Dómkirkjan

 

Það iðar allt af lífi hér í miðbænum á þessum sólríka degi, garðyrkjumenn borgarinnar keppast við að snyrta og fegra Mæðragarðinn, því mæðradagurinn er á sunnudaginn. Mæðragarðurinn er austan við safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Hann var gerður árið 1925 og styttan Móðurást eftir Nínu Sæmundsson var sett upp í garðinum árið 1928. Séra Hjálmar prédikar í Dómkirkjunni á mæðradaginn og lokasamveran í barnastarfinu á þessu vori verður þá. Tilvalið að mæta í messu með börn/barnabörn og koma síðan við í Mæðragarðinum og skoða styttuna Móðurást.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/5 2014 kl. 16.50

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS