Það iðar allt af lífi hér í miðbænum á þessum sólríka degi, garðyrkjumenn borgarinnar keppast við að snyrta og fegra Mæðragarðinn, því mæðradagurinn er á sunnudaginn. Mæðragarðurinn er austan við safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Hann var gerður árið 1925 og styttan Móðurást eftir Nínu Sæmundsson var sett upp í garðinum árið 1928. Séra Hjálmar prédikar í Dómkirkjunni á mæðradaginn og lokasamveran í barnastarfinu á þessu vori verður þá. Tilvalið að mæta í messu með börn/barnabörn og koma síðan við í Mæðragarðinum og skoða styttuna Móðurást.
Laufey Böðvarsdóttir, 7/5 2014
Laufey Böðvarsdóttir, 7/5 2014
Laufey Böðvarsdóttir, 6/5 2014
Bæna-og kyrrðarstund í kirkjunni í dag kl. 12:10. Veitingar í safnaðarheimilunu á eftir. Hjartanlega velkomin á þessa góðu stund.
Laufey Böðvarsdóttir, 6/5 2014
Aðalsafnaðarfundur verður haldinn fimmtudaginn 15. maí 2014 í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a og hefst kl. 17:15. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál.
Laufey Böðvarsdóttir, 5/5 2014
Laufey Böðvarsdóttir, 5/5 2014
Í kvöld verður Mission Impossible í Ungdóm. Leikurinn er fjörug útgáfa af ratleik, þar sem allt snýst um að fá stig fyrir að leysa miserfið verkefni. Herlegheitin hefjast kl. 19:30 og lýkur dagskrá kl. 21:00. Von er á smávegis rigningu en við munum ekki láta það stoppa okkur. Vonumst til að sjá sem flesta unglinga!
Kveðja frá Sigga Jóni og Óla Jóni.
Laufey Böðvarsdóttir, 5/5 2014
Kyrrðarbæn í dag í safnaðarheimilinu kl. 17:30, Lækjargötu 14a. Centering Prayer byggir á aldagamalli hefð sem síðan var endurvakin upp úr 1970 og hefur verið að ná sífellt meiri útbreiðslu. Hjartanlega velkomin
Laufey Böðvarsdóttir, 30/4 2014
Velkomin á bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag. Byrjar 12:10, að henni lokinni er gómsætt kjúklingasalat og kaffi í safnaðarheimilinu. Kammerkór Dómkirkjunnar heldur vortónleika í Dómkirkjunni í kvöld 29.apríl kl. 20.
Á dagskránni verða íslensk lög og sálmar, stjórnandi er Kári Þormar
Aðgangur ókeypis
The Reykjavik Cathedral Chamber choir sings Icelandic hymns and songs at Dómkirkjan on April 29th.
Conductor: Kári Þormar.
Admission Free
Der Kammerchor singt Hymne und isländische Lieder in der Reykjavík Dom am
Dienstag, 29. April. um 20 Uhr. Dirigent: Kári Þormar.
Eintritt frei
Le Choeur de chambre de la Cathédrale de Reykjavík organise un concert de printemps le
mardi 29 Avril à 20:00 dans la Cathédrale. Au programme chants islandais et psaumes.
Concert gratuit
Laufey Böðvarsdóttir, 29/4 2014