17. maí verður Æðruleysismessa í Dómkirkjunni.
Það verður yndislegt að koma í fallegu Dómkirkjuna kl.20;00 á sunnudaginn.
Við fáum vitnisburð frá góðum félaga, yndislega prédikun og bænir. Tónlistin skipar sem fyrr veglegan sess. Æðruleysismessurnar fela ávallt í sér orð Guðs, kærleiksríka nærveru og nærandi frásögn einstaklings um eigið líf.
Við hlökkum mikið til þess að eiga þessa stund með þér.
Allir velkomnir.
Laufey Böðvarsdóttir, 12/5 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 12/5 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 12/5 2015
Á aðalfundinum í apríl, hættu að eigin ósk í varastjórn, þau Hrólfur Jónsswon, Ólafur Halldórsson og Þórunn Þórarinsdóttir. Í þeirra stað voru kosin þau Þorsteinn Sæmundsson, Kristín Arngrímsdottir og Gunnar Þór Ásgeirsson. Við þökkum fráfarnadi nefndarfólki fyrir samvinnuna um leið og við bjóðum nýtt fólk velkomið.
Laufey Böðvarsdóttir, 11/5 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 9/5 2015
Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 10. maí. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganista.
Vers vikunnar:
„Lofaður sé Guð er hvorki vísaði bæn minni á bug né tók frá mér miskunn sína.“ (Slm 66.20)
Laufey Böðvarsdóttir, 8/5 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 6/5 2015
Nú er bara að skella sér í bæinn og koma í 11 messuna.
Vorferðin verður farin á fimmtudaginn til Vestmannaeyja.
Búið er að opna Landeyjarhöfn ;-)
Fararstjóri verður Karl Sigurbjörnsson, biskup. Farið verður frá Reykjavík klukkan 10 stundvíslega svo við náum í Landeyjarhöfn á réttum tíma. Margt áhugavert og skemmtilegt að sjá i Eyjum, endum síðan á kvöldverði í Fákaseli í Ölfusi. Nánari upplýsingar og skráning hjá Laufeyju i síma 898-9703 eða á laufey@domkirkjan.is Skráningu lýkur á morgun, mánudag.
Laufey Böðvarsdóttir, 3/5 2015
Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 3. maí kl.11. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista.Verið hjartanlega velkomin.
Sunnuudagaskólinn er kominn í sumarfrí, byrjar aftur í haust.
Laufey Böðvarsdóttir, 1/5 2015