Dómkirkjan

 

Vetrarstarfi Opna hússins lauk í gær með vorferð suður með sjó.

Vorferð Dómkirkjunnar var farin í gær á þessum sólríka og fallega degi. Fararstjóri var Karl biskup. Margt var skoðað m.a.Kvikan í Grindavík – forvitnilegt safn þar sem við urðum ýmsu vísari um jarðorku, saltfiskverkun og Guðberg Bergsson rithöfund. Fengum góða kjötsúpu í Salthúsinu og södd og sæl héldum við í Hvalsneskirkju þar sem Karl fræddi okkur um árin hans Hallgríms Péturssonar í Hvalsnesi. Hallgrímur og Guðríður kona hans misstu nokkur börn m.a Steinunni. Í kirkjunni er legsteinn sem fannst þar í jörðu fyrir nokkrum árum, nafn Steinunnar er greypt í steininn. Altaristaflan í Hvalsneskirkju er máluð eftir altaristöflunni í Dómkirkjunni og sýnir upprisuna. Á leiðinni heim áðum við í Vitanum í Sandgerði og fengum þar kaffi og gott meðlæti. Þökkum ykkur öllum fyrir samveruna í dag  será Karli fyrir skemmtilega fararstjórn og heimafólkinu fyrir góðar móttökur. Opna húsið er þar með komið í sumarfrí en ég vek athygli á að bæna- og kyrrðarstundirnar í hádeginu á þriðjudögum verða í allt sumar. Verið hjartanlega velkomin þangað sem og í sunnudagsmessurnar. Gleðilegt sumar.

Vorferð suður með sjó 2014 072Vorferð suður með sjó 2014 042Vorferð suður með sjó 2014 029Vorferð suður með sjó 2014 051Vorferð suður með sjó 2014 067Vorferð suður með sjó 2014 058 Vorferð suður með sjó 2014 039 Vorferð suður með sjó 2014 018

Laufey Böðvarsdóttir, 22/5 2014 kl. 9.15

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS