Dómkirkjan

 

Æðruleysismessa sunnudaginn 18. janúar kl. 20:00.

Æðruleysismessa í Dómkirkjunni er yndisleg stund. Alveg tilvalið að ljúka helginni á því að koma í létta og skemmtilega messu. Við fáum vitnisburð frá góðum félaga, yndislega prédikun og bænir. Tónlistin skipar sem fyrr veglegan sess. Æðruleysismessurnar fela ávallt í sér orð Guðs, kærleiksríka nærveru og nærandi frásögn einstaklings um eigið líf.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/1 2015

Séra María Ágústsdóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari.

Útvarpsguðsþjónusta 18. janúar kl. 11:00 við upphaf alþjóðlegrar, samkirkjulegrar bænaviku fyrir einingu kristninnar fer að þessu sinni fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari ásamt sr. Maríu Ágústsdóttur, formanni Samstarfsnefndar kristinna trúfélaga á Íslandi, sem prédikar. Fulltrúar frá Samstarfsnefndinni lesa lestra og bænir en efnið kemur að þessu sinni frá Braselíu. Kári Þormar leikur á orgelið og Dómkórinn syngur.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/1 2015

Það verða fagnaðarfundir á morgun þegar Opna húsið hefst aftur á nýju ári. Ólafur Hjálmarsson verður gestur okkar, hann er verkfræðingur og lærði hér heima, í Kaupmannahöfn og í Berlín. Það verður gott með kaffinu, við hlökkum mikið til að sjá ykkur. Allir velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/1 2015

Kveðja frá Óla Jóni og Sigurði Jóni. Gleðilegt nýtt ár, vonandi nutuð þið jólanna til hins ítrasta. Í kvöld hefst Ungdóm á ný kl. 19:30 í safnaðarheimilinu. Við ætlum að bjóða upp á Actionary – leiklistareik. Samverurnar voru vel sóttar í haust og vonumst við til þess að þær verði það áfram. Við bjóðum áfram uppá góða og þétta dagskrá fram á vorið.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/1 2015

Velkomin á bæna-og kyrrðarstundina í dag, þriðjudag kl. 12.10. Létt máltíð í safnaðarheimilinu við Vonarstræti að henni lokinni.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/1 2015

Í dag mánudag er fyrsti fundur ársins hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/1 2015

Opna húsið byrjar aftur fimmtudaginn 15. janúar.

Ólafur Hjálmarsson verkfræðingur verður gestur okkar  í fyrsta Opna húsinu á þessu ári.  Opna húsið er frá kl. 13.30 -15.30. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/1 2015

Séra Hjálmar jónsson prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 11. janúar kl. 11:00. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Barnastarf kirkjunnar hefst aftur eftir jólafrí, Ólafur Jón og Sigurður Jón verða með skemmtilegt barnastarf á kirkjuloftinu. Eigum gæðastundir með börnunum okkar á nýju ári í kirkjunni okkar. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/1 2015

Fyrsta bæna-og kyrrðarstundin á nýju ári verður á þrettándanum kl. 12:10. Létt máltíð að bænastund lokinni í safnaðarheimilinu við Vonarstræti. Fyrirbænir má hringja inn í síma 520-9700. Hlökkum til að sjá ykkur öll og eiga góða stund saman. Allir hjartanlega velkomnir.

Vor 062

Laufey Böðvarsdóttir, 4/1 2015

Sunnudaginn 4. janúar messa kl. 11:00. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Lítil stúlka verður borin til skírnar. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Hjartanlega velkomin. Athugið sunnudagaskólinn byrjar aftur eftir rúma viku eða sunnudaginn 11. janúar

Laufey Böðvarsdóttir, 2/1 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

- 13.00- 14.30 Opna húsið í safnaðarheimilinu, samvera, fræðsla og gott með kaffinu. Yfir vetrarmánuðina.
Tíðasöngur kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...