![IMG_2040](http://domkirkjan.is/skraarsofn/domkirkjan/2022/12/IMG_2040-500x375.jpg)
Á sunnudaginn kveikjum við á fjórða og síðasta kertinu á aðventukransinum, en fjórða kertið ber heitið Englakertið og vísar til englanna sem birtust á jólanótt og sögðu frá því að Jésús væri fæddur.
Ásta og Binni hafa gefið Dómkirkjunni fagra aðventukransa um hver jól í rúm þrjátíu ár. Hjartans þakkir elsku hjón!
Á sunnudaginn er messa klukkan 11.00. Prestur séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn. Komið fagnandi!
Laufey Böðvarsdóttir, 15/12 2022
Þriðjudagur 13. desember kl. 9. 15 tíðasöngut. Bænastund kl. 12.00. Athugið Bach tónleikarnir falla niður, einnig 20. desember.
Miðvikudagur 14. desember
Tíðasöngur kl. 9. 15
Síðasta örgangan með séra Elínborgu á þessu ári klukkan 18.00
Fimmtudagur 15. desember
Tíðasöngur kl. 9. 15.
Jólatónleikarnir hjá Menntaskólanum í tónlist klukkan 18:00.
Laugardagur 17.desember
Rakarakvartettinn Barbari heldur jólatónleika með bandarískum blæ kl. 17.00. Flutt verða bæði hugljúf og hress jólalög, en áhersla er á djassaðan og drífandi hljómagang. Miðasala á tix.is eða við hurð.
Sunnudagur 18. desember
Messa kl. 11.00 séra Sveinn Valgeirsson prédikar, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn.
Mánudagur 19. desember
Samsöngstónleikar Hljómeykis kl. 21.00
Á tónleikunum mun kórinn flytja áheyrendum nokkur falleg jólalög og leiða jólalegan samsöng með tónleikagestum
Þriðjudagur 20. desember
Tíðasöngur kl. 9.15 og bæna-og kyrrðarstund kl.12.00
Miðvikudagur 21. desember
Tíðasöngur kl. 9.15.
Dásamlegir jólatónleikar Dómkórsins kl. 22.00
Aðgangur er ókeypis.
Fimmtudagur 22. desember
Mozart við kertaljós kl. 21.00. Að venju lýkur tónleikunum á jólasálminn góða „Í dag er glatt í döprum hjörtum“.
24. desember aðfangadagur jóla
Dönsk messa kl. 15.00.
Prestur séra María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
Kári Þormar organisti
Aftansöngur kl. 18.00
Sr. Elínborg Struludóttir prédikar, sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn.
Miðnæturguðþjónusta kl. 23.30. Þá verða lesnir og sungnir níu lestrar og sálmar í Dómkirkjunni. Guðsþjónustan á sér fyrirmynd í guðsþjónustu sem fram hefur farið í Kings College í Cambridge á Bretlandi óslitið frá 1918 og hefur þessari guðsþjónustu verið útvarpað á BBC frá 1928.
Á milli lestra syngur söfnuðurinn jólasálma. Dómkirkjuprestarnir og Pétur Nói Stefánsson organisti leiða guðþjónustuna.
Jóladagur 25. desember
Hátíðarguðþjónusta kl. 11.00
Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari.
Mánudagur 26. desember
Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn.
Þriðjudagur 27.desember
Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00-20.30
Gamlársdagur 31.desember
Aftansöngur séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn.
Verið hjartanlega velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 13/12 2022
![dómk jól](http://domkirkjan.is/skraarsofn/domkirkjan/2022/12/dómk-jól-500x333.jpeg)
Á sunnudaginn sem er þriðji sunnudagur í aðventu er messa klukkan 11.00, prestur séra Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn.
Eftir messuna verður boðið upp á góðgerðarmorgunverð í Safnaðarheimilinu til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar sem styður við fátækar fjölskyldur fyrir jólin.
Klukkan 14.00 er norsk messa, séra Þorvaldur Víðisson, Kári Þormar og félgar úr Dómkórnum leiða sönginn.
