Skírdagur.
Fermingarmessa k. 11, sr. Hjálmar Jónsson. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar.
Kvöldmessa kl. 20 sr. Þórir Stephensen prédikar sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari
Organisti er Kári Þormar. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur.
Föstudagurinn langi.
Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Árni Svanur Daníelsson prédikar. Dómkórinn syngur organisti er Kári Þormar..
Krossferill Krists kl. 14. Sr. Hjálmar Jónsson ásamt lesurum. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar.
Páskadagur.
Hátíðarguðsþjónusta kl. 8. Herra Karl Sigurbjörnsson prédikar . Sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar
Hátíðarmessa kl. 11 sr. Árni Svanur Daníelsson prédikar,sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar
2. páskadagur
Messa kl. 11, sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur organisti er Kári Þormar.
Messa kl. 14 í Kolaportinu Hjálmar Jónsson prédikar Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina
Ástbjörn Egilsson, 20/4 2011
Næsta sunnudag sem er pálmasunnudagur er fermingarmessa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson fermir 7 ungmenni. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar.
Kl. 20 er æðruleysismessa og þar þjóna þeir sr. Karl V. Matthíasson sem prédikar og sr. Hjálmar Jónsson og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Bræðurnir Hörður og Birgir Bragasynir sjá um tónlistina.
Ástbjörn Egilsson, 13/4 2011
Aðalsafnaðarfundur Dómkirkjusafnaðar fer fram þriðjudaginn 12. apríl nk. Fundurinn fer fram í safnaðarheimilinu og hefst kl. 20.00. Fundarefni er venjuleg aðalfundarstörf. Fundurinn er opinn öllum sóknarbörnum.
Ástbjörn Egilsson, 7/4 2011
Sunnudagurinn 10. apríl er boðunardagur Maríu samkvæmt kirkjuárinu. Kl.11 verur fjölskyldumessa í Dómkirkljunni. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir leiðir messuna en henni til aðstoðar er Eva Björk Valdimarsdóttir .
Skólakór Vesturbæjarskóla ásamt félögum úr stúlknakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Undirleikari og organisti er Kári Þormar. Ung söngkona nýútskrifuð, Ingibjörg Friðriksdóttir syngur einsöng í messunni. Við eigum von á því að fermingarbörnin fjölmenni í messuna en sunnudaginn 17. apríl,pálmasunnudag er fyrsta ferming vorsins.
Ástbjörn Egilsson, 7/4 2011
Sunnudaginn 3. apríl sem er fjórði sunnudagur í föstu er messað kl. 11 í Dómkirkjunni.Messunni er útvarpað.
Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari en sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar ásamt sr. Hjálmari.
Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar.
Ástbjörn Egilsson, 31/3 2011
Næsta sunnudag 25. mars er messað kl. 11. Þar prédikar og þjónar fyrir altari sr. Anna Sigríður Pálsdóttir.
Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Eftir messu er boðið upp á kaffi og kleinur á kirkjuloftinu.
Ástbjörn Egilsson, 25/3 2011
Á sunnudaginn kemur eru tvær messur í Dómkirkjunni. Kl. 11 messar sr. Hjálmar Jónsson . Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Að lokinnu messu er messukaffi á kirkjuloftinu.
Kl. 20 er Æðruleysismessa og þar prédikar sr. Hjálmar einnig, en sr. Karl V. Matthiasson leiðir stundina.
Bræðurnir Hörður og Birgir Bragasynir sjá um tónlistina.
Ástbjörn Egilsson, 18/3 2011
Næsti sunnudagur, 13. mars er fyrsti sunnudagur í föstu. Kl. 11 messar sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur, organisti er Kári Þormar.
Ástbjörn Egilsson, 10/3 2011
Æskulýðsdagurinn 6. mars
Messa í Dómkirkjunni kl. 11.00
Kór Vesturbæjarskóla syngur undir stjórn Sigríðar Soffíu Hafliðadóttur. Undirleikari er Antonía Hevesi.
Fermingarbörnin taka á móti kirkjugestum. Þau lesa ritningarorð og flytja bænir. Ein úr hópi fermingarbarna vorsins, Melkorka Davíðsdóttir Pitt, flytur hugleiðingu.
Verið velkomin.
Prestarnir
Hjálmar Jónsson, 2/3 2011
Sunnudaginn 27. febrúar messar sr. Anna Sigríður Pálsdóttir kl. 11. Samkvæmt kirkjuárinu er þetta annar sd. í níuviknaföstu. Organisti er Kári Þormar. Dómkórinn syngur.
Ástbjörn Egilsson, 23/2 2011