Dómkirkjan

 

Mánudagskvöldið 22. desember kl. 21:00. Mozart við kertaljós Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika.

Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart í tuttugu og tvö ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason, klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava  Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Haldórsson, sellóleikari. Á dagskránni eru tvær af perlum Mozarts “Eine kleine Nachtmusik” Kv. 525 og Klarinettukvintettinn K. 581.
Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða,” Í dag er glatt í döprum hjörtum”.

Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast klukkan 21.00. Aðgangseyrir er kr.2500 og kr.1500 fyrir nemendur og eldri borgara og frítt inn fyrir börn.  Miðasala við innganginn.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/12 2014

Dómkórinn með sína árlegu jólatónleika í kvöld kl. 22.00. Frítt inn, verið velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 21/12 2014

Opna húsið á fimmtudögum er komið í jólafrí, byrjum aftur 15. janúar. Það var sérlega gaman síðastliðinn fimmtudag, en þá fengum við Matthías Johannessen skáld til að lesa úr nýútkominni bók sinni ” Sögur úr vesturbænum”. Einnig fengum við trió í heimsókn, þau Hlín Pétursdóttir Behrens, sópran, Hólmfríður Jóhannesdóttir, messósópran og Jón Sigurðsson píanóleikari.

Hér eru þeir frændur Matthías og Jóhannes Bergsveinsson.

IMG_0876

 

 

 

 

 

 

Laufey Böðvarsdóttir, 17/12 2014

Líflegur sunnudagur framundan í Dómkirkjunni

Messa kl. 11:00 sunnudaginn 21. desember, séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar. Barnastarfið á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Sunnudagaskólinn fer síðan í jólafrí og byrjar aftur 11. janúar. Klukkan 20 er æðruleysismessa, séra Sveinn Valgeirsson, séra Karl V. Matthíasson og Fritz Már Jörgensson. Eyþór Bjarni, Anna Sigríður Helgadóttir og Ástvaldur Traustason sjá um ljúfa tónlist.
Klukkan 22:00 er Dómkórinn með sína árlegu jólatónleika. Óhætt er að fullyrða að það verða dásamlegir tónleikar. Í huga margra eru jólatónleikar Dómkórsins í dimmasta skammdeginu ómissandi sem hluti aðventu og jólaundirbúningsins.
Verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/12 2014

Það er oft kátt á fundum hjá Dómkirkjufólki, þeir Geir, Einar og Hjálmar skemmtu sér vel á síðasta fundi . Á morgun, þriðjudag er síðasta bæna-og kyrrðarstundin fyrir jól. Hún byrjar kl. 12:10 og að henni lokinni er létt máltíð í safnaðarheimilinu við Vonarstræti. Hjartanlega velkomin og munið að fyrirbænir má hringja inn í síma 520-9700.

IMG_0853

Laufey Böðvarsdóttir, 15/12 2014

Óskum þeim Eysteini Orra og Salvari Geir hjartanlega til hamingju og megi Guðs blessun fylgja þeim í lífi og starfi.

Hátíðardagur í Dómkirkjunni í dag er Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vígði tvo kandídata til prestsþjónustu:
Cand.theol. Salvar Geir Guðgeirsson til þjónustu í Hamar biskupsdæmi í Noregi.
Cand.theol. Eystein Orra Gunnarsson til þjónustu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi.
Vígsluvottar voru séra Kjartan Sigurbjörnsson, sem lýsti vígslu, séra Sigfinnur Þorleifsson, séra Guðbjörg Jóhannesdóttir og séra Guðni Már Harðarson. Séra Hjálmar Jónsson, sóknarprestur Dómkirkjunnar, þjónaði fyrir altari.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/12 2014

Séra Hjálmar prédikar á sunnudaginn kl. 11:00

Norsk messa kl. 11 séra Hjálmar Jónsson prédikar. Barnatstarfið verður á kirkjuloftinu á sama tíma.  Séra Sveinn Valgeirsson þjónar í Kolaportinu kl. 14:00 þar sem Margrét og Þorvaldur Halldórsson sjá um tónlistina.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/12 2014

Sunnudaginn 14. desember kl. 14 mun Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vígja tvo kandídata til prestsþjónustu: Cand.theol. Salvar Geir Guðgeirsson til þjónustu í Hamar biskupsdæmi í Noregi. Cand.theol. Eysteinn Orri Gunnarsson til þjónustu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Vígslan fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík. Vígsluvottar verða séra Kjartan Sigurbjörnsson, sem lýsir vígslu, séra Sigfinnur Þorleifsson, séra Guðbjörg Jóhannesdóttir og séra Guðni Már Harðarson. Séra Hjálmar Jónsson, sóknarprestur Dómkirkjunnar, þjónar fyrir altari.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/12 2014

Matthías Johannessen, skáld og fyrrverandi ritstjóri er gestur okkar í Opna húsinu á morgun. Hann ætlar að lesa úr nýútkominni bók sinni ” Sögur úr vesturbænum”. Þá fáum við Trió í heimsókn, en það eru þau Hlín Pétursdóttir Behrens, sópran, Hólmfríður Jóhannesdóttir, messósópran og Jón Sigurðsson píanóleikari. Þau ætla að flytja eftirlætistónlist sem tengist jólum og aðventu. Heitt súkkuaði og eitthvað sætt með. Hlökkum til að sjá ykkur. Þetta er síðasta samveran í Opna húsinu á þessu ári. Opna húsið er kl. 13:30- 15:30.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/12 2014

Sunnudaginn 14. desember verða haldnir aðventutónleikar í Dómkirkjunni kl 16.00. Hlín Pétursdóttir Behrens, sópran, Hólmfríður Jóhannesdóttir, messósópran og Jón Sigurðsson píanóleikari flytja eftirlætistónlist sem tengist jólum og aðventu.

Trió 141214

 

Eftirvænting eftir komu jólanna er eitthvað fæst okkar vaxa upp úr.  Þegar tilhlökkunin nær hámarki birtast okkur ljóslifandi minningar um jólaanda liðinna tíma sem fylla hug og hjarta. Þetta eigum við ekki síst jólalögunum að þakka sem mynda ramma utan um hefðirnar sem við höldum í heiðri og tengja okkur um leið við fortíðina.  Á dagskránni eru bæði gamalkunnug og minna þekkt íslensk jólalög, þar á meðal söngvar eftir Þórunni Guðmundsdóttur sem jafnan sýnir okkur tilveruna í nýju ljósi, jafnvel spaugilegu, sem á líka við um jólaundibúninginn og jólasiðina. Einnig hljómar tónlist eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, Jón Hlöðver Ásgeirsson, Ingibjörgu Þorbergs og Gunnar Þórðarson. Af erlendum tónskáldum má nefna Benjamin Britten og Max Reger.

 

 

Laufey Böðvarsdóttir, 10/12 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...