Dómkirkjan

 

Bíóferð í kvöld hjá Ungdóm Í kvöld ætlar Ungdóm að fara saman í bíó á Hunger Games: Mockingjay part. 1 í Háskólabíó kl. 18. Mæting er í andyri Háskólabíós kl. 17:30 og reiknað er með að myndin klárist um 20:40. Kær kveðja, Óli Jón og Siggi Jón

Laufey Böðvarsdóttir, 25/11 2014

Minni á að í dag, þriðjudag er bænastund kl. 12:10. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að bænastund lokinni. Á fimmtudaginn verður bingó í Opna húsinu, bingóstjóri verður enginn annar en Ástbjörn okkar Egilsson. Síðastliðinn fimmtudag flutti Heimir B. Janusarson fróðlegt og skemmtilegt erindi um Hólavallagarð. Heimir vakti heldur betur áhuga okkar á þessum merka kirkjugarði og var ákveðið að skella sér í göngu með Heimi um garðinn á sumri komandi.

IMG_0641 IMG_0639

Laufey Böðvarsdóttir, 25/11 2014

Skemmtilegt prjónakvöld, frú Agnes biskup Íslands var gestur okkar. Gaman að hlusta á hennar frásögn. Við þökkum henni og ykkur öllum sem komuð fyrir góða samveru.

fileIMG_0682 IMG_0651 IMG_0688 IMG_0669 IMG_0678

Laufey Böðvarsdóttir, 24/11 2014

Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, gestur okkar á prjónakvöldi Dómkirkjunnar.

Nú styttist í síðasta prjónakvöld okkar á þessu ári, en það verður í kvöld
24. nóvember kl. 19. Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands verður gestur okkar. Súpa, kaffi og sætt með kaffinu. Sjáumst í safnaðarheimilinu við Vonarstræti;-)

Laufey Böðvarsdóttir, 24/11 2014

Það verður fróðlegt að hlusta á Heimi Björn Janusarson segja frá Hólavallakirkjugarði í Opna húsinu á morgun. Heimir er skruðgarðyrkjufræðingur og nemur safnafræði við Háskóla Íslands. Kaffi og gómsætt með kaffinu að hætti Ólafar. Opna húsið er frá 13:30-15:30. Á sunnudaginn er messa kl 11, séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Eftir messu er fræðsla fyrir fermingarbörnin í safnaðarheimilinu. Æðruleysismessa er kl. 20. á sunnudagskvöldið. Á mánudagskvöldið kl. 19 er prjónakvöld í safnaðarheimilnu, þar verður gestur okkar frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/11 2014

Heimir Björn Janusarson verður gestur okkar í Opna húsinu á fimmtudaginn. Hann ætlar að segja frá Hólavallakirkjugarði.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/11 2014

Bæna-og kyrrðarstund í dag kl. 12:10. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að bænastund lokinni. Verið velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 18/11 2014

Æðruleysismessa verður nk. sunnudag þann 23. nóvember kl. 20

Laufey Böðvarsdóttir, 16/11 2014

Messa sunnudaginn 16. nóvember 2014 kl. 11 séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Barnastarfið á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Ritningarlestrana lesa mæðgurnar Steinunn Lárusdóttir og Edda Jónsdóttir, en Steinunn fermist í vor í Dómkirkjunni. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/11 2014

Á morgun, fimmtudag fáum við góðan gest í Opna húsið. Það er Margrét Pálmadóttir, tónlistarkona. Margrét verður með skemmtilegt innlegg um kærleika og trú. Gott kaffi og kökur, góð samvera. Hlökkum til að sjá ykkur hér við Tjörnina. Opna húsið er frá 13:30-15.30.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/11 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

- 13.00- 14.30 Opna húsið í safnaðarheimilinu, samvera, fræðsla og gott með kaffinu. Yfir vetrarmánuðina.
Tíðasöngur kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...