Dómkirkjan

 

Vers vikunnar: „Nálægið ykkur Guði og þá mun hann nálgast ykkur.“ (Jak 4.8a) Kollekta:

Laufey Böðvarsdóttir, 22/2 2015

Messa kl. 11:00 Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Fræðandi barnastarf á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Prests-og djáknavígsla kl. 14:00 Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands vígir. Vígsluþegar: Anna Elísabet Gestsdóttir djáknakandídat Ása Laufey Sæmundsdóttir guðfræðingur

Laufey Böðvarsdóttir, 19/2 2015

Dómkirkjan á föstunni: Kyrrðardagur, helgihald, námskeið og prjónakvöld

Með hækkandi sól er gleði og tilhlökkun ríkjandi, enda margt á döfinni í Dómkirkjunni, fjölbreytt starf fyrir fólk á öllum aldri.  Séra Hjálmar Jónsson verður í leyfi frá 16. febrúar til 15. apríl. Karl Sigurbjörnsson, biskup, mun leysa hann af og þjóna með séra Sveini Valgeirssyni, dómkirkjupresti.

Messur Alla sunnudagsmorgna kl. 11:00 er almenn messa,  notaleg helgistund með góðum prédikunum og vandaðri tónlist. Barnastarf er á kirkjuloftinu á sama tíma.

Æðruleysismessur eru næst síðasta sunnudag í mánuði kl. 20:00. einkennast  þær af gleði, þakklæti og von.

Námskeið og kyrrðardagur

Samtal um trú.

Á miðvikudagskvöldum um föstutímann, frá 18. febrúar til 25. mars, verður boðið upp á námskeið, “Samtal um trú,” í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar Lækjargötu 14a.  Fjallað verður um grundvallaratriði kristinnar trúar. Samtalið hefst með inngangserindi kl. 18:00.  Ekkert námskeiðgjald en boðið er upp á létta máltíð við vægu verði. Í framhaldi af því samræður sem reiknað er með að ljúki um 21:00. Karl Sigurbjörnsson, biskup og séra Sveinn Valgeirrson verða leiðbeinendur á námskeiðinu. Auk þeirra mun dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor, verða með fyrirlestur 18. mars, um áhrif Davíðssálma, Saltarans.

Þau sem áhuga hefðu á að taka þátt eru beðin að skrá sig í síma 520-9700, eða með tölvupósti á domkirkjan@domkirkjan.is

Kyrrðardagur með Bænabandinu

Þann 14. mars verður kyrrðardagur í Safnaðarheimilinu, Bæn og íhugun þar sem Bænabandinu er fylgt, undir leiðsögn Karls biskups. Kyrrðardagurinn hefst kl. 8:30 og lýkur um kl. 16. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig í síma 520-9700, eða með tölvupósti á domkirkjan@domkirkjan.is.

Opna húsið

Dómkirkjan býður alla velkomna á Opna húsið í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a, á fimmtudögum, kl.13:30-15:30. Góðir gestir koma í heimsókn, boðið er upp á kaffi og með því, að ógleymdri skemmtilegri og nærandi samveru.

Dagskráin fram á vor er eftirfarandi:

19. febrúar: Davíð Scheving Thorsteinsson framkvæmdastjóri

26. febrúar: Séra Bernharður Guðmundsson

5. mars: dr. Einar Sigurbjörnsson fjallar um eldklerkinn Jón Steingrímsson.

12. mars: Borghildur Fenger, fyrrverandi formaður kvenfélagsins Hringsins

19. mars: Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðingur talar um Jón Sveinsson, Nonna.

26. mars: Jóhannes Benediktsson talar um Galdra-Loft.

9. apríl: Karl biskup segir frá

19. apríl: Hjónin í Annríki, Hildur Rosenkjær kjóla- og klæðskerameistari og Ásmundur Kristjánsson gullsmiður, kynna og sýna íslenska þjóðbúninginn.

30. apríl: dr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir,

7. maí: Vorferð í sveitina

Eins og sjá má á þessari upptalningu er dagskráin fjölbreytt og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Engin þörf er á að skrá sig til þátttöku, bara líta inn eftir hádegi á fimmtudögum – við tökum vel á móti öllum í Safnaðarheimili  Dómkirkjunnar.

 

Barnastarf kirkjunnar

Barnastarf kirkjunnar er útrétt hönd til þeirra foreldra og uppalenda sem vilja að börn þeirra fræðist um Jesú, um bæn og okkar kristna trúararf. Í Dómkirkjunni er barnastarf á hverjum sunnudagsmorgni og hefst kl. 11 árdegis. Börnin koma í kirkjuna og taka þátt í upphafi messu en fara síðan í fylgd fræðara upp á kirkjuloftið þar sem þau eiga sína samveru, sögur, söng og leiki. Tveir ungir menn, Ólafur Jón Magnússon og Sigurður Jón Sveinsson annast barnastarfið af mikilli prýði.

Ungdóm

Eins skal minnt á að á þriðjudögum kl. 19:30 – 21:00 er samvera fyrir unglinga á fermingaraldri, Ungdóm, í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, sömu fræðarar leiða þar fjölbreytt og skemmtilegt starf með góðum hópi áhugasamra unglinga.

Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar

var stofnuð árið 1930 til þess að standa að prýði Dómkirkjunnar og vinna að líknarmálum. Félagið fagnar 85 ára afmæli á þessu ári og verður þess minnst með margvíslegum hætti.

Bæna- og kyrrðarstundir

Alla þriðjudaga eru bæna- og kyrrðarstundir  kl. 12:10 -12.30.  Léttur hádegisverður er á boðstólnum á eftir í   safnaðarheimilinu. Stundin er öllum opin og er góður vettvangur til samfélags og fyrirbæna. Fyrirbænir má senda á netfangið domkirkjan@domkirkjan.is eða í síma 520-9700.

Prjónakvöld

Síðastliðinn vetur tóku nokkrar dómkirkjukonur sig til og byrjuðu á að hafa mánaðarleg prjónakvöld í safnaðarheimilinu. Þetta eru notalegar og skemmtilegar samverustundir, sem styrkja vináttubönd og samfélagið í söfnuðinum. Þau eru vinsæl, enda fáum við yfirleitt gest í heimsókn. Í janúar kom Pálína Sigurbergsdóttir og sýndi okkur sitt fallega handverk. Næsta prjónakvöld verður 23. febrúar.  Þá fáum við góðan gest, en það er Davíð Scheving Thorsteinsson. Ekki vitum við hvort hann sé með eitthvað á prjónunum, en öruggt er að  frásögn hans kemur til með að kitla hláturtaugarnar.

Hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/2 2015

Altarið fegrað

Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar fagnar 85 ára afmæli í ár. Af því tilefni ákváðu nefndarkonur að safna og gefa fé til fegrunar altaris Dómkirkjunnar. Ákveðið var að gefa gyllingu á silfrið á altarinu, altarisklæði sem og bólstrun og klæði á gráturnar. KKD konum barst síðan öflugur liðsmaður sem gaf gyllinguna. Þess má geta að fyrir sextíu árum, á 25 ára afmæli félagsins gáfu þær þetta fagra gullhúðaða silfurverk eftir Halldór Kristinsson, gullsmíðameistara, sem hann vann á árunum 1956-1958. Ásmundur Kristjánsson og Þorbergur Halldórsson, gullsmiðir, eiga heiðurinn af vinnunni við nýju gyllinguna og Egill bólstraði þetta fyrir okkur af mikilli vandvirkni. Við þökkum þessum góðu handverksmönnum kærlega fyrir.
Kirkjunefndarkonum og honum sem gaf gyllinguna þökkum við af alhug þá alúð og umhyggju, sem gjöfin birtir fyrir Dómkirkjunni okkar fögru.DSC_0186IMG_1101IMG_1106IMG_1093IMG_1134IMG_1145

Laufey Böðvarsdóttir, 16/2 2015

Við fengum góða gesti úr Borgarfirðinum i dag, fermingarbörn og foreldra ásamt séra Elínborgu Sturludóttur. Séra Sveinn sýndi þeim kirkjuna og sagði sögu hennar. Bráðskemmtilegur hópur og fermingarbörnin til fyrirmyndar – kurteis og áhugasöm.

IMG_1112

Laufey Böðvarsdóttir, 13/2 2015

Samtal um trú.

Á miðvikudagskvöldum um föstutímann, frá 18. Febrúar til 25. mars, verður boðið upp á námskeið, “Samtal um trú,” í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar Lækjargötu 14a.  Fjallað verður um grundvallaratriði kristinnar trúar. Samtalið hefst með inngangserindi kl. 18:00.  Ekkert námskeiðgjald en boðið er upp á létta máltíð við vægu verði. Í framhaldi af því samræður sem reiknað er með að ljúki um 21:00. Karl Sigurbjörnsson, biskup og séra Sveinn Valgeirrson verða leiðbeinendur á námskeiðinu. Auk þeirra mun dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor, verða með fyrirlestur 18. mars, um áhrif Davíðssálma, Saltarans.

Þau sem áhuga hefðu á að taka þátt eru beðin að skrá sig í síma 520-9700, eða með tölvupósti á domkirkjan@domkirkjan.is

Laufey Böðvarsdóttir, 12/2 2015

Sunnudagur í föstuinngang 15. febrúar, skemmtilegur sunnudagur framundan í Dómkirkjunni.

Í messunni á sumnudaginn kl. 11:00 mun séra Hjálmar Jónsson þjóna. Katla Kristjánsdóttir les upphafsbænina, en Katla mun fermast hér í Dómkirkjunni á skírdag. Ritningarlestrana lesa þau Geir R. Tómasson  og Anna Ýr Böðvarsdóttir. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Fræðandi og skemmtilegt barnastarf á kirkjuloftinu að venju í umsjón þeirra Óla Jóns og Sigurðar Jóns.  Messukaffi í safnaðarheimilinu.

Æðruleysismessa er kl. 20:00 í Dómkirkjunni, ljúf stund með góðu fólki.

Hjartanlega velkomin til okkar.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/2 2015

Kæru foreldrar og forráðamenn fermingarbarna Í kvöld ætlum við að undirbúa atriði fyrir Æskulýðsdaginn 1. mars. Stefnt er að taka upp myndband. Bkv. Óli Jón og Siggi Jón

Laufey Böðvarsdóttir, 10/2 2015

Guðrún Gísladóttir, forstjóri Grundar verður gestur okkar í Opna húsinu á fimmtudaginn. Guðrún rifjar upp góðar og skemmtilegar minningar. Guðrún er fædd á vinnustaðnum sínum, en hún er fædd á Frúarganginum á Grund.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/2 2015

Kirkjunefnd Kvenna Dómkirkjunnar fundar á morgun, mánudag.

Sælar kæru félagskonur.
Fundur á morgun mánudag 9. febrúar.
Mæting kl 5-5:30., sjáumst í safnaðarheimilinu. 

Laufey Böðvarsdóttir, 8/2 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

- 13.00- 14.30 Opna húsið í safnaðarheimilinu, samvera, fræðsla og gott með kaffinu. Yfir vetrarmánuðina.
Tíðasöngur kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...