Prestur séra Sveinn Valgeirsson, Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson organisti.
Laufey Böðvarsdóttir, 23/11 2022
Aðventukvöld Dómkirkjunnar 27. nóvember kl. 20.00.
Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar efndi til tónleikahalds á fyrsta sunnudegi í aðventu 1953. Þetta varð að föstum lið í kirkjustarfinu og 1961 fór þetta að þróast í þá hefð sem við þekkjum í dag. Ræðumaður kvöldsins er Guðrún Hafsteinsdóttir fyrsti þingmaður Suðurkjördæmus og verðandi dómsmálaráðherra.
Matthildur Traustadottir fiðluleikari og Ásta Dóra Finnsdóttir píanóleikari flytja verkið Romance eftir Amy Beach.
Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson organisti flytja falleg tónverk.
Dómkirkjuprestarnir séra Sveinn Valgeirrson og séra Elínborg Sturludóttir fara með falleg orð og bænir.
Að samkomunni lokinni verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í Safnaðarheimilinu. Verið hjartanlega velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 20/11 2022
Líf og fjör í safnaðarheimilinu í dag! Hjördís Geirs, stuðgellurnar og séra Sveinn voru frábær. Hjartans þakkir fyrir okkur. Næsta fimmtudag er síðasta Opna húsið á þessu ári.
Guðfinna Ragnarsdóttir ritstjóri kynnir fyrir okkur nýútkomna bók sína Á vori lífsins og fær til þess með sér þrjá ömmustráka sem fara á kostum með ömmu sinni. Guðfinna fæddist í Tobbukoti við Skólavörðustíg og fluttist síðar í Laugarneshverfið. Hún lýsir með lifandi hætti æskuárum sínum á Hofteigi, fjörmiklum ungdómsárum í menntaskóla og bregður upp eftirminnilegum myndum af mannlífi á Íslandi upp úr miðri síðustu öld. Hlökkum til að heyra. Heitt súkkulaði með rjóma, vöfflur og smákökur og gott samfélag. Verið velkomin fimmtudaginn 24. nóvember klukkan 13.00 í safnaðarheimilið, Lækjargötu 14a.
![sveinn](http://domkirkjan.is/skraarsofn/domkirkjan/2022/11/sveinn--375x500.jpeg)
Laufey Böðvarsdóttir, 18/11 2022
Laufey Böðvarsdóttir, 15/11 2022
![312454413_10160359474585396_864638146384399512_n-1](http://domkirkjan.is/skraarsofn/domkirkjan/2022/11/312454413_10160359474585396_864638146384399512_n-1-375x500.jpg)
Séra Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Kristniboðssambands Íslands predikar. Séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur Dómkirkjunnar og biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir þjóna fyrir altari. Ástbjörn Egilsson leiðir signingu og upphafsbæn. Fulltrúar sálmabókanefndar lesa ritningarlestra við sérstaka helgun nýrrar sálmabókar til lofgjörðarþjónustu safnaðanna og Edda Möller framkvæmdastjóri Kirkjuhússins afhendir Biskupi Íslands hina Nýju Sálmabók.
Þátttakendur í almennri kirkjubæn: Margrét Bóasdóttir söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, Elísabet Jónsdóttir kristniboði, Ástbjörn Egilsson , Sveinn Valgeirsson. sóknarprestur. Guðmundur Sigurðsson organisti leikur á orgelið og Dómkórinn syngur undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar.
Laufey Böðvarsdóttir, 11/11 2022