Dómkirkjan

 

Opna húsið í Safnaðarheimilinu byrjar fimmtudaginn 17. september.

Opna húsið í Safnaðarheimilinu byrjar fimmtudaginn 17. september. Það er frá kl. 13-30-15.30. Við fáum marga góða gesti til okkar í vetur.
Haustferðin verður farin fimmtudaginn 24. september. Dagskráin fram að jólum kemur inn á heimasíðuna nú í vikunni. Hlökkum til að sjá ykkur. Allir velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 31/8 2015

Afmælishátíð Í Hallgrímskirkju

11053183_1015998545088619_4186852166734811810_o

Laufey Böðvarsdóttir, 29/8 2015

Sunnudaginn 30. ágúst sem er 13. sunnudagur eftir þrenningarhátíð er messa kl. 11:00. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og Árni Árnason lesa ritningarlestrana. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Verið hjartanlega velkomin.

Einnig er messa í Kolaportinu á sunnudaginn kl. 14.00 séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Ragnheiður Sverrisdóttir djákni þjóna. Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving leika og syngja. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/8 2015

Bænastund í hádeginu á morgun, þriðjudag kl.12:10. Léttur hádegisverður í Safnaðarheimilinu. Bach tónleikar annað kvöld, Ólafur Elíasson leikur á flygilinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/8 2015

Guðrún Árný og hljómsveit kl. 19 á Menningarnótt

Í Dómkirkjunni á Menningarnótt kl. 19:00 Guðrún Árný syngur og leikur á píanó, frumsamin lög og lög eftir bróður sinn Hilmar Karlsson. Með henni eru Pétur Valgarð á gítar, Ingólfur Sigurðsson á trommur og Birgir Steinn á bassa. Gestasöngvarar Jónína Aradóttir, Arnar Jónsson og Soffía Karlsdóttir

Laufey Böðvarsdóttir, 20/8 2015

,,Rökkrið yljar”

,,Rökkrið yljar” – Tónlistin tengist öll dekkri hliðum mannlegrar tilivistar og verður flutt í myrkri, við kertaskímu. Efnisskráin uppistendur af þjóðlögum og endurreisnartónlist. Mikið er lagt upp úr að skapa dulúðlega stemningu með leikrænu ívafi þar sem frásagnir af verkunum fléttast á milli verkanna í einni samfellu hljóðfæraleiks og söngs.
Tónleikar kl. 20.00 á Menningarnótt í Dómkirkjunni.
Kammerhópurinn Umbra: Alexandra Kjeld – Kontrabassi og söngur, Arngerður María Árnadóttir – keltnesk harpa og söngur, Guðbjörg Hlín Hilmarsdóttir – barokkfiðla, Lilja Dögg -söngur.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/8 2015

Norrænir ljóðasöngvar og glaðværar aríur úr Suðri

Álfheiður Erla Guðmundsdóttir sópransöngkona og Anni Aurora Laukkanen píanóleikari auk góðra gesta koma fram á tónleikum á Menningarnótt þann 22. ágúst kl. 21:00 í Dómkirkjunni í Reykjavík. Á efnisskránni verða norrænir ljóðasöngvar og glaðværar aríur úr Suðri.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/8 2015

Sunnudaginn 23. ágúst sem er tólfti sunnudagur eftir Þrenningarhátíð er messa kl.11:00. Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Domkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/8 2015

Bach á þriðjudagskvöldum í Dómkirkjunni 20:30 – 21:00 Píanóleikarinn Ólafur Elíasson leikur nokkrar af 48 prelódíum og fúgum Bachs á flygilinn í Dómkirkjunni öll þriðjudagskvöld. Aðgangur ókeypis.

Um Ólaf Elíasson:
Ólafur var nemandi Rögnvaldar Sigurjónssonar píanóleikara á Íslandi en stundaði framhaldsnám fyrst í París hjá hinum heimsþekkta píanóleikara Vlado Perlemuter og síðar í Englandi, m.a. við konunglega tónlistarháskólann í London (Royal Academy of Music) þar sem hann lauk einleikaraprófi 1994.
Ólafur hefur haldið tónleika víða, bæði hérlendis og erlendis. Hann hefur leikið inn á nokkra geisladiska, meðal annars píanókonserta bæði eftir Bach og Mozart ásamt sinfóníuhljómsveitinni London Chamber Group og hafa þeir fengið frábæra dóma.
Ólafur hefur einnig leikið sem meðleikari með Sigurði Bragasyni baritón og hafa þeir haldið fjölda tónleika víða, og í sumum þekktustu tónleikahúsum heims svo sem Carnegie Hall í New York, Wigmore Hall í London og Kennedy Center í Washington. Washington Post sagði um leik Ólafs: ,,…að leikur hans væri bæði nákvæmur og líflegur!“
Síðustu ár hefur Ólafur einbeitt sér að verkum J.S. Bachs en hann hyggst hljóðrita allar prelódíur og fúgur Bachs á næstu árum.
Hægt er að hlusta á upptökur með píanóleik Ólafs á Soundcloud:

Laufey Böðvarsdóttir, 18/8 2015

Strengjasveitin Spiccato heldur tónleika í Dómkirkjunni mánudaginn 17. ágúst klukkan 20:00.

Eftirlætis barokk
spiccato_domkirkjan-1

Flutt verður vinsæl tónlist frá barokk tímabilinu meðal annars
Handel – „Harmonious Blacksmith“ og „Arrival of the Queen of Sheba“,
Vivaldi – Konsert fyrir tvær fiðlur í a-moll og Konsert fyrir tvær fiðlur og selló í d-moll,
Bach – Konsert fyrir þrjár fiðlur.

Bach konsertinn hefur sjaldan verið fluttur á Íslandi en tveir af félögum Spiccato hljómsveitarinnar tóku þátt í sembalflutningi hans í Skálholti fyrir tuttugu og fimm árum síðan. Upphaflega skrifaði Bach konsertinn fyrir þrjár fiðlur og hĺjómsveit en þær nótur glötuðust. Martin umskrifaði konsertinn fyrir upprunanleg hljóðfæri út frá sembal útgáfunni. Blacksmith var útsetti fyrir fimmtán árum síðan á meðan Martin beið eftir vorinu. Heimþráin greip hann sem oft áður á þessum tíma og honum varð hugsað til verksins sem faðir hans spilaði og söng af mikilli innlifun.

Strengjasveitina Spiccato skipa:
Ágústa María Jónsdóttir, Dóra Björgvinsdóttir, Guðrún Þórarinsdóttir,
Hlíf Sigurjónsdóttir, Júlíana Elín Kjartansdóttir, Kathryn Harrison,
Maria Weiss, Martin Frewer, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, Páll Hannesson,
Sigurlaug Eðvaldsdóttir og Þórdís Gerður Jónsdóttir

Laufey Böðvarsdóttir, 16/8 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS