Dómkirkjan

 

Kæru vinir, minnum á að í sumar eru bæna-og kyrrðarstundir í hádeginu alla þriðjudaga og messur alla sunnudaga klukkan 11.00.

Sunnudaginn 10. júlí klukkan 11.00 prestur séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar og Dómkórinn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 4/7 2022

Tónleikar föstudaginn 30. júní klukkan 12.00-14.00.

Á morgun föstudag verða tónleikar í Dómkirkjunni frá 12.00-14.00 Tónlistarhópurinn Klassík og gítaristinn Bjarni Már Ingólfsson.
Í Klassík hópnum eru þrír ungir fiðluleikar, Helga Diljá Jörundsdóttir, Margrét Lára Jónsdóttir og Tómas Vigur Magnússon. Einnig mun Bjarni Már Ingólfsson Þau stunda öll framhaldsnám í fiðluleik undir handleiðslu Auðar Hafsteinsdóttur. Þrátt fyrir ungan aldur hafa meðlimir hópsins mikla reynslu af tónlistarflutningi klassískrar tónlistar. Þau hafa sótt fjölda námskeiða í fiðluleik, bæði hérlendis og erlendis og hafa tekið þátt í keppnum í fiðluleik og unnið til verðlauna.
MEISTARAVERK JAZZINS Í EINLEIKSBÚININGI
Meistaraverk jazzins í einleiksbúningi er verkefni sem gítaristinn Bjarni Már Ingólfsson stendur fyrir. Í þessu verkefni mun Bjarni halda fjölda tónleika á ýmsum vettvöngum í Reykjavík með eigin útsetningum af jazz tónsmíðum frá ýmsum
tímabilum jazzsögunnar, allt frá söngleikjasmellum fjórða og fimmta áratugarins til azz tónsmíða dagsins í dag. Bjarni lauk Bachelorsnámi sínu í jazzgítarleik vorið
2022 frá Konunglega Tónlistarháskólanum í Stokkhólmi og mun hefja Mastersnám í azzgítarleik þar í haust.
Útsetningar og spunar Bjarna Más útfrá tónverkum jazzsögunnar verða stúdía í ólíkum nálgunum á hljóðfærinu við einleiksaðstæður og verða útsetningarnar
margslungnar og spennandi útvíkkun á þessum meistaraverkum jazzsögunnar.
Hægt verður að fylgjast með ferli verkefnisins og tónleika auglýsingum á Instagram
og Facebook síðum.
Verið velkomin á fría tónleika í Dómkirkjunni á góðum föstudegi!

Laufey Böðvarsdóttir, 30/6 2022

Sunnudaginn 3. júlí er messa klukkan 11.00. Prestur séra Jón Ásgeir Sigurvinsson, Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið. Dómkórinn syngur. Einnig fáum við grænlenska kórinn Ingiulik í heimsókn og þau taka 2-3 lög. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 29/6 2022

Gleðidagur í Dómkirkjunni- prestsvígsla. Guð blessi séra Bryndísi Böðvarsdóttur og séra Hjördísi Perlu Rafnsdóttur í lífi og starfi.

_GV_5023+

Laufey Böðvarsdóttir, 27/6 2022

Vígsla sunnudaginn 26. júní klukkan 11.00. Verið velkomin.

Agnes M. Sigurðardóttir vígir Bryndísi Böðvarsdóttur sem ráðin hefur verið prestur í Austfjarðarprestakalli í Austurlandsprófastsdæmi og Hjördísi Perlu Rafnsdóttur sem hefur verið ráðin til þjónustu á Landspítalanum.

Vígsluvottar eru sr. Sigurður Arnarson , sr. Gunnar Rúnar Matthíasson, sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og sr. Sigurður Rúnar Ragnarssson.  Sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari og sr. Sigríður Rún lýsir vígslu. Kári Þormar organisti og Dómkórinn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 21/6 2022

Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag, þriðjudag. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 21/6 2022

Hér er linkur á hátíðarmessuna 17. júní https://www.ruv.is/utvarp/spila/fra-thjodhatid-i-reykjavik/32772/9oh721

Biskup Íslands séra Agnes M. Sigurðardóttir og Elínborg Sturludóttir þjóna fyrir altari.

Séra Elínborg Sturludóttir predikar.

Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganista.

Einsöngur: Gunnlaugur Bjarnason, baritón.

Fyrir predikun:

Forsðpil: Hjálpræðið eftir Hildigunni Rúnarsdóttur.

Sálmur nr. 525: Tin þín Drottinn hnatta og heima. Lag: Þorkell Sigurbjörnsson. Texti: Páll V.G. Kolka.

Sálmur nr. 28: Festingin víða. Lag: Atli Heimir Sveinsson. Texti: Addison, þýð. Jónas Hallgrímsson.

Kórverk: Salve Regina eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson.

Eftir predikun:

Einsöngur: Gunnlaugur Bjarnason; Þótt þú langförull legðir. Lag: Sigvaldi Kaldalóns. Texti: Stephan G. Stephansson.

Sálmur nr. 516: Lofsöngur, Ó, guð vors lands. Lag: Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Texti: Matthías Jochumsson.

Eftirspil: Himna smiður eftir Sigurð Sævarsson.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 18/6 2022

Kvöldganga frá Dómkirkjunni Klukkan 20.00 16. júní. Fræðsla um Geir Vídalín biskup.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/6 2022

Messa klukkan 11.00 sunnudaginn 19. júní séra Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/6 2022

Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu á morgun, þriðjudag. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 13/6 2022

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...