Dómkirkjan

 

Systkinadæturnar Sigríður Helga Ásgeirsdóttir og Lára Sif Þórisdóttir voru fermdar í Dómkirkjunni í dag. Óskum þeim og fjölskyldum þeirra hjartanlega til hamingju.

Systkinadæturnar fermdar saman í dag
Fermingarstúlkurnar og frænkurnar Sigríður Helga Ásgeirsdóttir og Lára Sif Þórisdóttir með séra Hjálmari.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/7 2014

Velkomin til messu sunnudaginn 20. júlí

Messa sunnudaginn 20. júlí kl.11 séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Fermdar verða Sigríður Helga Ásgeirsdóttir og Lára Sif Þórisdóttir, Kammerkór Dómkirkjunnar og organisti er Kári Þormar. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/7 2014

Bæna- og kyrrðarstund í dag, 15. júlí.

Bæna- og kyrrðarstund í dag, 15. júlí kl. 12.10-12.30. Súpa og kaffi í safnaðarheimilinu á eftir. Hjartanlega velkomin.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 15/7 2014

Messa sunnudaginn 13. júlí kl. 11

Messa sunnudaginn 13. júlí kl. 11, séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kammerkór Dómkirkjunnar og organisti er Kári Þormar.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/7 2014

Bæna-og kyrrðarstund kl. 12:10-12:30 í dag 8. júlí. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu á eftir. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/7 2014

Útskriftarfagnaður á kirkjuloftinu, hugheilar hamingjuóskir.

IMG_1661 IMG_1665 IMG_1664 IMG_1663 IMG_1662 IMG_1670 IMG_1669

Laufey Böðvarsdóttir, 4/7 2014

Messa sunnudaginn 6. júlí kl. 11 séra Anna Sigríður prédikar og þjónar fyrir altari. Kammerkór Dómkirkjunnar og organisti er Kári Þormar

Laufey Böðvarsdóttir, 4/7 2014

Brautskráning djákna- og prestsefna úr starfsþjálfun.

IMG_0225Ellefu djákna- og prestsefni brautskráðust úr starfsþjálfun þjóðkirkjunnar við athöfn í Dómkirkjunni í dag 3. júlí. Þar með hafa þau öðlast embættisgengi sem gefur þeim rétt á að sækja um djákna- eða prestsstörf í þjóðkirkjunni. Starfsþjálfunin fer fram í söfnuðum undir handleiðslu djákna eða prests. Þau sem útskrifuðust eru Díana Ósk Óskarsdóttir, Dís Gylfadóttir, Dóra Sólrún Kristinsdóttir, Guðrún Hrönn Jónsdóttir, Fritz Már Jörgensson, Halla Elín Baldursdóttir, Karen Lind Ólafsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir, María Rut Baldursdóttir, Viðar Stefánsson og Þórunn R. Sigurðardóttir. Biskup Íslands óskaði þeim til hamingju og fylgja bænir hennar sérhverju þeirra. Á myndinni eru kandídatarnir ásamt Rut G. Magnúsdóttur, djákna og formanni Djáknafélags Íslands, séra Önnu Sigríði Pálsdóttur, presti Dómkirkjunnar, sem leiddi helgistund við brautskráninguna og Ragnhildi Ásgeirsdóttur djákna, sem hafði umsjón með starfsþjálfuninni á liðnu ári. Óskum þeim hjartanlega til hamingju.

 

 

Laufey Böðvarsdóttir, 3/7 2014

Prjónakvöldin

Veturinn 2013-2014 stóðu nokkrar konur fyrir prjónakvöldum mánaðarlega í safnaðarheimilinu og fengu til sín góða gesti: Arndísi Sigurbjörnsdóttur, Guðna Ágústsson, Karl biskup,  Helga Skúla Kjartansson, séra Hjálmar og séra Önnu Sigríði. Mjög góð þátttaka var á þessum kvöldum. Konurnar seldu súpu, kaffi og sætmeti og söfnuðu þannig vel á annað hundrað þúsund króna sem þær notuðu til að kaupa fjóra ljóskúpla sem vantaði í Dómkirkjuna. Meðal annars var brotinn kúpull fyrir ofan orgelið. Lengi var búið að leita af þessum kúplum, sem eru sérstakrar gerðar. Þorsteinn Bergsson hjá Minjavernd lagði okkur lið í þeirri leit, sem lauk þannig að verksmiðjan sem framleiddi þá á sínum tíma fannst í Þýskalandi og handgerðu þeir þessa kúpla fyrir Dómkirkjuna. Þökkum öllum þessum góðum gestum sem og öllum sem mættu á prjónakvöldin. Kirkjan þakkar konunum fyrir góða gjöf. Við sjáumst hress að nýju á prjónakvöldum í haust.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 2/7 2014

Bæna-og kyrrðarstund í dag 1. júlí í hádeginu

Velkomin á bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag kl. 12:10-12:30. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu á eftir.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/7 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Sunnudagur

- 11.00 Messa

-

Dagskrá ...