Dómkirkjan

 

Guðmundur Sigurðsson hefur verið ráðinn dómkantor við Dómkirkjuna í Reykjavík.

Hann lauk kantorsprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar 1996,
var í einkanámi í orgelleik, kórstjórn og kórsöng við Wesminster Choir College 1997 og lauk burtfararprófi í orgelleik frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar 1998.
Þá lauk hann mastersgráðu (cum laude) frá Westminster Choir College i Princeton, Bandaríkjunum 2002.
Guðmundur hefur áratuga farsæla reynslu af víðfeðmu tónlistarstarfi, hin síðustu 16 ár við Hafnarfjarðarkirkju hvar hann m.a. stofnaði Barbörukórinn.
Frá sl. hausti hefur Guðmundur verið interim organisti við Dómkirkjuna.
Guðmundur er boðinn hjartanlega velkominn til starfa. Starfsfólk Dómkirkjunnar, söfnuður og velunnarar Dómkirkjunnar hlakka til komandi tíma í tónlistarstarfi og helgihaldi kirkjunnar og biðja Guðmundi Guðs blessunar í lífi og starfi.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/6 2023 kl. 9.51

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS