórsins.

Flutt verður tónlist tengd jólum og þrettándanum auk tveggja verka eftir Benjamin Britten, A Hymn to the Virgin og hið undursamlega A Ceremony of Carols op. 28 sem kórinn flytur ásamt Elísabetu Waage hörpuleikara.

Miðar verða seldir við innganginn. Miðaverð er 3.000 kr. Ókeypis fyrir 12 ára og yngri.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/12 2024

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...