Dómkirkjan

 

Auður Mist las bæn í messubyrjun, en Auður fermist á pálmasunnudag.

Auður Mist las bæn í messubyrjun í gær á boðunnardegi Maríu, en Auður fermist á pálmasunnudag.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/4 2014

Boðunardagur Maríu, séra Hjálmar prédikar sunnudaginn 6. apríl

Sunnudagurinn 6. apríl er  fimmti sunnudagur í föstu – Boðunardagur Maríu. Þá er messa kl. 11 Séra Hjálmar Jónsson prédikar og séra Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar. Barnastarfið á kirkjuloftinu á sama tíma. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Stuttur fundur með fermingarbörnum og forráðamönnum þeirra eftir messu. Verið hjartanlega velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2014

Kvennakirkjukonur lofa Guð í Dómkirkjunni 6. apríl kl.14:00

Næsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður í Dómkirkjunni sunnudaginn 6. apríl kl. 14:00. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar um föstudaginn langa. Anna Sigríður Helgadóirttir syngur einsöng. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söng með kór Kvennakirkjunnar. Kaffi á kirkjulofti eftir messu.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2014

Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur er gestur okkar í dag, 3. apríl.

Hjartanlega velkomin til okkar í Opna húsið Lækjargötu 14a.
Í dag fáum við góðan gest sem er Guðjón Friðriksson sagnfræðingur. Guðjón hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir ritstörf. Það verður áhugavert að hlusta á hann og fræðast betur um Reykjavík. Opna húsið er frá 13:30-15:30. Veislukaffi að hætti Dagbjartar.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2014

Líf og fjör í Kolaportsmessum.

Séra Anna Sigríður, séra Sigrún Óskarsdóttir, séra Arnfríður Guðmundsdóttir og Margrét Scheving.

DSC_4054

 

Laufey Böðvarsdóttir, 1/4 2014

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur verður gestur okkar í opna húsinu fimmtudaginn 3. apríl

Laufey Böðvarsdóttir, 1/4 2014

Kyrrðarbænahópur á miðvikudögum

Umsjónarkonur eru  Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, sími 861-7201, netfang: annasigridur@domkirkjan.is og Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, sími 861-0361, netfang: sigurth@simnet.is. Öll þau sem áhuga hafa á kristilegri hugleiðslu eru hjartanlega

Laufey Böðvarsdóttir, 1/4 2014

Bæna-og kyrrðarstund í dag kl. 12.10 -12.30

Bæna-og kyrrðarstund í dag kl. 12.10 -12.30, Gómsæt súpa og kaffi í safnaðarheimilinu. Verið velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 1/4 2014

Ungdóm í kvöld, 31. mars kl. 19:30

Kæru foreldrar og forráðamenn fermingarbarna

Ef veður leyfir þá munum við að vera úti fyrri part Ungdóm-samverunnar í kvöld. Samveran hefst kl. 19:30 og ætlum við að byrja á því að fara skemmtilegan leik, kallaðan Pókó og svo fleiri leiki í framhaldið. Vonumst til að sjá sem flest fermingarbörn.

Kær kveðja,

Óli Jón og Siggi Jón

 

Laufey Böðvarsdóttir, 31/3 2014

Messa kl. 11 sunnudag og Kolaportsmessa kl. 14

Messa kl. 11 séra Anna Sigríður prédikar og þjónar fyrir altari. Skemmtilegt og fræðandi barnastarf á kirkjuloftinu sem æskulýðsleiðtogarnir Ólafur Jón og Sigurður Jón sjá um. Dómkórinn syngur og Kári Þormar stjórnar. Hjartanlega velkomin.

Kl. 14 er messa í Kolaportinu, séra Anna Sigríður Pálsdóttir, séra Sigrún Óskarsdóttir og séra Arnfríður Guðmundsdóttir þjóna. Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving sjá um tónlistina.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 28/3 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS