Dómkirkjan

 

Sunnudagur 16.september

Næsta sunnudag eru tvær messur og sunnudagaskóli. Kl. 11 prédikar sr. Hjálmar Jónsson og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. til messunar er fermingarbörnum vorsins og foreldrum sérstaklega boðið og verður stuttur fundur eftir messu með þeim hópi. Sunnudagaskólinn er á kirkjuloftinu og eru börnin beðinn að hafa bangsana sína með. Kl. 20 er síðan æðruleysismessa og þar prédikar sr. Karl V. Matthíasson og sr. Hjálmar Jónsson þjónar ásamt honum. Bræðrabandið,þeir Hörður og Birgir Bragasynir sjá um tónlistina.

Ástbjörn Egilsson, 13/9 2012

Eldri borgarar

Að þessu sinni hefjast samverustundir eldri borgara í Dómkirkjunni “Opið hús” fimmtudaginn 20. september kl. 13.30. Dagbjört H. Óskarsdóttir hefur umsjón með þessum dagskrárlið en prestarnir sr. Hjálmar Jónsson og sr. Sveinn Valbergsson ásamt öðru starfsliði kirkjunnar koma einnig að. Við hvetjum eldri borgara í sókninni og aðra vini Dómkirkjunnar til að líta inn og eiga góða stund með okkur.

Ástbjörn Egilsson, 10/9 2012

11. september Þingsetning

Á morgunn 11. september kemur Alþingi saman. Að venju hefst athöfnin með guðsþjónustu í Dómkirkjunni.
Sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti prédikar en sr. Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands og sr. Hjálmar Jónsson þjóna fyrir altari. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur,organisti er Kári Þormar.

Ástbjörn Egilsson, 10/9 2012

9. september

Sunnudaginn 9. september er messa kl. 11 þar sem sr. Sveinn Valgeirsson prédikar en sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Hilmar Agnarsson. Sunnudagaskólinn hefst á sunnudaginn og verður á messutíma alla sunnudaga undir stjórn Árna Ragnars og Ólafs Jóns eins og síðasta vetur. Að lokinni messu er messukaffi í safnaðarheimilinu.

Kl. 14 vígir biskup Íslands Önnu Eiríksdóttur guðfræðing til sóknarprests í Dalaprestakalli. Víglsuvottar eru sr. Sigurður Jónsson, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur, sem lýsir vígslu og sr. Sveinn Valgeirsson dómkirkjuprestur sem einnig þjónar fyrir altari. Þrúður Kristjánsdóttir, ritari sóknarnefndar Hjarðarholtssóknar les ritningarlestur.
Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar

Ástbjörn Egilsson, 7/9 2012

Sunnudagur 2. september

Messað verður kl. 11 á sunnudaginn 2. september. Sr. Hjálmar Jónsson er snúinn aftur úr Noregsför og þjónar fyrir altari í messunni en sr. Sveinn Valgeirsson prédikar, en Sveinn hefur haft brauðaskipti við sr. Önnu Sigríði og þjónar hér til 31. ágúst 2013 en sr. Anna þjónar til jafnlengdar á Eyrarbakka og Stokkseyri í stað Sveins. Í messunni á sunnudag verður fermd Hlökk Þrastardóttir Vesturgötu 19 og fögnum við henni og fjölskyldu hennar. Einnig verður barn borið til skírnar og veri fjölskyldan hjartanlega velkomin. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar.

Ástbjörn Egilsson, 30/8 2012

Sunnudagur 26. ágúst

Næsta sunnudag 26. ágúst er messa kl. 11. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar.

Ástbjörn Egilsson, 22/8 2012

Fermingarfræðsla

Safnaðarheimilið hefur ómað af hlátri þessa vikuna. Fermingarnámskeiðið byrjaði á mánudagsmorgunn,eða kannski öllu heldur á síðasta sunnudag með messunni. Síðan hafa þau komið alla daga kl. 9 og setið við framundir kl. 13. Sr. Anna Sigríður, sr. Sveinn Valgeirsson og Eva Björk Valdimarsdóttir hafa sinnt kennslunni og láta vel af samvistum við unglingana sem hafa verið námsfús og skemmtileg. Við sjáum fram á skemmtilegan vetur í samstarfinu við þennan hóp.

Ástbjörn Egilsson, 17/8 2012

Sunnudagur 19 . ágúst

Næsta sunnudag, þann 19. ágúst er messa kl. 11 þar sem sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar.

Ástbjörn Egilsson, 17/8 2012

Sunnudagur 12. ágúst

Næsta sunnudag 12. ágúst er messa kl. 11. Fermingarbörnum næsta árs og forráðamönnum er sérstaklega boðið til messunnar og verður fundur að henni lokinni þar sem rætt verður um fermingarfræðsluna. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar fyrir altari.
Sönghópur úr Dómkórnum syngur,organisti er Helga Þórdís Guðmundsdóttir.

Ástbjörn Egilsson, 9/8 2012

Sunnudagur 5. ágúst

Sunnudaginn 5. ágúst er messa kl. 11. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Sönghópur úr Dómkórnum syngur, organisti er Helga Þórdís Guðmundsdóttir.

Ástbjörn Egilsson, 3/8 2012

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Sunnudagur

- 11.00 Messa

-

Dagskrá ...