Laufey Böðvarsdóttir, 9/12 2022
![317991997_10160534781900396_3618317703488229300_n](http://domkirkjan.is/skraarsofn/domkirkjan/2022/12/317991997_10160534781900396_3618317703488229300_n-500x375.jpg)
Jólafundur hjá kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar mánudagskvöld.
Á þriðjudaginn er tíðasöngur kl. 9. 15 bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00-12.30 súpa í safnaðarheimilinu.
Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.-20.30.
Á miðvikudaginn er tíðasöngur kl. 9. 15 og örganga klukkan 18.00. Á fimmtudaginn er kvöldkirkjan kl. 20.00-22.00.
Finnur þú fyrir óróleika, áhyggjum eða kvíða? Viltu dýpka trúarupplifun þína eða upplifa eitthvað nýtt í helgu rými? Þá gæti KVÖLDKIRKJAN verið eitthvað fyrir þig.
Undursamlega heilandi tónheimur, dýnur og koddar og grjónapúðar sem hægt er að leggjast á og slaka á.
Kl. 20 og 21 verða hugleiðingar og svo er hægt að hvíla í rýminu og hugleiða, biðja eða slaka bara á og njóta þess að vera.
Á föstudagskvöldið eru tónleikar klukkan 20.30.
Sycamore Tree heldur hátíðartónleika. Tónleikarnir verða hinir glæsilegustu þar sem Ágústa Eva og Gunni Hilmars munu ásamt fríðum flokki spila nýju plötuna sína Colors.
Á sunnudaginn er messa klukkan 11.00 séra Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn.
Norsk messa er klukkan 14.00 séra Þorvaldur Víðisson og Kári Þormar organisti. Verið velkomin í Dómkirkjuna.
Vertu velkomin/n í Dómkirkjuna!
Laufey Böðvarsdóttir, 4/12 2022
![317320593_10160521115900396_7543706455348257502_n](http://domkirkjan.is/skraarsofn/domkirkjan/2022/11/317320593_10160521115900396_7543706455348257502_n-333x500.png)
Jólaplatan Bráðum koma blessuð jólin er afrakstur samstarfs Kristins Svavarssonar saxófónleikara og Hörpu Þorvaldsdóttur píanóleikara og söngkonu en þau störfuðu bæði við Laugarnesskóla í Reykjavík. Á aðventunni léku þau jólalög á einskonar örtónleikum milli 8:15 – 8:30 alla skóladaga á aðventunni og fundu fljótt fyrir því að nemendur, starfsfólk og foreldrar kunnu vel að meta.
Jólalög frá hinum ýmsu löndum í fallegum útsetningum þeirra fanga hátíðlega stemmningu sem lætur engan ósnortinn.
Kristinn Svavarsson er fæddur í desember árið 1947 og verður því 75 ára á þessu ári. Hann hóf að leika með hljómsveitum á unga aldri og er enn að. Aðalhljóðfærið hefur ávallt verið saxófónn og hefur hann
leikið á það hljóðfæri við alls konar tækifæri og alls konar tónlist, jafnt rockabillí sem klassík.
Meðal þeirra hljómsveita sem hann hefur leikið í er Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar, Sálin (gamla útgáfan
kringum 1970) HLH flokkurinn, Brimkló, Brunaliðið, hljómsveit Björgvins Halldórssonar, en þekktastar
eru án efa Mezzoforte, Stórsveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hann hefur einnig leikið inn á um 300 hljómplötur um ævina og gefið út tvær einleiksplötur í eigin nafni, en er um þessar mundir að vinna að hinni þriðju með eigin efni.
Harpa Þorvaldsdóttir útskrifaðist með masterspróf í óperusöng frá tónlistarháskólanum
Mozarteum í Salzburg í Austurríki vorið 2011 og starfar sem tónmenntakennari við Laugarnesskóla í Reykjavík. Hún er söngkona og píanóleikari í hljómsveitinni Brek og var einnig meðlimur í hljómsveitinni Groundfloor og djasskvartettinum SoundPost. Hún gaf út sólóplötuna Embrace árið 201
Laufey Böðvarsdóttir, 29/11 2022
Tíðasöngur með séra Sveini klukkan 9. 15 í dag, þriðjudag. Bæna-og kyrrðarstund klukkan 12.00. Súpa í safnaðarheimilinu. Verið velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 29/11 2022
Aðventukvöld Dómkirkjunnar 27. nóvember kl. 20.00.
Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar efndi til tónleikahalds á fyrsta sunnudegi í aðventu 1953. Þetta varð að föstum lið í kirkjustarfinu og 1961 fór þetta að þróast í þá hefð sem við þekkjum í dag. Ræðumaður kvöldsins er Guðrún Hafsteinsdóttir fyrsti þingmaður Suðurkjördæmus og verðandi dómsmálaráðherra.
Dómkirkjuprestarnir séra Sveinn Valgeirrson og séra Elínborg Sturludóttir fara með falleg orð og bænir.
Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson organisti
Efnisskrá:
Forspil:
Nun komm der Heiden Heiland (Nú kemur heimsins hjálparráð)
Dietrich Buxtehude (1637-1707) BuxWV 211
Alm. söngur, sálmur 10: Þú, brúður Kristi kær
KÓRSÖNGUR syrpa I:
Nú kemur heimsins hjálparráð.
Lag frá miðöldum. Radds. Róbert Abraham Ottósson
Texti: Ambrosius úr Sb. 1598, 1. og 3. vers endurkveðið af Sigurbirni Einarssyni
Kom þú, kom, vor Immanúel
Lag í frönsku handriti frá 15. öld. Róbert Abraham Ottósson raddsetti
Latn. andstef – John M. Neal um 1851, Sigurbjörn Einarsson 1962
Ljómar í myrkinu (Vögguvísa á jólum)
Lag: John Rutter (1945-)
Texti: John Rutter – Sigfinnur Þorleifsson
Guðrún Hafsteinsdóttir flytur hugvekju.
Matthildur Traustadóttir fiðluleikari og Ásta Dóra Finnsdóttir píanóleikari flytja verkið Romance eftir ameríska tónskáldið Amy Beach (1867-1944)
KÓRSÖNGUR syrpa II:
Jólafriður
Lag: Hildigunnur Rúnarsdóttir
Texti: Kristján frá Djúpalæk
Hann sem oss jólin gaf (Psallite unigenito)
Lag úr Piae Cantiones
Höf. texta ókunnur
O Magnum Mysterium
Höf. William Byrd (1543-1623)
Latneskur bænatexti um fæðingu Jesúbarnsins
Alm. söngur, sálmur 53: Bjart er yfir Betlehem
Eftirspil:
Nun komm der Heiden Heiland (Nú kemur heimsins hjálparráð)
J.S. Bach (1685-1750). BWV 599
Að samkomunni lokinni verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í Safnaðarheimilinu. Verið hjartanlega velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 25/11 2022
Guðfinna Ragnarsdóttir ritstjóri kynnir fyrir okkur nýútkomna bók sína Á vori lífsins og fær til þess með sér þrjá ömmustráka sem fara á kostum með ömmu sinni. Guðfinna fæddist í Tobbukoti við Skólavörðustíg og fluttist síðar í Laugarneshverfið. Hún lýsir með lifandi hætti æskuárum sínum á Hofteigi, fjörmiklum ungdómsárum í menntaskóla og bregður upp eftirminnilegum myndum af mannlífi á Íslandi upp úr miðri síðustu öld. Hlökkum til að heyra. Heitt súkkulaði með rjóma, vöfflur og smákökur og gott samfélag. Verið velkomin fimmtudaginn 24. nóvember klukkan 13.00 í safnaðarheimilið, Lækjargötu 14a.
Laufey Böðvarsdóttir, 23/11 2022
Prestur séra Sveinn Valgeirsson, Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson organisti.
Laufey Böðvarsdóttir, 23/11 2022