Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biksup Íslands prédikaði árla morguns við hátíðarguðþjónustu, sr. Anna og Sr. Hjálmar þjónuðu. Messa var einnig kl. 11 og þá prédikaði séra Hjálmar og fermdi tvö börn. Fagur var söngur Dómkórins og sem söng við báðar messurnar og Kári var organisti. Dómkórinn var með sitt árlega veisluborð á kirkjuloftinu og þar ríkti gleði. Þökkum öllum fyrir góðan dag og óskum fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra hjartanlega til hamingju.
Laufey Böðvarsdóttir, 20/4 2014
Laufey Böðvarsdóttir, 19/4 2014
Páskadagur 20.apríl
Hátíðarmessa kl. 08 frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands prédikar, séra Hjálmar Jónsson og séra Anna Sigríður Pálsdóttir þjóna. Dómkórinn syngur og Kári Þormar er organisti.
Hátíðarmessa kl. 11 Sr. Hjálmar jónsson prédikar og þjónar. Fermd verða þau Konráð Kárason Þormar og Þula Guðrún Árnadóttir. Dómkórinn syngur og Kári Þormar er organisti.
Annan dag páska 21. apríl er messa kl. 11 séra Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og Kári Þormar er organisti.
Laufey Böðvarsdóttir, 19/4 2014
Föstudagurinn langi 18. apríl
Guðþjónusta kl. 11 séra Hjálmar Jónsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisiti er Kári Þormar.
Krossferlil Krists kl. 14. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og Ólafur Jón Magnússon guðfræðinemi lesa píslarsöguna og vers úr Passíusálmunum. Á milli verður leikin falleg tónlist. Dómkórinn og organisti Kári Þormar.
Laufey Böðvarsdóttir, 18/4 2014
Skírdagur 17. apríl fermingarmessa kl 11 Séra Hjálmar Jónsson og séra Anna Sigríður Pálsdóttir þjóna. Fermdar verða 6 stúlkur, þær: Hildur Kristrún, Ingunn Ýr , Margrét, María Björk, Stella og Una.
- Skírdagskvöld 17. apríl kl. 20, messa kl. 20 Dr. Einar Sigurbjörnsson prédikar og séra Hjálmar Jónsson og séra Anna Sigríður Jónsdóttir þjóna. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Verið hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 16/4 2014
Á morgun miðvikudag verður sr. Anna Sigríður með kyrrðarbæn í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a, kl. 17:30 – 18:30. Byrjendur mæti kl.17:10.
Góð byrjun á páskafríinu, verið velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 15/4 2014
Laufey Böðvarsdóttir, 15/4 2014
Laufey Böðvarsdóttir, 15/4 2014