Dómkirkjan

 

Skírdagur 17. apríl fermingarmessa kl. 11

 Séra Hjálmar Jónsson og séra Anna Sigríður Pálsdóttir. Dómkórinn syngur og Kári Þormar er organisti.

Skírdagskvöld 17. apríl kl. 20

Messa kl. 20 Dr. Einar Sigurbjörnsson prédikar og séra Hjálmar Jónsson og séra Anna Sigríður Jónsdóttir þjóna. Dómkórinn syngur og Kári Þormar er organisti

Föstudagurinn langi 18. apríl

      Guðþjónusta kl. 11 séra Hjálmar Jónsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og Kári Þormar er organisti

     Krossferlil Krists kl. 14. Sr.  Anna Sigríður Pálsdóttir og Ólafur Jón Magnússon guðfræðinemi.Dómkórinn syngur og Kári Þormar er organisti

Páskadagur 20.apríl

Hátíðarmessa kl. 08 frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands prédikar, séra Hjálmar Jónsson og séra Anna Sigríður Pálsdóttir þjóna. Dómkórinn syngur og Kári Þormar er organisti

        Hátíðarmessa kl. 11 Sr. Hjálmar jónsson prédikar og þjónar. Fermd verða tvö börn.

        Annan dag  páska  21. apríl er messa kl. 11 séra Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur          og Kári Þormar er organisti 

 

Laufey Böðvarsdóttir, 15/4 2014

Fermingarbörn pálmasunnudags prúðbúin og fín, komin á kirkjuloftið.

Fermingarbörn pálmasunnudags

Apríl 13 019

Apríl 13 021Apríl 13 022

 

Laufey Böðvarsdóttir, 14/4 2014

Það er fríður flokkur fermingarbarna sem fermist í Dómkirkjunni á pálmasunnudag 13. apríl kl. 11.00

Það er fríður flokkur fermingarbarna sem fermist í Dómkirkjunni á pálmasunnudag 13. apríl kl. 11.00. Agnes Guðrún Magnúsdóttir, Auður Mist Halldórsdóttir, Ágúst Úlfar Guðjónsson, Áslaug Lárusdóttir, Bjartur  Logi Sigurðarson, Egill Orri Árnason, Einar Logi Magnússon, Hákon Elliði Arnarson, Hörður Sindri Guðmundsson, Kristín Ögmundsdóttir, Marín Matthildur Jónsdóttir, Matthea Lára Pedersen og Þorsteinn Magnússon. Hér ríkir tilhlökkun og gleði.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/4 2014

Takið kvöldið frá !!!

Helgi Skúli Kjartanssson, sagnfræðingur verður gestur okkar á prjónakvöldinu 22. apríl. Nánar auglýst síðar.

 

 

Laufey Böðvarsdóttir, 10/4 2014

Kyrrðarbæn í dag í safnaðarheimilinu kl. 17:30. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/4 2014

Páskabingó á morgun, fimmtudag.

Pásakbingó í opna húsinu á morgun, fimmtudag. Opna húsið er frá 13:30-15:30. Kaffi og gott með kaffinu, verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/4 2014

Kvennakirkjan var með messu í Dómkirkjunni á boðunardegi Maríu, séra Auður Eir prédikaði.

6. apríl 2014 0396. apríl 2014 0436. apríl 2014 0316. apríl 2014 045

 

Laufey Böðvarsdóttir, 9/4 2014

Bæna-og kyrrðarstund alla þriðjudaga í hádeginu.

Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag kl 12:10-12:30. Ljúffeng súpa og kaffi í safnaðarheimilinu á eftir. Verið velkomin, góð samvera og gott fólk.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 8/4 2014

Gleði og gaman á kirkjuloftinu, á hverjum sunnudegi yfir vetrarmánuðina er skemmtilegt og fræðandi barnastarf á kirkjuloftinu. Æskulýðsleiðtogarnir okkar góðu þeir Óli Jón og Siggi Jón eru hér með börnum sem mættu eldhress í gærmorgun.

6. apríl 2014 019

Laufey Böðvarsdóttir, 7/4 2014

Auður Mist las bæn í messubyrjun, en Auður fermist á pálmasunnudag.

Auður Mist las bæn í messubyrjun í gær á boðunnardegi Maríu, en Auður fermist á pálmasunnudag.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/4 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...