Dómkirkjan

 

Sunnudaginn 27. nóvember messa klukkan.11.00

Prestur séra Sveinn Valgeirsson, Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson organisti.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/11 2022

Ræðumaður á aðventukvöldi Dómkirkjunnar 27. nóvember er Guðrún Hafsteinsdóttir fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis.

Aðventukvöld Dómkirkjunnar 27. nóvember kl. 20.00.
Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar efndi til tónleikahalds á fyrsta sunnudegi í aðventu 1953. Þetta varð að föstum lið í kirkjustarfinu og 1961 fór þetta að þróast í þá hefð sem við þekkjum í dag. Ræðumaður kvöldsins er Guðrún Hafsteinsdóttir fyrsti þingmaður Suðurkjördæmus og verðandi dómsmálaráðherra.
Matthildur Traustadottir fiðluleikari og Ásta Dóra Finnsdóttir píanóleikari flytja verkið Romance eftir Amy Beach.
Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson organisti flytja falleg tónverk.
Dómkirkjuprestarnir séra Sveinn Valgeirrson og séra Elínborg Sturludóttir fara með falleg orð og bænir.
Að samkomunni lokinni verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í Safnaðarheimilinu. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 20/11 2022

Sunnudaginn 20. nóvember er messa klukkan 11.00. Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir fyrrverandi vígslubiskup þjónar fyrir altari og prédikar. Barn verður fært til skírnar. Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson organisti. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 18/11 2022

Líf og fjör í safnaðarheimilinu í dag! Hjördís Geirs, stuðgellurnar og séra Sveinn voru frábær. Hjartans þakkir fyrir okkur. Næsta fimmtudag er síðasta Opna húsið á þessu ári.
Guðfinna Ragnarsdóttir ritstjóri kynnir fyrir okkur nýútkomna bók sína Á vori lífsins og fær til þess með sér þrjá ömmustráka sem fara á kostum með ömmu sinni. Guðfinna fæddist í Tobbukoti við Skólavörðustíg og fluttist síðar í Laugarneshverfið. Hún lýsir með lifandi hætti æskuárum sínum á Hofteigi, fjörmiklum ungdómsárum í menntaskóla og bregður upp eftirminnilegum myndum af mannlífi á Íslandi upp úr miðri síðustu öld. Hlökkum til að heyra. Heitt súkkulaði með rjóma, vöfflur og smákökur og gott samfélag. Verið velkomin fimmtudaginn 24. nóvember klukkan 13.00 í safnaðarheimilið, Lækjargötu 14a.sveinn

Laufey Böðvarsdóttir, 18/11 2022

Kæru vinir, það verður söngur og gleði í safnaðarheimilinu á morgun, fimmtudag. Hjördís Geirs skemmtir í Opna húsinu. Sjáumst klukkan 13.00 á morgun Lækjargötu 14a. Kaffi og kræsingar!

Laufey Böðvarsdóttir, 16/11 2022

Þökkum Glúmi Gylfasyni organista kærlega fyrir komuna og fræðsluna sl. fimmtudag. Næstkomandi fimmtudag verður gestur okkar Hjördís Geirsdóttir söngkona. Hlökkum til að sjá ykkur í Opna húsinu á fimmtudaginn klukkan 13.00. Kaffi, kræsingar og gott samfélag!

315549481_10160448919160396_963625199115204325_n

Laufey Böðvarsdóttir, 16/11 2022

Örganga í dag, miðvikudag 16. nóvember klukkan 18.00 með séra Solveigu Láru Guðmundsdóttur. Hefst með stuttri hugleiðingu í Dómkirkjunni. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 16/11 2022

Bach tónleikar Ólafs Elíassonar í kvöld 15. nóvember kl. 20.00-20.30. Verið velkomin!

246702009_10159693642205396_2088358543700182701_n

Laufey Böðvarsdóttir, 15/11 2022

Dásemdardagur við Tjörnina! Verið velkomin á bæna-og kyrrðarstund í hádeginu á morgun, þriðjudag. Það er gott að koma í fagra helgidóminn- njóta og hvíla hugann frá amstri hverdagsins. Súpa og kaffi í safnaðarheimilinu. Velkomin og takið með ykkur gesti!

Tjörnin

Laufey Böðvarsdóttir, 14/11 2022

Hátíðarguðþjónusta í Dómkirkjunni klukkan 11.00 á kristniboðsdaginn og á kirkjudegi Dómkirkjunnar, er var vígð 1796. Biskup íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir tekur á móti nýrri sálmabók Þjóðkirkjunnar.

312454413_10160359474585396_864638146384399512_n-1 Séra Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Kristniboðssambands Íslands predikar. Séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur Dómkirkjunnar og biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir þjóna fyrir altari. Ástbjörn Egilsson leiðir signingu og upphafsbæn. Fulltrúar sálmabókanefndar lesa ritningarlestra við sérstaka helgun nýrrar sálmabókar til lofgjörðarþjónustu safnaðanna og Edda Möller framkvæmdastjóri Kirkjuhússins afhendir Biskupi Íslands hina Nýju Sálmabók.
Þátttakendur í almennri kirkjubæn: Margrét Bóasdóttir söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, Elísabet Jónsdóttir kristniboði, Ástbjörn Egilsson , Sveinn Valgeirsson. sóknarprestur. Guðmundur Sigurðsson organisti leikur á orgelið og Dómkórinn syngur undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/11 2022

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...