Dómkirkjan

 

Skemmtilegur sunnudagur framundan

Næstkomandi sunnudag verður messa kl. 11 séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Skemmtilegt barnastarf á kirkjuloftinu. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Aðventu guðþjónusta Kvennakirkjunnar er kl. 14. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stýrir söngnum og kvennakirkjukonur syngja. Aðventukvöld kl. 20, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flytur hugleiðingu. Arngunnur Árnadóttir, klarínetta og Laufey Jensdóttir, fiðla flytja Sónötu TWV eftir Telemann. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar. Smákökur og kaffi í safnaðarheimilinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/12 2014

Ljúf messa gær, þar sem spádómskertið var tendrað á fallega aðventukransinum. Aðventukvöldinu var frestað til sunnudagsins 7. desember kl. 20. Á morgun er bæna-og kyrrðarstund í kl. 12:10 -12:30, létt máltíð í safnaðarheimilinu að bænastund lokinni. Fyrirbænir má hringja inn í síma 520-9700. Það er gott að taka sér stund í hádeginu í kirkjunni, úr amstri hversdagsins í kyrrðina. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/12 2014

Aðventukvöldi Dómkirkjunnar er frestað um viku, það verður sunnudaginn 7. desember kl. 20:00. Kolaportaportsmessan fellur líka niður á morgun.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/11 2014

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra verður ræðumaður á aðventukvöldi Dómkirkjunnar á sunnudaginn kl. 20

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra verður ræðumaður á aðventukvöldi Dómkirkjunnar á sunnudaginn kl. 20. Arngunnur Árnadóttir leikur á klarinett og Laufey Jensdóttir á fiðlu. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Dómkirkjuprestarnir séra Hjálmar Jónsson og séra Sveinn Valgeirsson. Kaffi og jólasmákökur í safnaðarheimilinu. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/11 2014

Séra Hjálmar prédikar sunnudaginn 30. nóvember kl.11

Laufey Böðvarsdóttir, 26/11 2014

Bingó í Opna húsinu á morgun, fimmtudag

Ástbjörn okkar verður bingóstjóri. Opna húsið er frá 13;30-15:30. Hlökkum til að sjá ykkur, allir velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/11 2014

Nýtt netfang hjá séra Önnu Sigríði: annasigridur@lausnin.is

Laufey Böðvarsdóttir, 25/11 2014

Bíóferð í kvöld hjá Ungdóm Í kvöld ætlar Ungdóm að fara saman í bíó á Hunger Games: Mockingjay part. 1 í Háskólabíó kl. 18. Mæting er í andyri Háskólabíós kl. 17:30 og reiknað er með að myndin klárist um 20:40. Kær kveðja, Óli Jón og Siggi Jón

Laufey Böðvarsdóttir, 25/11 2014

Minni á að í dag, þriðjudag er bænastund kl. 12:10. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að bænastund lokinni. Á fimmtudaginn verður bingó í Opna húsinu, bingóstjóri verður enginn annar en Ástbjörn okkar Egilsson. Síðastliðinn fimmtudag flutti Heimir B. Janusarson fróðlegt og skemmtilegt erindi um Hólavallagarð. Heimir vakti heldur betur áhuga okkar á þessum merka kirkjugarði og var ákveðið að skella sér í göngu með Heimi um garðinn á sumri komandi.

IMG_0641 IMG_0639

Laufey Böðvarsdóttir, 25/11 2014

Skemmtilegt prjónakvöld, frú Agnes biskup Íslands var gestur okkar. Gaman að hlusta á hennar frásögn. Við þökkum henni og ykkur öllum sem komuð fyrir góða samveru.

fileIMG_0682 IMG_0651 IMG_0688 IMG_0669 IMG_0678

Laufey Böðvarsdóttir, 24/11 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS