Dómkirkjan

 

Það var þétt dagskrá í Dómkirkjunni í gær, góð messa, messukaffi, Brass tónleikar og loks var Unglist með tónleika um kvöldið.
Allt var þetta ljúft og gott.
Í dag er hattafundur hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar, séra Karl biskup ætlar að vera með okkur og segja frá. Það verður bæði fróðlegt og skemmtilegt. Konurnar eru að koma í hús milli 17 og 17.30.
Á morgun, þriðjudag er bænastund kl. 12:10 í kirkjunni. Þar er gott að vera í góðum hóp og að bænastund lokinni er haldið í safnaðarheimilið í léttan hádegisverð. Á morgun verða “gestakokkar” þær Hanna og Helga. Verið hjartanlega velkomin.
Minni líka á tónleikana á miðvikudagskvöldið kl. 20. Þá verða frumflutt verk eftir ung íslensk tónskáld. Tónlistardögum Dómkirjunnar lýkur með þessum glæsilegum tónleikum.IMG_0505

Laufey Böðvarsdóttir, 10/11 2014 kl. 10.34

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS