Signý var um árabil bóndi í Skálholti, hún rak þar myndarbú með manni sinum Guttormi, einnig hefur hún verið handmenntakennari síðan hún lauk Kennaraháskólanum 1985 Textíldeild,1986 og var eitt ár í smíðadeild KHí. Signý hefur sótt fjögur námskeið hjá Inge Marie Regnar í þæfingu í Danmörku, úttsaumsnámskeið hjá Björk á Skals og fjölbreytt námskeið tengd silfursmíði og trésmíði.
Prjónakaffið hefat kl. 19 með léttum kvöldverði og kaffi á góðu verði, sjáumst í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a mánudagskvöldið 29. september.
Laufey Böðvarsdóttir, 23/9 2014
Lagt verður af stað kl. 10 frá safnaðarheimilinu og áætlað er að koma ekki seinna en kl. 16 til baka. Skráning hjá Laufeyju i síma 520-9700 eða 898-9703.
Farið verður í Árnessýsluna, haustlitafegurð og skemmtilegur félagsskapur. Verið velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2014
Kerti í bænastjaka.
Kristsdagur verður haldinn laugardaginn 27. september í Hörpu með þrískiptri dagskrá frá kl. 10-12, 14-16 og 18-20 í Eldborg. Viðburðurinn er samkirkjulegur og undirbúinn af hópi fólks úr ýmsum kirkjum og kristnum trúfélögum.
Þema dagsins er „Saman í bæn fyrir landi og þjóð“. Dagskrá fyrstu tveggja samveranna verður bæn fyrir hinum ýmsum sviðum samfélagsins auk tónlistar, stuttra ávarpa og ritningarlestur. Fyrir hádegi verður dagskráin með þjóðlegum blæ og eftir hádegi með alþjóðlegum blæ þó svo áherslan sé á bæn fyrir Íslandi og þjóðinni. Hátt í 300 manns munu taka þátt í tónlist og söng, þar af eru nokkrir kórar og lúðrasveit.
Fólk úr mörgum mismunandi kirkjudeildum, alls um 60 manns, mun stíga fram og leiða bænagjörð dagsins. Þar á meðal eru vígslubiskupar, prestar, djáknar og leikmenn. Bæði forseti Íslands og biskup Íslands munu flytja ávörp í upphafi morgunstundarinnar.
Sérstök barnadagskrá fyrir 5-12 ára verður í Silfurbergi á sama tíma sem einkennist af söng, gleði, leik og fræðslu um bænina og mikilvægi hennar. Á svæðinu fyrir framan Eldborg verða kynningarborð þar sem margvíslegt kristilegt starf verður kynnt og sérstakt bænatjald fyrir persónulega fyrirbæn.
Kl. 18-20 verða söngtónleikar í Eldborg þar sem sungin verða nýleg lög og eldri sálmar. Áherslan er á að fólk geti sungið með og lokið þessum degi þannig í lofgjörð til Drottins. Umsjón með tónleikunum hafa Óskar Einarsson og Hrönn Svansdóttir.
Aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir.
Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2014
Á morgun, þriðjudag er fyrirbænastund í hádeginu. Að henni lokinni er létt máltíð í safnaðarheimilinu við Vonarstræti. Stundin er öllum opin og er góður vettvangur til samfélags og fyrirbæna. Fyrirbænir má senda á netfangið domkirkjan@domkirkjan.is eða í síma 520-9700.
Um kvöldið, kl. 19:30 – 21:00 verður Mafíukvöld í Ungdóm, æskulýðsleiðtogarnir okkar taka vel á móti fermingarbörnunum. Farið verður í ráðgátuleikinn Mafíu og ítalskar flatbökur verða á boðstólnum í boði kirkjunnar. Vonumst til að sjá ykkur sem flest!
Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2014
Fyrsta prjónakvöld vetrarins verður mánudaginn 29. september kl. 19. Við fáum góðan gest til okkar og súpa og kaffi á góðu verði. Nánar auglýst síðar.
Laufey Böðvarsdóttir, 20/9 2014
Séra Sveinn Valgeirsson verður settur inn í embærri dómkirkjuprests af séra Birgi Ásgeirssyni prófasti. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar organista. Skemmtilega barnastarfið á kirkjuloftinu hjá æskulýðsleiðtogunum Óla Jóni og Sigga Jóni. Messukaffi í safnaðarheimilinu. Óskum séra Sveini enn og aftur til hamingju með enbættið og óskum honum til hamingju sem og blessunar í starfi dómkirkjuprests. Verið hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 20/9 2014
Nýr dómkirkjuprestur, sr. Sveinn Valgeirsson verður settur inn í embætti af prófastinum sr. Birgi Ásgeirssyni. Eftir messuna verður boðið upp á veitingar í safnaðarheimilinu. Organisti er Kári Þormar, Dómkórinn syngur. Barnastarfið á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Óla Jóns og Sigga Jóns. Um kvöldið verður æðruleysismessa kl. 20
sr. Sveinn Valgeirsson og sr. Karl V. Matthíasson þjóna.
Hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 18/9 2014
Það verður vinafundur í safnaðarheimili Dómkirkjunnar á morgun, fimmtudag þegar opna húið hefst aftur eftir sumarfrí. Haustferðin okkar verður síðan viku seinna eða fimmtudaginn 25. september.
Góð samvera og gott með kaffinu með séra Sveini, við bjóðum hann velkominn í okkar góða hóp.
Hlökkum til að sjá ykkur, allir velkomnir.
Laufey Böðvarsdóttir, 17/9 2014
Á morgun, þriðjudag er bænastund í hádeginu og góður hádegisverður að hætti Hrafnhildar í safnaðarheimilinu að henni lokinni. Ungdóm er með samveru um kvöldið í safnaðarheimilinu.
Á fimmtudaginn byrjar “Opna húsið” eftir gott sumarfrí, séra Sveinn Valgeirsson nýr dómkirkjuprestur verður með okkur. Það verður gaman að hitta hópinn eftir sumarið, allir velkomnir, alltaf gaman þegar nýtt fólk bætist í hópinn. Á sunnudaginn verður innsetning séra Sveins Valgeirssonar og verður messukaffi við Vonarstræti eftir messu
Laufey Böðvarsdóttir, 15/9 2014