Klukkan 18.00 í dag, mánudag er fundur hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar í safnaðarheimilinu. Kirkjunefndin var stofnuð 1930 til þess að standa að prýði Dómkirkjunnar og vinna að líknarmálum.
Laufey Böðvarsdóttir, 17/2 2025
Laufey Böðvarsdóttir, 17/2 2025
Boðið verður upp á örpílagrímagöngu fyrir messuna til kirkjunnar. Lagt verður af stað frá Seltjarnarneskirkju kl. 09:30 og gengið sem leið liggur í Neskirkju þar sem fleiri geta bæst í hópinn. Þaðan verður svo farið kl. 10:15 og gengið sem leið liggur í Dómkirkjuna. Að messu lokinni hressum við okkur með kirkjukaffi í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Verið hjartanlega velkkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 14/2 2025
Kvöldkirkjan er óhefðbundin stund að formi og innihaldi. Andrúmsloftið er óformlegt og afslappað. Lýsing, tónlist og stuttar íhuganir blandast við kyrrð og ró rýmisins. Við bjóðum þér að hugleiða, biðja, kveikja á kertum, fara á milli mismunandi stöðva í kirkjunni, skrifa niður hugsanir þínar eða bænir eða bara sitja í bekkjunum eða hvílast á dýnum í kirkjunni.
Kvöldkirkjan er samstarfsverkefni Hallgrímskirkju og Dómkirkjunnar í Reykjavík.
Af hverju kvöldkirkja og hvert er markmiðið?
Tilgangur kvöldkirkjunnar er að opna trúarheiminn fyrir fólki, sem finnur sig ekki í venjulegu helgihaldi dagkirkjunnar. Kvöldkirkjan er öðru vísi en hefðbundið helgihald. Fólk er ekki bundið við kirkjubekkina, heldur getur hreyft sig um kirkjurýmið setst niður eða lagst.
Hvað einkennir kvöldkirkjuna?
Kyrrð, ró og íhugun ásamt óhefðbundinni tónlist fyrir kirkju, eru helstu einkenni kvöldkirkjunnar. Í kvöldkirkjunni er slökkt á símanum og samtölin eru látin bíða þar til út er komið. Lesinn texti er á hálfímta fresti og tónlistarflutningur styður við íhugun og slökun. Öllum er frjálst að ganga hljóðlega um kirkjuna, setjast eða liggja í kirkjubekkjunum eða á dýnum á gólfinu, kveikja á kertum, færa sig á milli stöðva og skrifa það sem þeim liggur á hjarta á miða og setja í körfur.
Laufey Böðvarsdóttir, 11/2 2025
Boðið verður upp á örpílagrímagöngu fyrir messuna til kirkjunnar. Lagt verður af stað frá Seltjarnarneskirkju kl. 09:30 og gengið sem leið liggur í Neskirkju þar sem fleiri geta bæst í hópinn. Þaðan verður svo farið kl. 10:15 og gengið sem leið liggur í Dómkirkjuna. Að messu lokinni hressum við okkur með kirkjukaffi í safnaðarheimilinu.
Laufey Böðvarsdóttir, 11/2 2025
Laufey Böðvarsdóttir, 10/2 2025
Laufey Böðvarsdóttir, 6/2 2025
Laufey Böðvarsdóttir, 6/2 2025
Laufey Böðvarsdóttir, 6/2 2025
Laufey Böðvarsdóttir, 6/2 2025
Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14
Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.
Skráning í fermingarfræðslu
Tíðasöngur kl. 9. 15 og kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur
Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi