Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands var gestur okkar á skemmtilegu kvöldi hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar.
Laufey Böðvarsdóttir, 13/10 2014
Laufey Böðvarsdóttir, 13/10 2014
Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar heldur sinn fyrsta fund mánudaginn 13. október. Fundarkonur eru að koma í hús á milli 17 og 17:30.
Frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands verður gestur okkar. Kirkjunefndin var stofnuð til þess að standa að prýði Dómkirkjunnar og vinna að líknarmálum. Kirkjunefndin hittist mánaðarlega yfir vetrartímann. Á næsta ári fögnum við 85 ára afmæli KKD.
KKD konur ætla að mæta í bleiku eða með eitthvað bleikt í tilefni af árveknis- og fjáröflunarátakinu Bleiku slaufunni sem stendur yfir í október.
Laufey Böðvarsdóttir, 10/10 2014
Ólöf Sesselja verður gestur okkar í Opna húsinu á morgun, fimmtudag (13:30-15:30). Hún verður með upplestur og góðar veitingar með kaffinu. Allir velkomnir.
Laufey Böðvarsdóttir, 8/10 2014
Kæru foreldrar og forráðamenn fermingarbarna.
Í kvöld fer Ungdóm-samveran að mestu leyti í undirbúning fyrir Landsmót. Það skiptir miklu máli að allir þeir sem ætla á Landsmót mæti því við ætlum að undirbúa atriði fyrir hæfileikakeppni sem verður á Landsmóti. Allir aðrir eru velkomnir að hjálpa til og við komum til með að gera fleira skemmtilegt saman.
Í kvöld er lokafrestur til að skila leyfisbréfi og 6000 kr. staðfestingargjaldi. ATH staðf.gjaldið gengur uppí mótsgjaldið.
Kær kveðja
Óli Jón og Siggi Jón
Laufey Böðvarsdóttir, 7/10 2014
Bæna – og kyrrðarstund í hádeginu á morgun, þriðjudag kl. 12:10.
Að henni lokinni er haldið í safnaðarheimilið og snætt saman. Íslensk kjötsúpa á boðstólnum, hún á vel við á haustdögum sem þessum og gómsæt er hún . Hlökkum til að sjá ykkur. Fyrirbænaóskir má hringja inn í síma 520-9700.
Laufey Böðvarsdóttir, 6/10 2014
Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14
Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.
Skráning í fermingarfræðslu
Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi