Dómkirkjan

 

Fjölskyldumessa sunnudaginn 8. desember kl. 11

Það verður líf og fjör í fjölskyldumessunni sunnudaginn 8. desember. Sr. Anna Sigríður og æskulýðsleiðtogarnir Ólafur Jón og Sigurður Jón leiða stundina. Sunnudagaskólinn og fermingarbörnin verða með og Högni Gunnar Högnason, 11 ára sellónemandi, leikur á sellóið sitt við undirleik afabróður síns Odds Björnsson. Messukaffi í safnaðarheimilinu á eftir.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/12 2013

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir flytur hugvekju á aðventukvöldi Dómkirkjunnar 1. desember kl. 20:00

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir flytur hugvekju, sr. Hjálmar Jónsson og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjóna.
Strengjasveitinn Spiccato leikur Concerto grosso eftir Arcangelo Corelli.
Strengjasveitina skipa:
á fiðlu – Ágústa Jónsdóttir, Gunnhildur Daðadóttir, Hlíf Sigurjónsdóttir, Martin Frewer, Sigurlaug Eðvaldsdóttir
á violu – Sesselja Halldórsdóttir, Kathryn Harrison
á cello – Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, Ólöf Sigursveinsdóttir.
Dómkórinn og organisti er Kári Þormar.
Heimabakaðar smákökur og kaffi í safnaðarheimilinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/11 2013

Fyrsti sunnudagur í aðventu, messa kl. 11, sænsk messa kl. 14 og aðventukvöld

Fyrsta sunnudag í aðventu, 1 desember verður messa kl.11 þar sem sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn verður á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Sænsk messa kl. 14 sr. Anna Sigríður Pálsdótttir prédikar og þjónar fyrir altari. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir flytur hugvekju á aðventukvöldi Dómkirkjunnar kl. 20.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/11 2013

Ástbjörn okkar með bingó í dag, 28. nóvember kl. 14:00

Í opna húsinu í dag stjórnar Ástbjörn bingó eins og honum er einum lagið. Hlökkum til að sjá ykkur.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/11 2013

Guðni Ágústsson verður gestur okkar þriðjudagskvöldið 26. nóvember.

Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar stendur fyrir prjónakvöldi kl. 19 í safnaðarheimilinu, þriðjudagskvöldið 26. nóvember, súpa, kaffi og smákökur.
Gestur okkar verður Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra. Hann mun lesa úr nýútkominni bók sinni. Allir velkomnir, karlar, konur, ungir sem aldnir. Það þarf ekki að hafa neitt á prjónunum, bara mæta, því maður er manns gaman ;-)
Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/11 2013

Bíóferð UNGDÓM sunnudaginn 24. nóvember

Bíóferð Ungdóm
Næsta sunnudag ætlar Ungdóm að skella sér í bíó! Sýningin sem orðið hefur fyrir valinu er Hunger Games 2, kl. 14 í Háskólabíó.
Öll fermingarbörnin eru jafnframt hvött til þess að mæta í messu/ sunnudagaskóla kl.11. Að svo búnu (kl.12:10) verður þeim boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu. Fram að brottför verður undirbúin helgileikur fermingarbarna sem sýndur verður í fjölskylduguðþjónustu þann 8. desember. Myndin er búin um kl. 16:40. og þá er dagskrá lokið. Engin Ungdóm-samvera verður á mánudagskvöld þar sem Hagaskóli er að keppa í Skrekk.

Kær kveðja
Óli Jón og Siggi Jón

Laufey Böðvarsdóttir, 21/11 2013

Messa, sunnudagaskóli og Kolaportsmessa sunnudaginn 24. nóvember

Messa kl. 11, sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar.
Ung stúlka, Erla Hafrún Guðjónsdóttir leikur á fiðlu. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar.
Kolaportsmessa kl. 14, sr. Hjálmar Jónsson og Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni. Þorvaldur Halldórsson og Margrét sjá um tónlistina.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/11 2013

Leikur að ættfræði

Guðfinna Ragnarsdóttir kemur í dag og kynnir okkur fyrir ættfræðinni. Forfaðir Guðfinnu var Brandur Bjarnhéðinsson lögsagnari, sem gaf tvo altarisstjaka úr messing til Víkurkirkju fyrir 1915. Það er elstu gripirnir sem Dómkirkjan á. Einnig var langömmubróðir Guðfinnu, Eiríkur hringjari við Dómkirkjuna.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/11 2013

Guðfinna Ragnarsdóttir kemur til okkar fimmtudaginn 21. nóvember

Það verður án efa kátt á hjalla á fimmtudaginn þegar Guðfinna Ragnarsdóttir  kemur í heimsókn. Guðfinna er fyrrverandi kennari við Menntaskólann í Reykjavík og mikil áhugamanneskja um ættfræði.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/11 2013

Fyrirbænastundir alltaf í hádeginu á þriðjudögum

Minni á fyrirbænastundir í hádeginu alla þriðjudaga kl. 12:10 -12:30. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu á eftir.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/11 2013

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

- 13.00- 14.30 Opna húsið í safnaðarheimilinu, samvera, fræðsla og gott með kaffinu. Yfir vetrarmánuðina.
Tíðasöngur kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...