Dómkirkjan

 

Vetrarstarfi Opna hússins lauk í gær með vorferð suður með sjó.

Vorferð Dómkirkjunnar var farin í gær á þessum sólríka og fallega degi. Fararstjóri var Karl biskup. Margt var skoðað m.a.Kvikan í Grindavík – forvitnilegt safn þar sem við urðum ýmsu vísari um jarðorku, saltfiskverkun og Guðberg Bergsson rithöfund. Fengum góða kjötsúpu í Salthúsinu og södd og sæl héldum við í Hvalsneskirkju þar sem Karl fræddi okkur um árin hans Hallgríms Péturssonar í Hvalsnesi. Hallgrímur og Guðríður kona hans misstu nokkur börn m.a Steinunni. Í kirkjunni er legsteinn sem fannst þar í jörðu fyrir nokkrum árum, nafn Steinunnar er greypt í steininn. Altaristaflan í Hvalsneskirkju er máluð eftir altaristöflunni í Dómkirkjunni og sýnir upprisuna. Á leiðinni heim áðum við í Vitanum í Sandgerði og fengum þar kaffi og gott meðlæti. Þökkum ykkur öllum fyrir samveruna í dag  será Karli fyrir skemmtilega fararstjórn og heimafólkinu fyrir góðar móttökur. Opna húsið er þar með komið í sumarfrí en ég vek athygli á að bæna- og kyrrðarstundirnar í hádeginu á þriðjudögum verða í allt sumar. Verið hjartanlega velkomin þangað sem og í sunnudagsmessurnar. Gleðilegt sumar.

Vorferð suður með sjó 2014 072Vorferð suður með sjó 2014 042Vorferð suður með sjó 2014 029Vorferð suður með sjó 2014 051Vorferð suður með sjó 2014 067Vorferð suður með sjó 2014 058 Vorferð suður með sjó 2014 039 Vorferð suður með sjó 2014 018

Laufey Böðvarsdóttir, 22/5 2014

Kyrrðarbænin á morgun, miðvikudag fellur niður.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/5 2014

Dómkirkjan verður lokuð á morgun, miðvikudag vegna viðgerðar

Laufey Böðvarsdóttir, 20/5 2014

Bæna-og kyrrðarstund í dag. þriðjudag

Bæna-og kyrrðarstund í dag kl. 12:10-12:30. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu . Verið velkomin á þessa góðu stund. Hringja má inn fyrirbænir í síma 520-9700.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/5 2014

Vorferðin miðvikudag 21. maí, séra Karl Biskup verður fararstjóri

Á miðvikudaginn 21. maí verður farið í árlegu vorferð Dómkirkjunnar. Að þessu sinni verður farið suður með sjó, fararstjóri verður séra Karl Sigurbjörnsson, biskup. Við ætlum m.a. að fara í Hvalsneskirkju þar mun séra Karl segja okkur frá Hallgrími Péturssyni. Brottför frá safnaðarheimilinu kl. 10:30 og áætluð heimkoma um kl. 16. Skráning í síma 520-9700.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/5 2014

Bankanúmer vegna kaupa á sögu Dómkirkjunnar: 301-13-111732

Dómkirkjan í Reykjavík III, Á aldahvörfum er 154 blaðsíður í pappírskilju, ríkulega prýdd myndum og kemur út í áskrift í júní byrjun og verða eintök númeruð eftir því sem áskriftarbeiðnir berast. Pantanir skulu berast í tölvupósti til domkirkjan@domkirkjan.is eða í síma hjá kirkjuverði 520-9700. Eintakið mun kosta 5.000 krónur og greiðist fyrir 1. júní og verður svo sent heim.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/5 2014

Sumartónleikar hjá Borgarkórnum

í Dómkirkjunni þriðjudagskvöldið 20. maí kl. 20:00

Sérstakir gestir: Hinsegin kórinn

 Miðaverð aðeins kr. 1.000.

(Erum ekki með posa)

Laufey Böðvarsdóttir, 19/5 2014

Nýtt bindi sögu Dómkirkjunnar væntanlegt.

Senn kemur út Dómkirkjan í Reykjavík III, Á aldahvörfum eftir sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson.  I Byggingasagan og II Í iðu þjóðlífs eftir sr. Þóri Stephensen fyrrum dómkirkjuprest komu út í einu bindi á 200 ára afmæli kirkjunnar 1996. Tíminn sem síðan er liðinn hefur verið mjög viðburðarríkur, framkvæmdir og breytingar hafa orðið  sem nauðsynlegt var talið að gera skil.
Í  væntanlegri bók verður þó áherslan fyrst og fremst á starfinu í Dómkirkjunni  og á vegum safnaðar hennar. Margt fólk hefur komið að þar við sögu og er sjálfsagt að hlut þess séu gerð skil, svo mjög sem allt það sem fram hefur farið hefur byggst á framlagi þess.
Dómkirkjan í Reykjavík III, Á aldahvörfum er 154 blaðsíður í pappírskilju, ríkulega prýdd myndum og kemur út í áskrift í júní byrjun og verða eintök númeruð eftir því sem áskriftarbeiðnir berast. Pantanir skulu berast í tölvupósti til domkirkjan@domkirkjan.is eða í síma hjá kirkjuverði 520-9700. Eintakið mun kosta 5.000 krónur og greiðist fyrir 1. júní og verður svo sent heim.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/5 2014

Norsk messa á þjóðhátíðardegi Norðmanna 17. maí

Norsk messa laugardaginn 17 maí kl.13:45 á þjóðhátíðardegi Norðmanna. Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. organisti er Kári Þormar, norskur kór syngur. Verið  hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/5 2014

Séra Anna Sigríður prédikar sunnudaginn 18. maí

Á sunnudaginn er messa kl. 11 séra Anna Sigríður prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Kári Þormar og Dómkórinn syngur. Sunnudagaskólinn er kominn í sumarfrí. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/5 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

- 13.00- 14.30 Opna húsið í safnaðarheimilinu, samvera, fræðsla og gott með kaffinu. Yfir vetrarmánuðina.
Tíðasöngur kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...