Dómkirkjan

 

Það var þétt dagskrá í Dómkirkjunni í gær, góð messa, messukaffi, Brass tónleikar og loks var Unglist með tónleika um kvöldið.
Allt var þetta ljúft og gott.
Í dag er hattafundur hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar, séra Karl biskup ætlar að vera með okkur og segja frá. Það verður bæði fróðlegt og skemmtilegt. Konurnar eru að koma í hús milli 17 og 17.30.
Á morgun, þriðjudag er bænastund kl. 12:10 í kirkjunni. Þar er gott að vera í góðum hóp og að bænastund lokinni er haldið í safnaðarheimilið í léttan hádegisverð. Á morgun verða “gestakokkar” þær Hanna og Helga. Verið hjartanlega velkomin.
Minni líka á tónleikana á miðvikudagskvöldið kl. 20. Þá verða frumflutt verk eftir ung íslensk tónskáld. Tónlistardögum Dómkirjunnar lýkur með þessum glæsilegum tónleikum.IMG_0505

Laufey Böðvarsdóttir, 10/11 2014

Brass á Tónlistardögum í Dómkirkjunni. Jóhann Stefánsson og Óðinn Melsted trompetleikarar, Einar Jónsson og Guðmundur Vilhjálmsson básúnuleikarar ásamt Kára Þormar organista, flytja hátíðlega tóna í dag sunnudag 9. nóvember kl. 17 Á efnisskránni eru verk eftir: Flor Peeters, André Campra, Kjell Mörk Karlsen, Giovanni Gabrieli og fleiri

Laufey Böðvarsdóttir, 9/11 2014

Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup þjónar og prédikar fyrir altari sunnudaginn 9. nóvember kl.11.

Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Einar Gottskálksson les upphafsbæn. Skemmtilegt og fræðandi barnastarf á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.
Karlakór KFUM syngur undir stjórn Laufeyjar Geirlaugsdóttir. Sigurbjörn Þorkelsson og Elísa Schram lesa ritningarlestrana. Daníel Steingrímsson, Áslaug Haraldsdóttir og Kristín Bjarnadóttir lesa almenna kirkjubæn. Messukaffi.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/11 2014

Á morgun fimmtudag verður séra Karl Sigurbjörnsson, biskup með okkur í Opna húsinu. Kaffi, kökur og góð samvera. Verið hjartanlega velkomin. Opna húsið er frá 13.30-15:30.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/11 2014

Dásamlegir tónleikar með Diddú og Jónas iIngimundarsyni.

IMG_0372 IMG_0363 IMG_0390

Laufey Böðvarsdóttir, 5/11 2014

Diddú og Jónas Ingimundarson í kvöld 4. nóvember kl. 20. Verið velkomin

 

Eyþór Fransson Wecner lék listavel á orgelið í Dómkirkjunni í gær. Tónkistardagar Dómkirkjunnar halda áfram, í kvöld eru það Diddú og Jónas Ingimundarson. Verið velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 4/11 2014

Mist Þrastardóttir las lexíuna á allra heilaga messu

Mist Þrastardóttir, Geir. R. Tómasson og séra Sveinn Valgeirsson.

photo

Við allra heilagra messu í gær í Dómkirkjunni lásu Mist Þrastardóttir og Geir R. Tómasson ritningarlestrana, fulltrúar elstu og yngstu kynslóðanna. Mist mun fermast næsta vor, en Geir sem er 98 ára var fermdur af séra Bjarna Jónssyni í Dómkirkjunni árið 1930. Tónlistardagar Dómkirkjunnar hófust í gær og í messunni voru frumflutt tónverk ungra tónskálda, verkin “Sálmur 100″ eftir Ásbjörgu Jónsdóttur og “Treystu Drottni” eftir Soffíu Björg Óðinsdóttur. Hin aldna dómkirkja er býður ætíð unga sem aldna velkomna

Slóðin: http://ruv.is/sarpurinn/gudsthjonusta-i-domkirkjunni-i-reykjavik/02112014

 

 

 

 

 

Laufey Böðvarsdóttir, 3/11 2014

Skemmtilegir gestir komu til okkar í dag, en það voru konur úr kvenfélagi Laugdæla. Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup sýndi þeim kirkjuna og sagði merka sögu hennar. Takk fyrir komuna og samveruna

IMG_0240IMG_0244IMG_0259IMG_0263IMG_2232IMG_2234IMG_0286IMG_2230IMG_2236IMG_0288

Laufey Böðvarsdóttir, 2/11 2014

Séra Þórir Stephensen, fyrrum dómkirkjuprestur prédikar í Mosfellskirkju í Grímsnesi sunnudaginn 2. nóvember kl. 14

Séra Þórir Stephensen, fyrrum dómkirkjuprestur prédikar í Mosfellskirkju í  Grímsnesi sunnudaginn 2. nóvember kl. 14.

Afi Þóris Stefán Stephensen þjónaði þar  á árum áður.

Laufey Böðvarsdóttir, 31/10 2014

Það er margt á döfinni hjá okkur í Dómkirkjunni. Á morgun fáum við konur úr kvenfélagi Laugdæla í heimsókn, það verður ánægjulegt að fá góða gesti austan úr sveitum. Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup ætlar að sýna gestunum kirkjuna og segja sögur.
Á sunnudag er messa kl.11 og upphaf tónlistardaga Dómkirkjunnar. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Ritningarlestrana lesa þau Mist Þrastardóttir og Geir R. Tómasson. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar, á básúnur leika Einar Jónsson og Guðmundur Vilhjálmsson og á trompet Jóhann Stefánsson og Óðinn Melsted. Barnastarfið á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.
Frumflutt verða verkin Davíðssálmur 100 eftir Ásbjörgu Jónsdóttur og Treystu Drottni eftir Soffíu Björgu Óðinsdóttir.
Á sunnudagskvöldið kl. 20 flytur Dómkórinn Requiem eftir franska tónskáldið Gabriel Fauré, ásamt smáverki hans Cantique de Jean Racine.
Einsöngvarar: Fjölnir Ólafsson, barítón, og Hallveig Rúnarsdóttir, sópran.
Orgel: Lenka Mátéová
Stjórnandi: Kári Þormar
Miðaverð: 3000 kr. / 2.500 kr. í forsölu hjá kórfélögum.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 31/10 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

- 13.00- 14.30 Opna húsið í safnaðarheimilinu, samvera, fræðsla og gott með kaffinu. Yfir vetrarmánuðina.
Tíðasöngur kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...