Þrír guðfræðingar og þrír djáknakandídatar verða vígðir til prests- og djáknaþjónustu á sunnudaginn kemur. Vígslan fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 14.
Vígð verða:
Davíð Þór Jónsson til þjónustu sem héraðsprestur í Austurlandsprófastsdæmi
Ólöf Margrét Snorradóttir til prestsþjónustu í Egilsstaðaprestakalli
Sveinn Alfreðsson til prestsþjónustu í Lindaprestakalli
Dóra Sólrún Kristinsdóttir til djáknaþjónustu í Langholtsprestakalli
Linda Jóhannsdóttir til djáknaþjónustu í Ásprestakalli
Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir til djáknaþjónustu í Glerárprestakalli
Vígsluvottar verða sr. Sigurður Jónsson, sr. Davíð Baldursson, sr. Lára G. Oddsdóttir, sr. Þorgeir Arason, sr. Gunnlaugur Garðarsson, sr. María Guðrún Gunnlaugsdóttir, sr. Guðmundur Karl Brynjarsson, sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir og Rut G. Magnúsdóttir, djákni. Sr. Hjálmar Jónsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónar fyrir altari. Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vígir.
Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 14. september. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Barnastarfið á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.
Samkoma í Dómkirkjunni er á þessa leið: Aðstandandi eftir sjálfsvíg segir frá reynslu sinni. Sr. Halldór Reynisson flytur hugvekju. Tónlist: Högni EgSíðuilsson. Óttar Guðmundsson geðlæknir leiðir kyrrðarstundina
Kveikt á kertum til minningar um þau sem fallið hafa fyrir eigin hendi.
Orgelleikur: Helga Guðmundsdóttir Samkoman er á vegum þjóðkirkjunnar, landlæknis , geðsviðs LSH, Nýrrar dögunar, Lifa, Hugarafls, Rauða krossins og Geðhjálpar.
Nú er Ungdóm að fara aftur í gang eftir langt sumarfrí. Við höfum safnað kröftum og skelt í flotta dagskrá fyrir komandi haust og lofum því að gefa ekkert eftir hvað varðar hressleika og metnað. Í haust verða samverurnar vikulega á þriðjudögum kl. 19:30-21:00 og nýjum fermingarbörnum er boðið að vera með.
Við munum taka vel á móti unglingunum þriðjudagskvöldið 9. september og bjóðum upp á pókó og missti-stig. Við vonumst til að sjá sem flest að nýju og treystum á að þið hvetjið unglingana ykkar að halda áfram í starfi kirkjunnar!
Kær kveðja,
Óli Jón og Siggi Jón
8. september – Pókó og missti-stig
15. september – Mission Impossible
22. september – Mafíukvöld
29. september – Actionary-kvöld
13. október – Jól í skókassa
20. október – Undirbúningur fyrir Landsmót
24.-26. október – Landsmót ÆSKÞ á Hvammstanga.
27. október – Skautar
28. október – Hrekkjavökupartí
3. nóvember – Söfnun fyrir Hjálparstarf Kirkjunnar
10. nóvember – Spilakvöld
17. nóvember – Bíó: Dumb and Dumber To
24. nóvember – Listakvöld
8. desember – Litlu-jól
Unglingastarfið
Unglingastarf Dómkirkjunnar er fyrir alla unglinga í 8. – 10. bekk. Samverur eru á mánudögum kl. 19:30 – 21:00 á lofti safnaðarheimilis Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a.
UNGDÓM-samverurnar eru samblanda af skemmtilegum leikjum og viðburðum, lífsleikni, fræðslu og hugleiðingum. Unglingarnir fá tækifæri að kynnast sjálfum sér, öðrum og trúnni betur.
Dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor, á Prestastefnu 2011.
Dagskrá í tali og tónum til heiðurs dr. Einari Sigurbjörnssyni prófessor verður í Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 18. september 2014, kl. 17:30–19:00. Að dagskrá lokinni verða veitingar í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju í boði Guðfræðistofnunar og Guðfræði– og trúarbragðafræðideildar Háskóla Íslands.
Allir sem heiðra vilja dr. Einar Sigurbjörnsson í tilefni af 70 ára afmæli hans eru hjartanlega velkomnir.