Fyrsti fundur Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar þetta haustið er í dag 11. september klukkan 18.00. Fundurinn er í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Kirkjunefndin var stofnuð 1930 til þess að standa að prýði Dómkirkjunnar og vinna að líknarmálum. Það eru ófá handtökin sem kirkjunefndarkonur hafa unnið fyrir Dómkirkjuna og safnaðarstarfið allt.
Laufey Böðvarsdóttir, 11/9 2023 kl. 10.54