Æðruleysismessa í Dómkirkjunni er yndisleg stund. Alveg tilvalið að ljúka helginni á því að koma í létta og skemmtilega messu. Við fáum vitnisburð frá góðum félaga, yndislega prédikun og bænir. Tónlistin skipar sem fyrr veglegan sess. Æðruleysismessurnar fela ávallt í sér orð Guðs, kærleiksríka nærveru og nærandi frásögn einstaklings um eigið líf.
Laufey Böðvarsdóttir, 17/1 2015
Útvarpsguðsþjónusta 18. janúar kl. 11:00 við upphaf alþjóðlegrar, samkirkjulegrar bænaviku fyrir einingu kristninnar fer að þessu sinni fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari ásamt sr. Maríu Ágústsdóttur, formanni Samstarfsnefndar kristinna trúfélaga á Íslandi, sem prédikar. Fulltrúar frá Samstarfsnefndinni lesa lestra og bænir en efnið kemur að þessu sinni frá Braselíu. Kári Þormar leikur á orgelið og Dómkórinn syngur.
Laufey Böðvarsdóttir, 15/1 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 13/1 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 12/1 2015
Ólafur Hjálmarsson verkfræðingur verður gestur okkar í fyrsta Opna húsinu á þessu ári. Opna húsið er frá kl. 13.30 -15.30. Hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 8/1 2015