Fimmti sunnudagur eftir Þrenningarhátíð, messa kl. 11 séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Sjáumst í Dómkirkjunni 5. júlí.
Laufey Böðvarsdóttir, 2/7 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 2/7 2015
Brass kvintettinn Ventus brass hefur unnið að því að dreifa málmbástursmenningu sem víðast um borgina í sumar á vegum Hins Hússins, meðal annars með því að spila á leikskólum, elliheimilum og í miðbænum. Nú er komið að því að sýna afrakstur taumlausra æfinga sveitarinnar á tónleikum í Dómkirkjunni. Fram munu koma verk af ólíkum toga, allt frá klassískum verkum yfir í léttari popplög ásamt frumsömdu efni.
Frítt er inn á tónleikana og eru allir hjartanlega velkomnir!
———
Ventus Brass hefur starfað í 2 ár en meðlimir sveitarinnar eru breytilegir. Í sumar samanstendur sveitin af:
Ásgrími Einarssyni á túbu
Birgittu Björgu Guðmarsdóttur á trompet,
Hönnuh Rós Sigurðardóttur Tobin á trompet
Jóni Arnari Einarssyni á básúnu
Þórunni Eir Pétursdóttur á horn
Laufey Böðvarsdóttir, 29/6 2015
Séra Sveinn Valfeirsson prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 28. júní kl. 11.00. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Verið hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 25/6 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 23/6 2015
Djákna- og prestsefni fá embættisgengi
Biskup Íslands brautskráði átta djákna- og prestsefni úr starfsþjálfun þjóðkirkjunnar við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í dag 22. júní. Þau sem útskrifuðust eru Áslaug Helga Hálfdánardóttir, Bergþóra Ragnarsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Helga Björk Jónsdóttir, Hrafnhildur Eyþórsdóttir, Jónína Auður Sigurðardóttir og Ingibjörg Eygló Hjaltadóttir djáknakandídatar og cand. theol. Þorgeir Freyr Sveinsson guðfræðikandídat. Á myndinni eru kandídatarnir ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur.
Laufey Böðvarsdóttir, 22/6 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 20/6 2015
Félagar úr kór skólans eru á leið á Nordic-Baltic Choiral Festival sem haldið verður í Riga dagana 25.-28. júní. Kórinn syngur hluta af sinni efnisskrá sem aðallega eru íslenkar þjóðlagaútsetningar í bland við þekkta íslenska kórtónlist. Kórinn mun einnig synga af sameiginlegri dagskrá mótsins, lög frá baltnesku löndunum og skandinavískar kórútsetningar. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum í ferðasjóð. Kórstjóri er Guðlaugur Viktorsson
Concert The Reykjavík’s College Choir The Reykjavík College Choir gives a short concert in Reykjavík’s Cathedral on Monday night the 22. Jun. Starts at 22.00 hours. Members of the choir are participating the Nordic-Baltic Choiral Festival in Riga (Latvia) the days of 25-28.jun. The choir will sing from its repertoire mostly Icelandic folksongs arrangement as well as music from known Icelandic composers. The choir will also bring an example of the Nordic-Baltic joint choir repertoire. Songs both from the Baltic and the Scandinavian countries. Free entry. Conductor: Guðlaugur Viktorsson.
Laufey Böðvarsdóttir, 19/6 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 18/6 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 16/6 2015
Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14
Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.
Skráning í fermingarfræðslu
- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30
Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi