Dómkirkjan

 

Vikan framundan í safnaðarstarfinu:

Þriðjudagur 14. mars

Tíðasöngur kl. 9. 15
Bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00 og létt máltíð eftir stundina. Gott að koma í kirkjuna og eiga notalega stund frá amstri hverdagsins.
Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.-20.30.
Miðvikudagur 15. mars
Tíðasöngur kl. 9. 15 með séra Sveini.
Örganga með séra Elínborgu kl. 18.00. hefst með stuttri hugvekju í kirkjunni.
Fimmtudagur 16. mars
Tíðasöngur kl. 9. 15.
Opna húsið hefst í Dómkirkjunni kl. 13.00-14.30.
Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson segir frá myndun þorps á Bíldudal. Heimabakað með kaffinu og gott samfélag.
Tíðasöngur kl. 17.00 með séra Sveini.
Sunnudaginn 19. mars
Messa kl. 11.00 Séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn.
Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 14/3 2023

Á sunnudaginn sem er þriðji sunnudagur í föstu, er messa klukkan 11.00. Prestur séra Jón Ásgeir Sigurvinsson, Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 10/3 2023

Tíðasöngur, örganga, bingó, kvöldkirkja og sunnudagsmessan.

Í dag, miðvikudag er tíðasöngur klukkan 9. 15 og örganga með séra Elínborgu klukkan 18.00.
Á fimmtudaginn er tíðasöngur kl. 9. 15 og kl. 17.00.
Opna húsið á fimmtudaginn er kl. 13.00 -14.30. Þá verður bingó!
Kvöldkirkja á fimmtudagskvöldið kl. 20.00-22.00.
Á sunnudaginn er messa kl. 11.00 prestur séra Jón Ásgeir Sigurvinsson, Guðmundur organisti og Dómkórinn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 8/3 2023

Kvöldkirkjan er á fimmtudaginn kl. 20.00-22.00

Kvöldkirkjan er óhefðbundin stund að formi og innihaldi. Andrúmsloftið er óformlegt og afslappað. Kirkjan er lýst með kertaljósum og stuttar íhuganir og tónlist er í bland við alltumliggjandi þögn rýmisins. Við bjóðum þér að hugleiða, biðja, kveikja á kertum, skrifa niður hugsanir þínar eða bænir. Eða bara njóta og hvíla í andartakinu. Kvöldkirkjan er samstarfsverkefni Dómkirkjunnar og Hallgrímskirkju.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/3 2023

Í dag, þriðjudag er tíðasöngur kl.9.15 og bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00. Léttur hádegisverður eftir stundina. í kvöld klukkan 20.00 eru Bach tónleikar Ólafs Elíassonar. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 7/3 2023

Fjölskyldumessa klukkan 11.00 á sunnudaginn, sem er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra sérstaklega boðin velkomin. Séra Sveinn og séra Elínborg og Dómkórinn. Kaffi, djús og brauð í safnaðarheimilinu. Velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 2/3 2023

Dómkirkjan auglýsir: Staða dómorganista

Dómkirkjan í Reykjavík hefur verið vettvangur mikilvægra atburða í lífi íslensku þjóðarinnar, einstaklinga, fjölskyldna og samfélags. Við þingsetningar ganga alþingismenn til Dómkirkjunnar og hlýða á guðsþjónustu og eins við embættistöku forseta Íslands. Dómkirkjan er kirkja biskups Íslands, þar sem hann vinnur flest embættisverk sín og jafnframt er Dómkirkjan sóknarkirkja, áður fyrr allra Reykvíkinga en nú gamla Vesturbæjarins og næstu hverfa til austurs.

Starfssvið:

• Hljóðfæraleikur við messur og annað helgihald bæði safnaðarins og biskups, þ.m.t. prestsvígslur

• Umsjón með kórastarfi Dómkirkjunnar

• Stuðningur við annað safnaðarstarf Dómkirkjunnar

Hæfniskröfur: • Kantorspróf frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar eða háskólapróf í kirkjutónlist

• Reynsla af flutningi tónlistar við helgihald • Góð reynsla af kórstjórn

• Fagleg framkoma og hæfni í mannlegum samskiptum

Umsóknum skal senda rafrænt til eg@egillarnason.is og sveinn@domkirkjan.is

Með umsókn þarf að skila: – Ferilskrá – Prófskírteini – Meðmælum Umsóknarfrestur er til 1. mars 2023.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/2 2023

Vikan framundan!

Dagskráin:
Þriðjudagur 28. febrúar.
Tíðasöngur kl. 9. 15
Bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00 og létt máltíð eftir stundina. Gott að koma í kirkjuna og eiga dýrmæta stund frá amstri hverdagsins.
Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.-20.30.
Miðvikudagur 1. mars
Tíðasöngur kl. 9. 15 með séra Sveini.
Örganga með séra Elínborgu kl. 18.00. hefst með stuttri hugvekju í kirkjunni.
Fimmtudagur 2. mars
Tíðasöngur kl. 9. 15.
Opna húsið hefst í Dómkirkjunni kl. 13.00
Gunnar Kvaran í sellóleikari flytur eitt af öndvegisverkun meistara Bachs fyrir einleiksselló. Síðan flytur Gunnar hugvekju og loks mun Gunnar leika Air ásamt Guðmundi Sigurðssyni organista. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Við fáum góða gesti frá Áskirkju og Laugarneskirkju.
Tíðasöngur kl. 17.00 með séra Sveini.
Sunnudaginn 5. mars Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar.
Messa kl. 11.00 Séra Sveinn Valgeirsson, séra Elínborg Sturludóttir og Dómkórinn.
Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 27/2 2023

5. mars  kl.11.00 Æskulýðsdagurinn. Séra Elínborg og séra Sveinn.

12. mars  kl.11.00 sr. Elínborg Sturludóttur

19. mars   kl. 11.00 sr. Sveinn Valgeirsson

26. mars kl.11.00  sr. Sveinn Valgeirsson

2. apríl  kl.11.00 pálmasunnudagur ferming séra Elínborg og séra Sveinn

6. apríl  kl.11. skírdagur ferming séra Elínborg og séra Sveinn

6. apríl kl. 20.00  séra Elínborg og séra Sveinn

7. apríl föstudagurinn langi kl.11.00 sr. Elínborg Sturludóttir

Páskadagur kl.8.00

Páskadagur kl.11.00

Annar í páskum kl.11.00 sr. Elínborg Sturludóttir

 

 

 

 

Laufey Böðvarsdóttir, 27/2 2023

Sunnudaginn 25. febrúar er messa klukkan 11.00. Sr. Sveinn, Guðmundur organisti og Dómkórinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/2 2023

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...