Dómkirkjan

 

Í sól og sumaryl

Blessuð sólin farin að skína á okkur hérna við Tjörnina og miðbærinn iðar af lífi. Minni á tónleika strengjasveitarinnar Spiccato í kvöld kl. 20:00. Á morgun kl. 12.10 er bæna-og kyrrðarstund, þar mætir trúfastur og góður hópur í viku hverri. Allir eru velkomnir, það er vel tekið á móti nýju fólki. Að bænastund lokinni er haldið í safnaðarheimilið við Vonarstræti í léttan hádegisverð. Á morgun þriðjudag fáum við tvo “gestakokka” en það er kærleiksríkir sjálfboðaliðar sem ætla að töfra fram eitthvað gómsætt. Hlökkum til að sjá ykkur.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 11/8 2014

Spiccato í kvöld, mánudag 11. ágúst kl. 20:00

Strengjasveitin Spiccato leikur sína eftirlætisbarokktónlist í Dómkirkjunni í kvöld kl. 20. Strengjasveitina skipa þau:
Ágústa María Jónsdóttir, Dóra Björgvinsdóttir Hlíf Sigurjónsdóttir Maria Weiss Martin Frewer, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Sarah Buckley,Sesselja Halldórsdóttir, Arnþór Jónsson Lovísa Fjeldsted og Páll Hanneson. Miðaverð 2000. Verið velkomin að njóta.sPICCATO

Laufey Böðvarsdóttir, 10/8 2014

Fermingarnámskeið hefst með guðþjónustu 17. ágúst kl.11

Fermingarfræðslan 2014-2015

Fermingarfræðsla Dómkirkjunnar 2014 – 2015

Fermingarfræðslan hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni 17. ágúst kl. 11.00  

Eftir messu verður kynningarfundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra.

Fermingarfræðslunámskeið verður svo dagana 18. – 21. ágúst kl. 9 – 12 í Safnaðarheimili kirkjunnar, Lækjargötu 14a.

Fyrirhugaðir fermingardagar vorið 2015 eru:

Pálmasunudagur, kl. 11.00

Skírdagur kl. 11.00

Hvítasunnudagur kl. 11.00

Vinsamlegast skráið ykkur á kirkjan@domkirkjan.is eða  hjalmar@domkirkjan.is

Með bestu óskum  og kveðjum til fermingarbarna og fjölskyldna þeirra

 

Laufey Böðvarsdóttir, 8/8 2014

Barnakór Fredriksberg kirkju sem söng í Dómkirkjunni.

img122

Laufey Böðvarsdóttir, 8/8 2014

Þakkarkort sem Dómkirkjunni barst frá barnakór Fredriksbergs Kirkju Danmörku, en þau sungu við messu í Dómkirkjunni á uppstigningardag.

Þakkarkort sem Dómkirkjunni barst frá barnakór Fredriksbergs Kirkju Danmörku, en þau sungu við messu í Dómkirkjunni á uppstigningardag.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/8 2014

IMG_1752IMG_1751

Laufey Böðvarsdóttir, 7/8 2014

Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari 10. ágúst

Messa kl. 11 sunnudaginn 10. ágúst, séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kammerkór Dómkirkjunnar og organisti er Judith Þorbergsson.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/8 2014

Ljóðatónleikar í dag, fimmtudag kl. 12 í Dómkirkjunni.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/8 2014

Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag, þriðjudag kl. 12:10. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu á eftir. Hjartanlega velkomin. Nú skín blessuð sólin og miðbærinn skartar sínu fegursta.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/8 2014

Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 3. ágúst kl. 11

Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 3. ágúst kl. 11. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur, organisti er Judith Þorbergsson. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 31/7 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...