Laufey Böðvarsdóttir, 9/5 2015
Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 10. maí. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganista.
Vers vikunnar:
„Lofaður sé Guð er hvorki vísaði bæn minni á bug né tók frá mér miskunn sína.“ (Slm 66.20)
Laufey Böðvarsdóttir, 8/5 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 6/5 2015
Nú er bara að skella sér í bæinn og koma í 11 messuna.
Vorferðin verður farin á fimmtudaginn til Vestmannaeyja.
Búið er að opna Landeyjarhöfn ;-)
Fararstjóri verður Karl Sigurbjörnsson, biskup. Farið verður frá Reykjavík klukkan 10 stundvíslega svo við náum í Landeyjarhöfn á réttum tíma. Margt áhugavert og skemmtilegt að sjá i Eyjum, endum síðan á kvöldverði í Fákaseli í Ölfusi. Nánari upplýsingar og skráning hjá Laufeyju i síma 898-9703 eða á laufey@domkirkjan.is Skráningu lýkur á morgun, mánudag.
Laufey Böðvarsdóttir, 3/5 2015
Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 3. maí kl.11. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista.Verið hjartanlega velkomin.
Sunnuudagaskólinn er kominn í sumarfrí, byrjar aftur í haust.
Laufey Böðvarsdóttir, 1/5 2015
Dómkórinn heldur tónleika í kvöld í Seltjarnarneskirkju. Þeir eru haldnir í kjölfar ferðar kórsins til Lissabon nú í apríl þar sem hann hélt tónleika í São Domingos kirkjunni. Tónleikarnir tókust vel og var sungið fyrir fullri kirkju sem tekur um 600 manns í sæti.
Efnisskráin á tónleikunum í Seltjarnarneskirkju er sú sama og í Lissabon en á henni er margvísleg kirkjutónlist eftir íslensk og erlend tónskáld, gamlar perlur og splunkuný verk.
Miðaverð: 1500 kr.
Laufey Böðvarsdóttir, 29/4 2015
Það er ljúft að njóta Bachs á þriðjudagskvöldum í Dómkirkjunni 20:30-21:00.
Píanóleikarinn Ólafur Elíasson leikur nokkrar af 48 prelódíum og fúgum Bachs á flygilinn í Dómkirkjunni öll þriðjudagskvöld.
Aðgangur ókeypis.
Ólafur var nemandi Rögnvaldar Sigurjónssonar píanóleikara á Íslandi en stundaði framhaldsnám fyrst í París hjá hinum heimsþekkta píanóleikara Vlado Perlemuter og síðar í Englandi, m.a. við konunglega tónlistarháskólann í London (Royal Academy of Music) þar sem hann lauk einleikaraprófi 1994.
Hægt er að hlusta á upptökur með píanóleik Ólafs á Soundcloud:
Laufey Böðvarsdóttir, 28/4 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 28/4 2015
Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14
Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.
Skráning í fermingarfræðslu
Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi